Vilja ekki að KSÍ bíði eftir að UEFA taki löngu tímabær skref Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 22:30 Valur varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði á morgun og eru áhugaverðar tillögur sem verða ræddar á þinginu. Tillaga sem snýr að karla- og kvennaliðum er meðal þeirra sem vakið hafa athygli en bæði stjórn KSÍ sem og Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna leggjast gegn tillögunni. Ársþing KSÍ á Ísafirði á morgun er 77. ársþing sambandsins og ein tillagan sem þar verður kosið um snýr að breytingu á leyfiskerfi sambandsins sem hljóðar þannig að lið í Bestu deild karla verða að vera með meistaraflokkslið sem keppir á Íslandsmóti kvenna. Breytingin var samþykkt af stjórn KSÍ í nóvember á síðasta ári og mun taka gildi að fullu árið 2024. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), hagsmunasamtök félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna, hafa hins vegar lagt fram tillögu til samþykktar á ársþinginu þar sem segir að leyfisreglugerð KSÍ skuli aldrei ganga lengra en leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) gerir hverju sinni. Hægt er að lesa tillöguna í heild sinni á heimasíðu KSÍ. Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. Meðal þess séu kröfur um menntun þjálfara í yngri flokkum sem og í efstu deild kvenna. Nú hefur stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna einnig lagst gegn tillögunni. Á Facebooksíðu samtakanna er sagt að stjórn HKK taki í sama streng og KSÍ og teji að með tillögunni sé alltof langt gengið í að hindra framþróun íslenskrar knattspyrnuhreyfingar. „Við teljum ekki rétt að reglugerðir UEFA, sem stendur aftar KSÍ í jafnrétti, eigi að stýra vegferð íslenskrar knattspyrnuhreyfingar í átt að auknu jafnrétti. Við teljum að með því að samþykkja þessa ályktun þá séum við ekki einungis að minnka sjálfstæði íslenskrar knattspyrnu heldur einnig setja óþarfa hindrun fyrir framþróun og eflingu knattspyrnu kvenna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu á Facebooksíðu samtakanna. „KSÍ og knattspyrnuhreyfingin á að vera leiðandi í breytingum í átt að auknu jafnrétti og eflingu knattspyrnu kvenna en ekki bíða eftir að UEFA taki löngu tímabær skref í átt að auknu jafnrétti.“ KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Ársþing KSÍ á Ísafirði á morgun er 77. ársþing sambandsins og ein tillagan sem þar verður kosið um snýr að breytingu á leyfiskerfi sambandsins sem hljóðar þannig að lið í Bestu deild karla verða að vera með meistaraflokkslið sem keppir á Íslandsmóti kvenna. Breytingin var samþykkt af stjórn KSÍ í nóvember á síðasta ári og mun taka gildi að fullu árið 2024. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), hagsmunasamtök félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna, hafa hins vegar lagt fram tillögu til samþykktar á ársþinginu þar sem segir að leyfisreglugerð KSÍ skuli aldrei ganga lengra en leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) gerir hverju sinni. Hægt er að lesa tillöguna í heild sinni á heimasíðu KSÍ. Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. Meðal þess séu kröfur um menntun þjálfara í yngri flokkum sem og í efstu deild kvenna. Nú hefur stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna einnig lagst gegn tillögunni. Á Facebooksíðu samtakanna er sagt að stjórn HKK taki í sama streng og KSÍ og teji að með tillögunni sé alltof langt gengið í að hindra framþróun íslenskrar knattspyrnuhreyfingar. „Við teljum ekki rétt að reglugerðir UEFA, sem stendur aftar KSÍ í jafnrétti, eigi að stýra vegferð íslenskrar knattspyrnuhreyfingar í átt að auknu jafnrétti. Við teljum að með því að samþykkja þessa ályktun þá séum við ekki einungis að minnka sjálfstæði íslenskrar knattspyrnu heldur einnig setja óþarfa hindrun fyrir framþróun og eflingu knattspyrnu kvenna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu á Facebooksíðu samtakanna. „KSÍ og knattspyrnuhreyfingin á að vera leiðandi í breytingum í átt að auknu jafnrétti og eflingu knattspyrnu kvenna en ekki bíða eftir að UEFA taki löngu tímabær skref í átt að auknu jafnrétti.“
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira