Stórhættulegt og beinlínis ólöglegt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 18:37 Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs. Vísir/Vilhelm Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs segist hafa séð fleiri dæmi um að fólk dæli þúsundum lítra af eldsneyti á opna plasttanka. Hann biður fólk að hætta því hið snarasta enda athæfið bæði stórhættulegt og beinlínis ólöglegt. Myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýndi vörubílstjóra sem hafði dælt þúsundum lítra af eldsneyti á plasttanka. Myndbandinu hefur nú verið eytt en mbl.is greinir frá því að um hafi verið að ræða tólf þúsund lítra af eldsneyti, að andvirði tæpra fjögurra milljóna króna. Þórður segir málið ekki einsdæmi. „Við getum ekkert gert í þessu í raun og veru. Við erum ekki lögaðili í landinu. Í raun og veru er það eina sem við getum gert er að benda fólki á að þetta sé ólöglegt og biðja það að gera það ekki. Lögreglan er búin að sjá þessi vídeó eins og við og það er þá bara í þeirra höndum að bregðast við.“ Sex til átta þúsund lítrar á opnum palli Þórður segir að ólöglegt sé að keyra með meira en 900 lítra af eldsneyti, jafnvel minna, en það fari eftir tegundum eldsneytisins. Sé farið yfir hámarkið þurfi sérhæfðan búnað og tilskilin leyfi til flutningsins. Hann kveðst hafa fengið myndbönd send þar sem vörubílstjórar keyri jafnvel með sex til átta þúsund lítra af eldsneyti á opnum palli. „Þetta er svakalegt og það er greinilegt að fólk er ekki að átta sig á hættunni á því að flytja eldsneyti. Og er það miður.“ „Nóg af eldsneyti þarna úti“ Hann segir að takmörk séu fyrir fjárhæðunum sem hægt sé að setja á debet og kreditkort í sjálfsafgreiðslu. Menn geti hins vegar alveg straujað kortið aftur og aftur, standi vilji til. „Ég hvet fólk til þess að vera ekki að gera þetta; setja eldsneyti á einhver ílát og tanka og tól sem það er ekki vant að gera. Dísilolía er hættuleg, bensín er enn hættulegra þannig að ég biðla til fólks að vera ekki að gera þetta. Það er nóg af eldsneyti þarna úti, þetta er ekki þess virði,“ segir Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bensín og olía Tengdar fréttir „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýndi vörubílstjóra sem hafði dælt þúsundum lítra af eldsneyti á plasttanka. Myndbandinu hefur nú verið eytt en mbl.is greinir frá því að um hafi verið að ræða tólf þúsund lítra af eldsneyti, að andvirði tæpra fjögurra milljóna króna. Þórður segir málið ekki einsdæmi. „Við getum ekkert gert í þessu í raun og veru. Við erum ekki lögaðili í landinu. Í raun og veru er það eina sem við getum gert er að benda fólki á að þetta sé ólöglegt og biðja það að gera það ekki. Lögreglan er búin að sjá þessi vídeó eins og við og það er þá bara í þeirra höndum að bregðast við.“ Sex til átta þúsund lítrar á opnum palli Þórður segir að ólöglegt sé að keyra með meira en 900 lítra af eldsneyti, jafnvel minna, en það fari eftir tegundum eldsneytisins. Sé farið yfir hámarkið þurfi sérhæfðan búnað og tilskilin leyfi til flutningsins. Hann kveðst hafa fengið myndbönd send þar sem vörubílstjórar keyri jafnvel með sex til átta þúsund lítra af eldsneyti á opnum palli. „Þetta er svakalegt og það er greinilegt að fólk er ekki að átta sig á hættunni á því að flytja eldsneyti. Og er það miður.“ „Nóg af eldsneyti þarna úti“ Hann segir að takmörk séu fyrir fjárhæðunum sem hægt sé að setja á debet og kreditkort í sjálfsafgreiðslu. Menn geti hins vegar alveg straujað kortið aftur og aftur, standi vilji til. „Ég hvet fólk til þess að vera ekki að gera þetta; setja eldsneyti á einhver ílát og tanka og tól sem það er ekki vant að gera. Dísilolía er hættuleg, bensín er enn hættulegra þannig að ég biðla til fólks að vera ekki að gera þetta. Það er nóg af eldsneyti þarna úti, þetta er ekki þess virði,“ segir Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bensín og olía Tengdar fréttir „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01