„Hann er bara kaup ársins“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 16:00 Bergur Elí Rúnarsson á flugi inn úr hægra horninu í sigrinum gegn PAUC. Hann nýtti öll sex skot sín í leiknum. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda. Bergur Elí er vissulega á eftir Finni Inga Stefánssyni í goggunarröðinni, sem hægri hornamaður hjá Valsmönnum, en hefur staðið sig vel og átti stórleik þegar Valur vann franska liðið PAUC á þriðjudaginn og kom sér í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Bergur Elí skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum. Eftir að leik lauk ljóstruðu sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport því upp að djammskilaboð frá Agnari Smára Jónssyni, öðrum lærisveini Snorra hjá Val, hefðu lagt grunninn að komu Bergs á Hlíðarenda. 30. ára afmæli @arnardadi (Sérfræðingsins) gerðust hlutirnir, hér er sú umtalaða!!! @StorivondiBerg (EuroBelli) pic.twitter.com/bGLsuLjuqE— Agnar Smári Jónsson (@agnarblackpool) February 23, 2023 En Snorri hafði allan tímann trú á því að Bergur Elí gæti reynst Val vel: „Já, já. Ég hefði ekkert hringt í hann öðruvísi. En það er ekkert leyndarmál að við vorum í vandræðum þarna. Þorgeir Bjarki fór í Gróttu og það voru einhverjir sem sögðu bara nei við okkur, og vildu ekki koma í Val. En svo datt þessi upp í hendurnar á mér og hann er bara kaup ársins. Það er bara þannig,“ sagði Snorri Steinn léttur í bragði í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar í dag. Hann var einnig spurður út í sinn gamla samherja úr landsliðinu, Björgvin Pál Gústavsson, og hvort að mögnuð frammistaða hans gegn PAUC væri mögulega hans besta á öllum ferlinum: „Úff. Hann er búinn að vera svo lengi að svo ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Snorri og bætti við: „Ég spilaði vissulega lengi með honum en þessi frammistaða var sturluð. Það er erfitt að tala um þetta öðruvísi. Hann er með svo margt annað líka en það að verja boltann. Algjör lykilmaður í okkar sóknarleik. Það er svo sem ekki að ástæðulausu að ég fór á stúfana á sínum tíma og lokkaði hann í Val.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en viðtalið við Snorra hefst eftir um fimmtíu mínútur. Olís-deild karla Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30 Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Bergur Elí er vissulega á eftir Finni Inga Stefánssyni í goggunarröðinni, sem hægri hornamaður hjá Valsmönnum, en hefur staðið sig vel og átti stórleik þegar Valur vann franska liðið PAUC á þriðjudaginn og kom sér í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Bergur Elí skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum. Eftir að leik lauk ljóstruðu sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport því upp að djammskilaboð frá Agnari Smára Jónssyni, öðrum lærisveini Snorra hjá Val, hefðu lagt grunninn að komu Bergs á Hlíðarenda. 30. ára afmæli @arnardadi (Sérfræðingsins) gerðust hlutirnir, hér er sú umtalaða!!! @StorivondiBerg (EuroBelli) pic.twitter.com/bGLsuLjuqE— Agnar Smári Jónsson (@agnarblackpool) February 23, 2023 En Snorri hafði allan tímann trú á því að Bergur Elí gæti reynst Val vel: „Já, já. Ég hefði ekkert hringt í hann öðruvísi. En það er ekkert leyndarmál að við vorum í vandræðum þarna. Þorgeir Bjarki fór í Gróttu og það voru einhverjir sem sögðu bara nei við okkur, og vildu ekki koma í Val. En svo datt þessi upp í hendurnar á mér og hann er bara kaup ársins. Það er bara þannig,“ sagði Snorri Steinn léttur í bragði í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar í dag. Hann var einnig spurður út í sinn gamla samherja úr landsliðinu, Björgvin Pál Gústavsson, og hvort að mögnuð frammistaða hans gegn PAUC væri mögulega hans besta á öllum ferlinum: „Úff. Hann er búinn að vera svo lengi að svo ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Snorri og bætti við: „Ég spilaði vissulega lengi með honum en þessi frammistaða var sturluð. Það er erfitt að tala um þetta öðruvísi. Hann er með svo margt annað líka en það að verja boltann. Algjör lykilmaður í okkar sóknarleik. Það er svo sem ekki að ástæðulausu að ég fór á stúfana á sínum tíma og lokkaði hann í Val.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en viðtalið við Snorra hefst eftir um fimmtíu mínútur.
Olís-deild karla Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30 Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30
Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31
Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53