Kvartað vegna of mikils hávaða í áhorfendum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 11:00 Það eru læti á leikjum Leksand í sænsku íshokkídeildinni. Vísir/Getty Flestir sem hafa farið á íþróttaleiki vita að oft getur stemmningin verið mikil á pöllunum. Einn stuðningsmaður íshokkíliðsins Leksands IF í Svíþjóð finnst þó nóg um og hefur lagt fram formlega kvörtun vegna of mikils hávaða á leikjum liðsins. Leksand er sögufrægt lið í sænsku íshokkí en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Stemmningin á heimaleikjum liðsins er mikil og góð en of mikil að mati eins stuðningsmanns sem hefur lagt fram formlega kvörtun til umhverfissviðs Leksandbæjar vegna of mikils hávaða. Kvörtunin barst frá áhorfanda sem heimsótti Tegera Arena í Leksand og eftirlitsmaður umhverfissviðs hjá bæjaryfirvöldum í Leksand hefur komið kvörtuninni áleiðis til forsvarsmanna Leksands IF. „Umhverfissviðið fékk kvörtun vegna of mikils hávaða á íshokkíleikjunum. Sérstaklega er tekið fram að mikill hávaði sé frá trommu sem er truflandi til langs tíma. Þetta hefur orsakað vandamál hjá gestum þó svo að eyrnatappar séu notaðir,“ segir í tölvupósti sem sendur var frá umhverfisdeild Leksandbæjar til forráðamanna Leksands IF. Jafnframt er tekið fram í bréfinu að skipuleggjendur leikjanna þurfi að gera athugun til að ganga úr skugga um að heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu. „Þurfum kannski að kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur“ „Ég hef bara skoðað tölvupóstinn eldsnöggt og ég vinn sjálfur hjá hinu opinbera og skil að embættismenn þurfi að vinna samkvæmt reglugerðum, þannig virka hlutirnir hjá bæjarfélögum,“ segir Niklas Sjökvist, formaður stuðningsmannaklúbbs Leksands IF. Sjökvist hefur þó áhyggjur af hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna kvartana sem þessarar. „Það er hægt að sjá broslegu hliðina á þessu en afleiðingarnar fyrir allar fjöldasamkomur gætu orðið miklar.“ Stuðningsmenn Leksands IF segja að ekki standi til að minnka lætin eða öskra lægra. „Það er sjaldan sem ég verð svona undrandi en nú er ég það. Mér finnst að maður þurfi að vera meðvitaðri um hvers konar samkomu maður er að fara á. Ef maður velur að vera í stæði þá eru kannski meiri læti þar en ef maður situr hinu megin í stúkunni,“ en í stæðunum eru yfirleitt heitustu stuðningsmenn liðanna og mestu lætin. „Við höfum sagt okkar á milli að við þurfum kannski að safna peningum og kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur sem finnst lætin í stuðningsmönnum vera of mikil.“ Íshokkí Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Leksand er sögufrægt lið í sænsku íshokkí en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Stemmningin á heimaleikjum liðsins er mikil og góð en of mikil að mati eins stuðningsmanns sem hefur lagt fram formlega kvörtun til umhverfissviðs Leksandbæjar vegna of mikils hávaða. Kvörtunin barst frá áhorfanda sem heimsótti Tegera Arena í Leksand og eftirlitsmaður umhverfissviðs hjá bæjaryfirvöldum í Leksand hefur komið kvörtuninni áleiðis til forsvarsmanna Leksands IF. „Umhverfissviðið fékk kvörtun vegna of mikils hávaða á íshokkíleikjunum. Sérstaklega er tekið fram að mikill hávaði sé frá trommu sem er truflandi til langs tíma. Þetta hefur orsakað vandamál hjá gestum þó svo að eyrnatappar séu notaðir,“ segir í tölvupósti sem sendur var frá umhverfisdeild Leksandbæjar til forráðamanna Leksands IF. Jafnframt er tekið fram í bréfinu að skipuleggjendur leikjanna þurfi að gera athugun til að ganga úr skugga um að heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu. „Þurfum kannski að kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur“ „Ég hef bara skoðað tölvupóstinn eldsnöggt og ég vinn sjálfur hjá hinu opinbera og skil að embættismenn þurfi að vinna samkvæmt reglugerðum, þannig virka hlutirnir hjá bæjarfélögum,“ segir Niklas Sjökvist, formaður stuðningsmannaklúbbs Leksands IF. Sjökvist hefur þó áhyggjur af hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna kvartana sem þessarar. „Það er hægt að sjá broslegu hliðina á þessu en afleiðingarnar fyrir allar fjöldasamkomur gætu orðið miklar.“ Stuðningsmenn Leksands IF segja að ekki standi til að minnka lætin eða öskra lægra. „Það er sjaldan sem ég verð svona undrandi en nú er ég það. Mér finnst að maður þurfi að vera meðvitaðri um hvers konar samkomu maður er að fara á. Ef maður velur að vera í stæði þá eru kannski meiri læti þar en ef maður situr hinu megin í stúkunni,“ en í stæðunum eru yfirleitt heitustu stuðningsmenn liðanna og mestu lætin. „Við höfum sagt okkar á milli að við þurfum kannski að safna peningum og kaupa heyrnarhlífar fyrir áhorfendur sem finnst lætin í stuðningsmönnum vera of mikil.“
Íshokkí Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira