„Ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus“ Máni Snær Þorláksson skrifar 24. febrúar 2023 11:38 Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu. Síðastliðinn miðvikudag gaf tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir út sitt annað sólólag. Laginu fylgir tónlistarmyndband sem leikstýrt er af Þóru Hilmarsdóttur. Nanna Bryndís er hvað þekktust fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem óhætt er að segja að hafi farið sigurför um heiminn. Núna er væntanleg sóló plata frá Nönnu en hún kemur út þann 5. maí næstkomandi. Á meðal laganna sem verða á plötunni er Crybaby sem kom út á miðvikudaginn. Lagið er samið í húsi Nönnu í sveitinni. Það ferðaðist síðan yfir hafið til New York, þar tók Nanna lagið upp í Long Pond hljóðverinu hjá Aaron Dessner. Nanna tók lagið svo aftur til Íslands þar sem hún lagði lokahönd á það. „Ég samdi lagið upp í sveit. Ég fór þangað til þess að vera ein og ég man að ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus yfir allskonar. Mér fannst það pínu dramatískt og fyndið svo ég kallaði lagið Crybaby til að hlæja smá af þessu öllu saman,“ er haft eftir Nönnu í tilkynningu. „Þetta setti tóninn fyrir mikið af plötunni, þetta með að reyna að taka sjálfa sig ekki of alvarlega þótt þér líði þannig.“ Sem fyrr segir er myndbandinu við lagið leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Í því má sjá Nönnu dansa eina undir diskókúlu í fámennri samkomu. „Hún virðist vera í sínum eigin heimi á meðan hún reynir að ná athygli og tengjast gestunum,“ segir í tilkynningunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nanna - Crybaby Greint var frá því í vikunni að Nanna kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Það verða þó ekki einu tónliekarnir hennar í ár því hún ætlar í tónleikaferðalag í Bandaríkjunum í sumar. Ástralska tónlistarkonan Indigo Sparke mun hita upp fyrir Nönnu á tónleikunum úti. Nánari upplýsingar má finna um tónleikana á vefsíðu Nönnu. Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Nanna Bryndís er hvað þekktust fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem óhætt er að segja að hafi farið sigurför um heiminn. Núna er væntanleg sóló plata frá Nönnu en hún kemur út þann 5. maí næstkomandi. Á meðal laganna sem verða á plötunni er Crybaby sem kom út á miðvikudaginn. Lagið er samið í húsi Nönnu í sveitinni. Það ferðaðist síðan yfir hafið til New York, þar tók Nanna lagið upp í Long Pond hljóðverinu hjá Aaron Dessner. Nanna tók lagið svo aftur til Íslands þar sem hún lagði lokahönd á það. „Ég samdi lagið upp í sveit. Ég fór þangað til þess að vera ein og ég man að ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus yfir allskonar. Mér fannst það pínu dramatískt og fyndið svo ég kallaði lagið Crybaby til að hlæja smá af þessu öllu saman,“ er haft eftir Nönnu í tilkynningu. „Þetta setti tóninn fyrir mikið af plötunni, þetta með að reyna að taka sjálfa sig ekki of alvarlega þótt þér líði þannig.“ Sem fyrr segir er myndbandinu við lagið leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Í því má sjá Nönnu dansa eina undir diskókúlu í fámennri samkomu. „Hún virðist vera í sínum eigin heimi á meðan hún reynir að ná athygli og tengjast gestunum,“ segir í tilkynningunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nanna - Crybaby Greint var frá því í vikunni að Nanna kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Það verða þó ekki einu tónliekarnir hennar í ár því hún ætlar í tónleikaferðalag í Bandaríkjunum í sumar. Ástralska tónlistarkonan Indigo Sparke mun hita upp fyrir Nönnu á tónleikunum úti. Nánari upplýsingar má finna um tónleikana á vefsíðu Nönnu.
Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira