Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2023 16:29 Reykjarmökkinn mátti sjá úr mikill fjarlægð. Aðsend Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. Lögreglan á Vestfjörðum segir að meiðsl þeirra hafi ekki reynst lífshættuleg. Eldurinn varð mjög mikill og var þjóðveginum við húsnæðið lokað vegna mikillar sprengihættu sem myndaðist, þar sem nokkrir gasfylltir gámar eru á svæðinu. Frá vettvangi upp úr hádegi.Aðsend Allt tiltækt slökkvilið í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi var kallað til vegna eldsins og þar að auki fóru sex slökkviliðsmenn á tveimur bílum frá Ísafirði. Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum aðstoðuðu einnig. „Slökkvistarfið í dag hefur verið krefjandi. En slökkviliðinu tókst að verja nærliggjandi byggingar og tanka. Því er nú að mestu lokið og ástandið orðið tryggt,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir að rannsóknarlögreglumaður sé kominn á vettvang til að rannsaka eldsvoðann og að Lögreglan á Vestfjörðum muni einnig njóta aðstoðar tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknina. Lögreglan segir ljóst að tjón ið sé mjög mikið. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish, sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í dag að húsnæðið ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Hér að neðan má sjá fleiri myndir af vettvangi. Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu.Aðsend Slökkviliðsmenn að störfum.Aðsend Mikill reykur var inni í húsinu.Aðsend Viðbúnaður slökkviliðs var eðlilega mikill.Aðsend Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum segir að meiðsl þeirra hafi ekki reynst lífshættuleg. Eldurinn varð mjög mikill og var þjóðveginum við húsnæðið lokað vegna mikillar sprengihættu sem myndaðist, þar sem nokkrir gasfylltir gámar eru á svæðinu. Frá vettvangi upp úr hádegi.Aðsend Allt tiltækt slökkvilið í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi var kallað til vegna eldsins og þar að auki fóru sex slökkviliðsmenn á tveimur bílum frá Ísafirði. Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum aðstoðuðu einnig. „Slökkvistarfið í dag hefur verið krefjandi. En slökkviliðinu tókst að verja nærliggjandi byggingar og tanka. Því er nú að mestu lokið og ástandið orðið tryggt,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir að rannsóknarlögreglumaður sé kominn á vettvang til að rannsaka eldsvoðann og að Lögreglan á Vestfjörðum muni einnig njóta aðstoðar tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknina. Lögreglan segir ljóst að tjón ið sé mjög mikið. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish, sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í dag að húsnæðið ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Hér að neðan má sjá fleiri myndir af vettvangi. Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu.Aðsend Slökkviliðsmenn að störfum.Aðsend Mikill reykur var inni í húsinu.Aðsend Viðbúnaður slökkviliðs var eðlilega mikill.Aðsend
Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47
Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28