
Íshokkí

„Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“
Skautafélag Reykjavíkur sakar Fjölni um að „kæra sig inn í úrslit“ Topp-deildar karla í íshokkí og ætlar að svara fyrir með því að kæra úrslit leikja hjá Fjölnismönnum sem „kasti steinum úr glerhúsi“.

Lýsandi fékk pökk í andlitið
Íshokkí er íþrótt mikilla átaka og ekki einu sinni sjónvarpsmenn eru óhultir eins og lýsandinn Rob Ray fékk að kenna á um helgina. Hann fékk nefnilega pökk í andlitið.

Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum
Ekki er ofsögum sagt að mikið hafi gengið á í leik karlaliða Kanada og Bandaríkjanna í 4 Nations Face-Off keppninni í íshokkí í fyrradag. Þrívegis brutust út slagsmál á fyrstu níu sekúndum leiksins.

Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn
Nýtt glæsilegt heimsmet var sett í árlegum bangsaleik bandaríska íshokkíliðsins Hershey Bears.

Dómarinn fluttur í burtu á börum
Dómari í bandaríska íshokkíinu slasaðist illa í leik í NHL-deildinni í vikunni.

Dæmdir í kyrrþey og fá ekki að segja sína hlið
Varaformaður Skautafélags Reykjavíkur gagnrýnir Íshokkísamband Íslands harðlega í ljósi mála sem hafa skekið sambandið að undanförnu. Friður fáist ekki í hreyfinguna fyrr en þau verði leidd til lykta og til þess þurfi utanaðkomandi aðila.

ÍHÍ sé ekki rasískt: „Getum ekki gengið út fyrir eðlilegan lagaramma“
Framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands vísar ásökunum um rasisma innan sambandsins alfarið á bug. Töluvert hefur gustað um sambandið síðustu daga.

Fyrrverandi kærasti myrti Puhakka
Samkvæmt upplýsingum frá finnsku lögreglunni hefur fyrrverandi kærasti Jannes Puhakka játað að hafa myrt hann. Puhakka, sem var fyrsti leikmaðurinn í efstu deild í íshokkí í Finnlandi til að koma út úr skápnum, var skotinn til bana í Espoo á sunnudaginn. Hann var 29 ára þegar hann lést.

Fyrsti finnski íshokkíleikmaðurinn sem kom út úr skápnum myrtur
Janne Puhakka, fyrsti leikmaðurinn í finnsku íshokkídeildinni sem kom út úr skápnum, var skotinn til bana í gær. Hann var 29 ára. Sá grunaði er Norðmaður á sjötugsaldri.

„Get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma“
Alexandra Hafsteinsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Íshokkísambandi Íslands og segist ekki geta tilheyrt sambandi sem ekki taki harðar á kynþáttaníði líkt og því sem átt hafi sér stað á Akureyri í síðasta mánuði.

Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra
Íshokkíleikmaðurinn Johnny Gaudreau lést á dögunum ásamt yngri bróður sínum þegar fullur maður keyrði á þá í hjólatúr. Johnny var stjörnuleikmaður í NHL-deildinni.

NHL stjarna og bróðir hans létust daginn fyrir brúðkaup systur þeirra
NHL leikmaðurinn Johnny Gaudreau lést ásamt yngri bróður sinum þegar keyrt var á þá í Salem County í New Jersey fylki á fimmtudaginn.

Þvinguðu leikmann til að klippa hár sitt
Íshokkímaðurinn Anthony Duclair var að skipta um lið í NHL-deildinni en það þýddi líka stóra fórn hjá honum.

Söguleg endurkoma í kortunum
Úrslitaleikur NHL-deildarinnar fer fram í nótt þegar Florida Panthers og Edmonton Oilers mætast á heimavelli Panthers, Amerant Bank Arena.

Oddaleikur um Stanley bikarinn í ár
Florida Panthers mistókst í nótt að tryggja sér NHL titilinn í þriðja leiknum í röð. Það verður því hreinn úrslitaleikur um Stanley bikarinn í næsta leik.

