Íslenski boltinn

Daði leggur skóna á hilluna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daði Ólafsson hefur lagt skóna á hilluna.
Daði Ólafsson hefur lagt skóna á hilluna. Vísir/Vilhelm

Daði Ólafsson, leikmaður Fylkis í Lengjudeild karla í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Hann sleit krossband árið 2023 og hefur ekki náð fullum bata þrátt fyrir að spila tvo leiki með Fylki í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.

„Besti klúbbur í heimi, takk fyrir mig,“ segir í færslu Daða á Instagram. Hann lék alls 94 leiki í efstu deild fyrir uppeldisfélagið.

Færsla Daða í heild sinni.Instagram

„Leave football before football leaves you, ákvörðun sem mig langaði ekki að taka en neyðist því miðu rtil. Ég ætlaði alltaf að vinna eina af stóru dollunum með Fylki og það markmið er er enn til staðar en ég mun gera það í öðru hlutverki.“

Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands voru mótsleikir Daða fyrir Fylki alls 213 talsins. Hann mun þó áfram vera hluti af Fylkisfjölskyldunni eins og kemur fram í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×