Köstuðu frá sér átta marka forskoti: „Algjörlega hauslaust“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2023 20:50 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega fúll eftir tap gegn ÍBV í Olís-deildinni í dag. Hans menn byrjuðu leikinn frábærlega og voru komnir átta mörkum yfir eftir tíu mínútur. Svo fór eiginlega allt í steik. „Við komum hrikalega sterkir inn í leikinn, vorum klárir og komumst í 9-1. Svo skipta þeir í 5-1 vörn og við vorum í basli með það,“ sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Svo koma glórulausar ákvarðanatökur. Það er einn maður upp á miðju hjá ÍBV og þannig hefur það verið í nokkur ár. Það kemur alltaf nýr maður inn hjá þeim og sá leikmaður spilaði ágætlega í dag.“ „Við förum algjörlega út úr konsepti. Við erum með 20 tæknifeila í þessum leik, 20! Þetta var mjög skrítið og við erum sjálfum okkur verstir. Við áttum klárlega að vinna þennan leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur en hann var spurður að því hvort hausinn hefði farið algjörlega hjá mönnum við það að komast langt fram úr Eyjamönnum snemma leiks. „Já, þetta var algjörlega hauslaust. Við höfum verið með 4-7 tæknifeila í síðustu leikjum. Í dag erum við með 20. Það er lélegt að það skuli allt hrynja. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Fallið má ekki vera svona mikið. Þó það gangi illa sóknarlega þá á það ekki að smita út í allt annað í leiknum.“ „Við erum búnir að spila ágætlega en núna tókum við skref til baka,“ sagði Patrekur en þetta er eitthvað sem menn – vonandi fyrir Stjörnuna - læra af. „Við vorum algjörlega klárir í leikinn en það vantaði gæði, að þora og sjálfstraust gegn þessari vörn. Við gerðum alltof mikið af mistökum.“ Mistökin urðu Stjörnunni að falli í dag, en liðið er eftir leikinn í fimmta sæti Olís-deildarinnar en pakkinn er þéttur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og verður fróðlegt að sjá hvernig deildin mun þróast á næstu vikum. Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
„Við komum hrikalega sterkir inn í leikinn, vorum klárir og komumst í 9-1. Svo skipta þeir í 5-1 vörn og við vorum í basli með það,“ sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Svo koma glórulausar ákvarðanatökur. Það er einn maður upp á miðju hjá ÍBV og þannig hefur það verið í nokkur ár. Það kemur alltaf nýr maður inn hjá þeim og sá leikmaður spilaði ágætlega í dag.“ „Við förum algjörlega út úr konsepti. Við erum með 20 tæknifeila í þessum leik, 20! Þetta var mjög skrítið og við erum sjálfum okkur verstir. Við áttum klárlega að vinna þennan leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur en hann var spurður að því hvort hausinn hefði farið algjörlega hjá mönnum við það að komast langt fram úr Eyjamönnum snemma leiks. „Já, þetta var algjörlega hauslaust. Við höfum verið með 4-7 tæknifeila í síðustu leikjum. Í dag erum við með 20. Það er lélegt að það skuli allt hrynja. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Fallið má ekki vera svona mikið. Þó það gangi illa sóknarlega þá á það ekki að smita út í allt annað í leiknum.“ „Við erum búnir að spila ágætlega en núna tókum við skref til baka,“ sagði Patrekur en þetta er eitthvað sem menn – vonandi fyrir Stjörnuna - læra af. „Við vorum algjörlega klárir í leikinn en það vantaði gæði, að þora og sjálfstraust gegn þessari vörn. Við gerðum alltof mikið af mistökum.“ Mistökin urðu Stjörnunni að falli í dag, en liðið er eftir leikinn í fimmta sæti Olís-deildarinnar en pakkinn er þéttur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og verður fróðlegt að sjá hvernig deildin mun þróast á næstu vikum.
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52