Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2023 12:05 Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. Það virtist draga til ákveðinna tíðinda í kjaradeilu Eflingar og ríkissáttasemjara í gær þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mættust í Pallborðinu á Vísi. Ef að kallið kæmi frá ríkissáttasemjara sagðist Sólveig tilbúin til að fresta verkföllum ef Samtök atvinnulífsins myndu fresta verkbanni, sem tekur að óbreyttu gildi á fimmtudag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segist í samtali við fréttastofu vera í samskiptum við deiluaðila til að reyna að finna sameiginlegan flöt svo þau geti komið saman. Hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvenær nýr fundur verði boðaður en segir að eftir því sem lengra líður frá síðasta fundi þá styttist í þann næsta. Þá sé það ekkert leyndarmál að hann íhugi að leggja fram nýja miðlunartillögu. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Halldór Benjamín segir ekkert nýtt hafa komið upp síðan í gær. Deiluaðila að ná saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. „Það er þeirra hlutverk og skylda að ná saman. Það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins að ná samningum og það hefur ekkert breyst þó að þessi deila sé í hörðum hnút. Það stæði ekki til að ríkisstjórnin stigi inn í. „Það er ekki til skoðunar á þessum tímapunkti og við metum það svo við ríkisstjórnarborðið að það sé ekki tímabært. Eins og fram hefur komið þá erum við bara að meta stöðuna frá degi til dags þannig auðvitað ræðst þetta allt af samfélagslegum áhrifum,“ sagði forsætisráðherra. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Það virtist draga til ákveðinna tíðinda í kjaradeilu Eflingar og ríkissáttasemjara í gær þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mættust í Pallborðinu á Vísi. Ef að kallið kæmi frá ríkissáttasemjara sagðist Sólveig tilbúin til að fresta verkföllum ef Samtök atvinnulífsins myndu fresta verkbanni, sem tekur að óbreyttu gildi á fimmtudag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segist í samtali við fréttastofu vera í samskiptum við deiluaðila til að reyna að finna sameiginlegan flöt svo þau geti komið saman. Hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvenær nýr fundur verði boðaður en segir að eftir því sem lengra líður frá síðasta fundi þá styttist í þann næsta. Þá sé það ekkert leyndarmál að hann íhugi að leggja fram nýja miðlunartillögu. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Halldór Benjamín segir ekkert nýtt hafa komið upp síðan í gær. Deiluaðila að ná saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. „Það er þeirra hlutverk og skylda að ná saman. Það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins að ná samningum og það hefur ekkert breyst þó að þessi deila sé í hörðum hnút. Það stæði ekki til að ríkisstjórnin stigi inn í. „Það er ekki til skoðunar á þessum tímapunkti og við metum það svo við ríkisstjórnarborðið að það sé ekki tímabært. Eins og fram hefur komið þá erum við bara að meta stöðuna frá degi til dags þannig auðvitað ræðst þetta allt af samfélagslegum áhrifum,“ sagði forsætisráðherra.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36
Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17