Fyrstu Hlébarðarnir komnir til Úkraínu og Selenskí heitir sigri Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2023 11:49 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, við athöfn í Kænugarði í morgun. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hét því í morgun að Úkraína myndi bera sigur úr býtum gegn Rússum. Þetta sagði hann í ávarpi er hann markaði það að ár er liðið frá því innrás Rússa hófst en Selenskí sagði þetta ár vera ár sársauka, sorgar, trúar og samstöðu. Mateusz Morawieck, forsætisráðherra Póllands, er staddur í Kænugarði en þar tilkynnti hann að fyrstu Leopard 2 skriðdrekarnir væru komnir til Úkraínu. Þetta eru fyrstu vestrænu skriðdrekarnir sem berast til Úkraínu en verið er að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra í nokkrum ríkjum Evrópu. Hlébarðarnir eru framleiddir í Þýskalandi og Úkraínumenn eiga von á umtalsverðu magni af þeim á komandi vikum og mánuðum. Bakhjarlar Úkraínu hafa þó verið sakaðir um hægagang varðandi skriðdrekasendingar síðan Þjóðverjar heimiluðu þær. Pólverjar hafa heitið Úkraínumönnum minnst fjórtán skriðdreka en búið er að afhenda fjóra. Þurftu að berjast fyrir hverjum degi Selenskí sagði í ávarpi sínu í morgun að úkraínska þjóðin hefði sýnt sig og sannað á undanförnu ári. „Við lifðum fyrsta dag stríðsins af. Við vissum ekki hvað annar dagurinn bæri í skauti sér en við skildum vel að við þyrftum að berast fyrir hverjum morgundegi og við börðumst,“ sagði Selenskí. „Við erum orðin ein fjölskylda. Það eru engir ókunnugir meðal okkar,“ sagði Selenskí. „Úkraínumenn hafa skýlt Úkraínumönnum, opnað heimili sín og hjörtu gagnvart þeim sem hafa þurft að flýja þetta stríð.“ Hann sagði að úkraínska þjóðin hefði þurft að þola margt á undanförnu ári. Stórskotaliðsárásir, klasasprengjur, stýriflaugar, sjálfsprengidróna, rafmagnsleysi og kulda. Það hefði ekki dugað til að brjóta Úkraínumenn á bak aftur og að þeir myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að sigra Rússa á þessu ári. On February 24, millions of us made a choice. Not a white flag, but the blue and yellow one. Not fleeing, but facing. Resisting & fighting. It was a year of pain, sorrow, faith, and unity. And this year, we remained invincible. We know that 2023 will be the year of our victory! pic.twitter.com/oInWvssjOI— (@ZelenskyyUa) February 24, 2023 Hart barist í austri Þó ár sé liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hafa úkraínskir hermenn og rússneskir barist í austurhluta landsins frá árinu 2014, þegar aðskilnaðarsinnar í Dónetsk og Lúhansk lýstu yfir sjálfstæði og með aðstoð Rússa börðust gegn úkraínska hernum. Enn er barist í þessum tveimur héruðum, sem saman mynda Donbas svæðið svokallaða. Rússar hafa staðið í umfangsmiklum árásum þar en án mikils árangurs hingað til. Sérfræðingar búast við því að Úkraínumenn ætli sér gagnárásir gegn Rússum þegar vorið nálgast og að þeir muni meðal annars notast við nýjar hersveitir sem notast munu við vestræna bryn- og skriðdreka. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Tengdar fréttir Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. 24. febrúar 2023 10:48 „Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ 24. febrúar 2023 08:31 Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. 23. febrúar 2023 19:53 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira
Mateusz Morawieck, forsætisráðherra Póllands, er staddur í Kænugarði en þar tilkynnti hann að fyrstu Leopard 2 skriðdrekarnir væru komnir til Úkraínu. Þetta eru fyrstu vestrænu skriðdrekarnir sem berast til Úkraínu en verið er að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra í nokkrum ríkjum Evrópu. Hlébarðarnir eru framleiddir í Þýskalandi og Úkraínumenn eiga von á umtalsverðu magni af þeim á komandi vikum og mánuðum. Bakhjarlar Úkraínu hafa þó verið sakaðir um hægagang varðandi skriðdrekasendingar síðan Þjóðverjar heimiluðu þær. Pólverjar hafa heitið Úkraínumönnum minnst fjórtán skriðdreka en búið er að afhenda fjóra. Þurftu að berjast fyrir hverjum degi Selenskí sagði í ávarpi sínu í morgun að úkraínska þjóðin hefði sýnt sig og sannað á undanförnu ári. „Við lifðum fyrsta dag stríðsins af. Við vissum ekki hvað annar dagurinn bæri í skauti sér en við skildum vel að við þyrftum að berast fyrir hverjum morgundegi og við börðumst,“ sagði Selenskí. „Við erum orðin ein fjölskylda. Það eru engir ókunnugir meðal okkar,“ sagði Selenskí. „Úkraínumenn hafa skýlt Úkraínumönnum, opnað heimili sín og hjörtu gagnvart þeim sem hafa þurft að flýja þetta stríð.“ Hann sagði að úkraínska þjóðin hefði þurft að þola margt á undanförnu ári. Stórskotaliðsárásir, klasasprengjur, stýriflaugar, sjálfsprengidróna, rafmagnsleysi og kulda. Það hefði ekki dugað til að brjóta Úkraínumenn á bak aftur og að þeir myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að sigra Rússa á þessu ári. On February 24, millions of us made a choice. Not a white flag, but the blue and yellow one. Not fleeing, but facing. Resisting & fighting. It was a year of pain, sorrow, faith, and unity. And this year, we remained invincible. We know that 2023 will be the year of our victory! pic.twitter.com/oInWvssjOI— (@ZelenskyyUa) February 24, 2023 Hart barist í austri Þó ár sé liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hafa úkraínskir hermenn og rússneskir barist í austurhluta landsins frá árinu 2014, þegar aðskilnaðarsinnar í Dónetsk og Lúhansk lýstu yfir sjálfstæði og með aðstoð Rússa börðust gegn úkraínska hernum. Enn er barist í þessum tveimur héruðum, sem saman mynda Donbas svæðið svokallaða. Rússar hafa staðið í umfangsmiklum árásum þar en án mikils árangurs hingað til. Sérfræðingar búast við því að Úkraínumenn ætli sér gagnárásir gegn Rússum þegar vorið nálgast og að þeir muni meðal annars notast við nýjar hersveitir sem notast munu við vestræna bryn- og skriðdreka.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Tengdar fréttir Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. 24. febrúar 2023 10:48 „Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ 24. febrúar 2023 08:31 Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. 23. febrúar 2023 19:53 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira
Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. 24. febrúar 2023 10:48
„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ 24. febrúar 2023 08:31
Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. 23. febrúar 2023 19:53