Sá markahæsti dæmdur í sex mánaða bann klukkutíma fyrir leik
Leikmenn og þjálfarar NHL-liðsins Colorado Avalanche fengu að vita það klukkutíma fyrir leik í úrslitakeppninni um Stanley bikarinn að markahæsti leikmaður liðsins og í raun allrar úrslitakeppninnar yrði ekki með liðinu. Ekki bara í leik gærkvöldsins heldur öllum leikjum liðsins næsta hálfa árið.

Allir reknir af velli eftir hópslagsmál í upphafi leiks
Ótrúlegt atvik átti sér stað í upphafi leiks nágrannaliðanna New York Rangers og New Jersey Devils í NHL-deildinni í íshokkí á dögunum. Um leið og leikurinn var flautaður á brutust út hópslagsmál milli þeirra tíu leikmanna sem voru inn á og voru allir reknir af velli.

SR varði Íslandsmeistaratitilinn
Skautafélag Reykjavíkur, SR, varð í gær, fimmtudag, Íslandsmeistari í íshokkí karla annað árið í röð. Þurfti oddaleik til að útkljá Íslandsmeistaratitilinn að þessu sinni.

Ástmaður næstbestu tenniskonu heims látinn
Fyrrum leikmaður í NHL-deildinni í íshokkí og kærasti tennisstjörnunnar Arynu Sabalenka er allur.

Dagskráin í dag: Liverpool í Prag, Kristian mætir Villa og mikið í húfi í Subway-deildinni
Það er svo sannarlega spennandi kvöld í vændum á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem á dagskrá eru hörkuleikir í Subway-deild karla í körfubolta og Evrópudeildinni í fótbolta, ásamt fleira efni.

Fjölnir Íslandsmeistari í íshokkí í fyrsta skipti
Fjölnir varð um helgina Íslandsmeistari kvenna í íshokkí í fyrsta skipti í sögunni.

Dómarinn tók upp nefið hans af vellinum
Íshokkíleikmaðurinn Christian Wejse missti bókstaflega nefið sitt í leik á dögunum þegar hann fékk slæmt högg.

Létu höggin dynja hvor á öðrum: „Ég elska þetta“
Matt Rempe, framherji New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí, lenti upp á kant við Nicolas Deslauriers þegar Rangers mætti Philadelphia Flyers um liðna helgi. Fór það svo að báðir grýttu hönskum sínum á ísinn og létu höggin tala frekar en að nota orðin sín og leysa þannig þann ágreining sem átti sér stað.

Loksins ákærðir fyrir kynferðisbrot sem reynt var að hylma yfir
Lögreglan í kanadísku borginni London, í Ontariofylki, hefur beðist afsökunar á því hve langan tíma tók að ákæra fimm íshokkímenn sem grunaðir eru um kynferðisbrot í júní 2018.

Stelpurnar grátandi og hlæjandi en hún alveg stjörf
Alexandra Hafsteinsdóttir lagði ómælda vinnu á sig til styrkja og bæta kvennalið Skautafélags Reykjavíkur. Á dögunum var sú vinna öll þess virði þegar liðið vann sögulegan sigur.

Dagskráin í dag: Afríkukeppnin, pílan og Subway deildin
Íþróttirnar halda áfram göngu sinni þennan föstudaginn og ættu allir íþróttaáhugamenn að finna eitthvað fyrir sig á sportrásum Stöðvar 2.

Íslensku íshokkístelpurnar koma heim með silfur
Átján ára kvennalandslið Íslands í íshokkí endaði í öðru sæti í annarri deild B í heimsmeistarakeppni Alþjóða Íshokkísambandsins. Keppnin fór fram í Sofíu í Búlgaríu síðustu daga.

Byrjar sitt 36. tímabil í atvinnumennsku
Tékkneski íshokkímaðurinn Jaromir Jagr spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í vikunni. Það er stórmerkilegur áfangi enda kappinn orðinn 51 árs gamall.

Ungur Norðmaður skarst illa á bringu í íshokkíleik
Norskur táningur varð fyrir slæmum meiðslum þegar hann skarst á bringu í íshokkíleik á dögunum.

Hálshlíf verður skylda í íshokkí eftir banaslysið
Alþjóða íshokkísambandið hefur breytt reglum sínum í kjölfar slyssins hræðilega á dögunum þegar Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson lést af sárum sínum eftir að skauti mótherja skar hann á háls í leik.