Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2023 16:02 Jóhann Páll vill fá að vita hvort Jón Gunnarsson hafi í alvöru viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson hvort ekki gæti verið sniðugt að gera tilraun með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. „Hefur ráðherra viðrað þá hugmynd við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? Ef svo er, hefur ráðherra sett af stað vinnu í því skyni?“ Jóhann Páll óskar skriflegs svars. Einkasamtal en svo sem ekkert í trúnaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í hlaðvarpi Frosta Logasonar, Spjallið með Frosta Logasyni sem finna má á efnisveitunni Brotkast.is. Þeir Frosti og Kári ræddu um hugvíkkandi efni sem hafa verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu. Og Kári lét þess svo getið, í framhjáhlaupi, að það hafi nú verið svo að sjálfur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með þessi hugvíkkandi efni á til dæmis 30 föngum í íslenskum fangelsum? Kári segir þar að það hafi komið honum á óvart að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra tala um þennan möguleika. En hann vildi sjá hvort að þetta mundi ekki að einhverju leiti bæta líf þeirra og bæta þá sem samfélagsþegna? Þetta hafi Jón sagt í einkasamtali en Kári tók það fram að ráðherrann hafi ekkert sérstaklega beðið sig um að hafa þetta ekki eftir honum. Þórunni misboðið „Mér fannst þetta benda til þess að núverandi dómsmálaráðherra hefði opin huga gagnvart nýstárlegum aðferðum við að hlúa að fólki og mér finnst að því beri að fagna. Hann sagðist alls ekki ætla að gera þetta en hann sagði að sér fynndist þetta athyglisverð hugmynd,“ sagði Kári og bætti því við að hann teldi þetta til marks um að þessi umræða hafi farið víða og sé farin að hafa töluverð áhrif á samfélagið. Þórunni Sveinbjarnardóttur varð hreinlega misboðið þegar hún heyrði af þessum meintu hugmyndum dómsmálaráðherra. Hún tók málið upp á þingi og sagðist vona að þetta væri einhver dómadagsvitleysa en ef svo væri ekki þá væri slíkur ráðherra löngu farinn frá í öllum öðrum þeim löndum sem við berum okkur saman við.vísir/vilhelm Þessi frásögn Kára hefur vakið verulega athygli og nú vill Jóhann Páll fá að vita hvort þetta hafi raunverulega verið svona í pottinn búið? Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar fjallaði um málið í ræðu á þinginu nú síðdegis og henni var heitt í hamsi, henni var misboðið: „Ég vona að þetta sé rangt. Ég vona að hérna sé haft rangt eftir og þetta sé einhver dómadagsvitleysa. En ef svo er ekki er svo alvarlegt mál á ferðinni að í öllum öðrum löndum væri dómsmálaráðherra sem léti slík ummæli falla fyrir hádegi, búinn að segja af sér eftir hádegi,“ Þórunn sagði að ef rétt reynist verði hið háa alþingi að fara í saumana á þessu máli. Fangelsismál Hugvíkkandi efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Alþingi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
„Hefur ráðherra viðrað þá hugmynd við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? Ef svo er, hefur ráðherra sett af stað vinnu í því skyni?“ Jóhann Páll óskar skriflegs svars. Einkasamtal en svo sem ekkert í trúnaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í hlaðvarpi Frosta Logasonar, Spjallið með Frosta Logasyni sem finna má á efnisveitunni Brotkast.is. Þeir Frosti og Kári ræddu um hugvíkkandi efni sem hafa verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu. Og Kári lét þess svo getið, í framhjáhlaupi, að það hafi nú verið svo að sjálfur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með þessi hugvíkkandi efni á til dæmis 30 föngum í íslenskum fangelsum? Kári segir þar að það hafi komið honum á óvart að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra tala um þennan möguleika. En hann vildi sjá hvort að þetta mundi ekki að einhverju leiti bæta líf þeirra og bæta þá sem samfélagsþegna? Þetta hafi Jón sagt í einkasamtali en Kári tók það fram að ráðherrann hafi ekkert sérstaklega beðið sig um að hafa þetta ekki eftir honum. Þórunni misboðið „Mér fannst þetta benda til þess að núverandi dómsmálaráðherra hefði opin huga gagnvart nýstárlegum aðferðum við að hlúa að fólki og mér finnst að því beri að fagna. Hann sagðist alls ekki ætla að gera þetta en hann sagði að sér fynndist þetta athyglisverð hugmynd,“ sagði Kári og bætti því við að hann teldi þetta til marks um að þessi umræða hafi farið víða og sé farin að hafa töluverð áhrif á samfélagið. Þórunni Sveinbjarnardóttur varð hreinlega misboðið þegar hún heyrði af þessum meintu hugmyndum dómsmálaráðherra. Hún tók málið upp á þingi og sagðist vona að þetta væri einhver dómadagsvitleysa en ef svo væri ekki þá væri slíkur ráðherra löngu farinn frá í öllum öðrum þeim löndum sem við berum okkur saman við.vísir/vilhelm Þessi frásögn Kára hefur vakið verulega athygli og nú vill Jóhann Páll fá að vita hvort þetta hafi raunverulega verið svona í pottinn búið? Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar fjallaði um málið í ræðu á þinginu nú síðdegis og henni var heitt í hamsi, henni var misboðið: „Ég vona að þetta sé rangt. Ég vona að hérna sé haft rangt eftir og þetta sé einhver dómadagsvitleysa. En ef svo er ekki er svo alvarlegt mál á ferðinni að í öllum öðrum löndum væri dómsmálaráðherra sem léti slík ummæli falla fyrir hádegi, búinn að segja af sér eftir hádegi,“ Þórunn sagði að ef rétt reynist verði hið háa alþingi að fara í saumana á þessu máli.
Fangelsismál Hugvíkkandi efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Alþingi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira