Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2023 13:02 Yevgeny Prigozhin ,eigandi Wagner Group, er reiður forsvarsmönnum rússneska hersins og segir þá reyna að gera út af við málaliðahópinn. Getty/Mikhail Svetlov Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. Prigozhin á Wagner en málaliðahópurinn hefur verið nokkuð umsvifamikill í Úkraínu og Prigozhin hefur verið stóryrtur um að málaliðar hans geti náð árangri á sama tíma og rússneski herinn eigi í basli. Auðjöfurinn hefur lengi verið harðorður í garð Shoigu. Eftir að Gerasimov, sem er bandamaður Shoigu, tók við stjórn innrásarinnar hafa aðstæður Wagner í Úkraínu versnað. Málaliðahópnum virðist hafa verið meinað að ráða menn úr fangelsum Rússlands og málaliðar hópsins hafa ítrekað kvartað yfir skort á stuðningi frá Varnarmálaráðuneytinu. Þeir hafa meðal annars kvartað yfir skorti á skotfærum. Sjá einnig: Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Hefur lengi gagnrýnt forsvarsmenn hersins Auðjöfurinn hefur sent frá sér nokkur skilaboð á undanförnum dögum en í þeim sem hann sendi í dag var hann mjög harðorður í garð yfirmanna hersins. Hann sagði þá vísvitandi vera að drepa málaliða Wagner meðal annars með því að senda hópnum ekki skotfæri og önnur hergögn. Prigozhin hélt því einnig fram að Shoigu og Gerasimov hefðu gefið skipanir um að málaliðar Wagner fengju ekki skóflur til að grafa skotgrafir. Málaliðar Wagner væru að deyja í mun meira magni en almennir hermenn við Bakhmut í Dónetsk héraði. Þetta sagði auðjöfurinn vera til marks um ætlanir ráðuneytisins og hersins um að gera útaf við málaliðahópinn. Það væri til jafns við landráð. More madness from Prigozhin this morning who declares there's "direct work to destroy Wagner" as even the sapper shovels are not provided to the PMC anymore. "These officials decided it is their country, their people, they will decide when they die", he adds. pic.twitter.com/YZ70XS8Z4x— Dmitri (@wartranslated) February 21, 2023 Prigozhin hefur áður sagt að Varnarmálaráðuneytið hafi reynt að eigna sér heiðurinn af vel heppnuðum sóknum Wagner við Bakhmut. Sjá einnig: Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússar hafa í marga mánuði reynt að ná Bakhmut og eru sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við bæinn. Forsvarsmenn Wagner eru sagðir hafa sent fanga í bylgjum gegn varnarlínum Úkraínumanna. Þegar Úkraínumenn eru þreyttir og skortir skotfæri munu vanari og betur þjálfaðir málaliðar hafa verið sendir fram. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hét því enn og aftur fram í morgun að Rússar bæru ekki ábyrgð á stríðinu í Úkraínu og að Vesturlönd væru að reyna að gera útaf við ríkið. Þetta sagði Pútín í stefnuræðu sinni sem hann hélt í dag. Ræðuna átti fyrst að halda í desember en henni var frestað vegna stríðsins í Úkraínu. 21. febrúar 2023 10:36 Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hersveitir Rússa hafa framið glæpi gegn mannkyninu í Úkraína. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, opinberaði þetta í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og sagði nauðsynlegt að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir glæpina. 18. febrúar 2023 18:51 Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58 Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50 Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Prigozhin á Wagner en málaliðahópurinn hefur verið nokkuð umsvifamikill í Úkraínu og Prigozhin hefur verið stóryrtur um að málaliðar hans geti náð árangri á sama tíma og rússneski herinn eigi í basli. Auðjöfurinn hefur lengi verið harðorður í garð Shoigu. Eftir að Gerasimov, sem er bandamaður Shoigu, tók við stjórn innrásarinnar hafa aðstæður Wagner í Úkraínu versnað. Málaliðahópnum virðist hafa verið meinað að ráða menn úr fangelsum Rússlands og málaliðar hópsins hafa ítrekað kvartað yfir skort á stuðningi frá Varnarmálaráðuneytinu. Þeir hafa meðal annars kvartað yfir skorti á skotfærum. Sjá einnig: Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Hefur lengi gagnrýnt forsvarsmenn hersins Auðjöfurinn hefur sent frá sér nokkur skilaboð á undanförnum dögum en í þeim sem hann sendi í dag var hann mjög harðorður í garð yfirmanna hersins. Hann sagði þá vísvitandi vera að drepa málaliða Wagner meðal annars með því að senda hópnum ekki skotfæri og önnur hergögn. Prigozhin hélt því einnig fram að Shoigu og Gerasimov hefðu gefið skipanir um að málaliðar Wagner fengju ekki skóflur til að grafa skotgrafir. Málaliðar Wagner væru að deyja í mun meira magni en almennir hermenn við Bakhmut í Dónetsk héraði. Þetta sagði auðjöfurinn vera til marks um ætlanir ráðuneytisins og hersins um að gera útaf við málaliðahópinn. Það væri til jafns við landráð. More madness from Prigozhin this morning who declares there's "direct work to destroy Wagner" as even the sapper shovels are not provided to the PMC anymore. "These officials decided it is their country, their people, they will decide when they die", he adds. pic.twitter.com/YZ70XS8Z4x— Dmitri (@wartranslated) February 21, 2023 Prigozhin hefur áður sagt að Varnarmálaráðuneytið hafi reynt að eigna sér heiðurinn af vel heppnuðum sóknum Wagner við Bakhmut. Sjá einnig: Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússar hafa í marga mánuði reynt að ná Bakhmut og eru sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við bæinn. Forsvarsmenn Wagner eru sagðir hafa sent fanga í bylgjum gegn varnarlínum Úkraínumanna. Þegar Úkraínumenn eru þreyttir og skortir skotfæri munu vanari og betur þjálfaðir málaliðar hafa verið sendir fram.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hét því enn og aftur fram í morgun að Rússar bæru ekki ábyrgð á stríðinu í Úkraínu og að Vesturlönd væru að reyna að gera útaf við ríkið. Þetta sagði Pútín í stefnuræðu sinni sem hann hélt í dag. Ræðuna átti fyrst að halda í desember en henni var frestað vegna stríðsins í Úkraínu. 21. febrúar 2023 10:36 Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hersveitir Rússa hafa framið glæpi gegn mannkyninu í Úkraína. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, opinberaði þetta í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og sagði nauðsynlegt að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir glæpina. 18. febrúar 2023 18:51 Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58 Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50 Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hét því enn og aftur fram í morgun að Rússar bæru ekki ábyrgð á stríðinu í Úkraínu og að Vesturlönd væru að reyna að gera útaf við ríkið. Þetta sagði Pútín í stefnuræðu sinni sem hann hélt í dag. Ræðuna átti fyrst að halda í desember en henni var frestað vegna stríðsins í Úkraínu. 21. febrúar 2023 10:36
Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hersveitir Rússa hafa framið glæpi gegn mannkyninu í Úkraína. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, opinberaði þetta í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og sagði nauðsynlegt að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir glæpina. 18. febrúar 2023 18:51
Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58
Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50
Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10