Meðalbiðtími eftir afplánun rúm tvö ár Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2023 14:10 Þorbjörg Sigríður segir biðtíma eftir afplánun ævintýralega langan, miklu lengri en hún hefði getað ímyndað sér. Á því ófremdarástandinu hljóti Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin að bera. Vísir/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir algert ófremdarástand blasa við í fangelsismálum landsins og á því hljóti ráðherra og ríkisstjórn að bera ábyrgð. Þorbjörgu Sigríði barst í gær svar frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn sinni. Þar kemur meðal annars fram að dæmdir menn biðu í meðaltali 2,2 ár frá því þeir voru dæmdir í fangelsi þar til afplánun hófst. Þar kemur jafnframt fram að 279 karlmenn og 38 konur bíði þess að afplána dóma = 317 einstaklingar bíða þess að kallið komi og þeir settir bak við lás og slá. Ævintýralega langur tími í bið eftir afplánun „Mér finnst þessi staða með ólíkindum. Þetta er ævintýralega langur tími,“ segir Þorbjörg Sigríður í samtali við Vísi. Hún bendir á að menn skyldu átta sig á að hér er verið að tala um 2,2 ár en ekki mánuði. „Þessi biðtími er langtum lengri en ég bjóst við og langt umfram það sem má teljast boðlegt. Óboðleg staða með tilliti til tilgangs fangelsisdóma, að teknu tilliti til samfélagslegra hagsmuna og réttinda sakborninga,“ segir þingmaðurinn. Í svari og fyrirspurn kemur einnig fram að Fangelsismálastofnun hefur fengið á sig niðurskurðarkröfu á hverju ári, allt aftur til 2008. Fjallað hefur verið með reglubundnum hætti um þessa stöðu á Vísi að í sumum tilfella hafi dómar hreinlega verið felldir niður, þeir hafa fyrnst. Þorbjörg Sigríður segir þetta sýna svart á hvítu að það ríki fullkomið metnaðarleysi í þessum málaflokki. Ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar blasi við Sem kann í hugum einhverra að skjóta skökku við því ráðamenn í þessum efnum eru oftar en ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hafa í gegnum tíðina verið tíðrætt um hlutverk ríkisins í að gæta laga og réttar. Má ekki heita sérstakt að þeir séu þá þessir villuráfandi sauðir þegar til kastanna kemur? „Jú. Þetta eru grundvallarmál sem varðar öryggi borgaranna og mannréttindi sakborninga. Það er helst á þér að heyra að þetta snúist ekki einungis um fjármögnun heldur einnig skorti á stefnu; og þá áherslur hvað varðar betrun/refsingu? „Fjármögnunin er stór breyta, eins og sést á stöðugum niðurskurði um margra ára skeið. Hún er svo mikil að hún heggur alvarlega í stoðir Fangelsismálastofnunar. Hér eru dæmdir menn að bíða afplánunar árum saman. Það speglar fullkomið stefnuleysi í málaflokknum. Og á þeirri stöðu ber ráðherra og ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Þorbjörg Sigríður. Alþingi Fangelsismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Þorbjörgu Sigríði barst í gær svar frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn sinni. Þar kemur meðal annars fram að dæmdir menn biðu í meðaltali 2,2 ár frá því þeir voru dæmdir í fangelsi þar til afplánun hófst. Þar kemur jafnframt fram að 279 karlmenn og 38 konur bíði þess að afplána dóma = 317 einstaklingar bíða þess að kallið komi og þeir settir bak við lás og slá. Ævintýralega langur tími í bið eftir afplánun „Mér finnst þessi staða með ólíkindum. Þetta er ævintýralega langur tími,“ segir Þorbjörg Sigríður í samtali við Vísi. Hún bendir á að menn skyldu átta sig á að hér er verið að tala um 2,2 ár en ekki mánuði. „Þessi biðtími er langtum lengri en ég bjóst við og langt umfram það sem má teljast boðlegt. Óboðleg staða með tilliti til tilgangs fangelsisdóma, að teknu tilliti til samfélagslegra hagsmuna og réttinda sakborninga,“ segir þingmaðurinn. Í svari og fyrirspurn kemur einnig fram að Fangelsismálastofnun hefur fengið á sig niðurskurðarkröfu á hverju ári, allt aftur til 2008. Fjallað hefur verið með reglubundnum hætti um þessa stöðu á Vísi að í sumum tilfella hafi dómar hreinlega verið felldir niður, þeir hafa fyrnst. Þorbjörg Sigríður segir þetta sýna svart á hvítu að það ríki fullkomið metnaðarleysi í þessum málaflokki. Ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar blasi við Sem kann í hugum einhverra að skjóta skökku við því ráðamenn í þessum efnum eru oftar en ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hafa í gegnum tíðina verið tíðrætt um hlutverk ríkisins í að gæta laga og réttar. Má ekki heita sérstakt að þeir séu þá þessir villuráfandi sauðir þegar til kastanna kemur? „Jú. Þetta eru grundvallarmál sem varðar öryggi borgaranna og mannréttindi sakborninga. Það er helst á þér að heyra að þetta snúist ekki einungis um fjármögnun heldur einnig skorti á stefnu; og þá áherslur hvað varðar betrun/refsingu? „Fjármögnunin er stór breyta, eins og sést á stöðugum niðurskurði um margra ára skeið. Hún er svo mikil að hún heggur alvarlega í stoðir Fangelsismálastofnunar. Hér eru dæmdir menn að bíða afplánunar árum saman. Það speglar fullkomið stefnuleysi í málaflokknum. Og á þeirri stöðu ber ráðherra og ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Alþingi Fangelsismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira