Duplantis sló heimsmetið í stangarstökki í sjötta sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 11:01 Armand Duplantis hefur verið með yfirburði í stangarstökkinu síðustu misserin. Vísir/Getty Svíinn Armand Duplantis sló í gærkvöldi heimsmetið í stangarstökki karla þegar hann stökk 6,22 metra á móti í Frakklandi. Þetta er í sjötta sinn sem Duplantis slær heimsmet. Mótið fór fram í Clermond Ferrand í Frakklandi en það var fyrrum Ólympíusmeistarinn Renaud Lavillenies sem var mótshaldari en Duplantis og Lavillenies er vel til vina. Duplantis hafði tryggt sér sigur á mótinu þegar hann var sá eini sem komst yfir 6,01 metra og þá hóf hann að reyna við heimsmetið. Fyrstu tvær tilraunirnar misheppnuðust en í þriðju tilraun flaug hann yfir og fagnaði innilega ásamt Lavillenies. View this post on Instagram A post shared by Mondo Duplantis (@mondo_duplantis) „Þetta er hans mót og mig langaði virkilega að setja heimsmet fyrir hann. Hann er eins og stóri bróðir fyrir mig og hefur hjálpað mér síðan ég var sautján ára gamall en þá var hann fyrirmyndin mín. Þetta var jafn mikið fyrir hann eins og það var fyrir mig,“ sagði Duplantis í viðtali við Aftonbladet eftir mótið. Þetta er í sjötta sinn sem Duplantis setur nýtt heimsmet í stangarstökki. Hann gerði það í fyrsta sinn þegar hann hoppaði yfir 6,17 metra í Póllandi árið 2020 en hefur síðan þá bætt eigið heimsmet í fimm skipti. Duplantis er núverandi heims-, Ólympíu og Evrópumeistari en Lavillenies var heimsmethafi í sex ár eftir að hafa slegið 20 ára gamalt met goðsagnarinnar Sergei Bubka árið 2014. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Mótið fór fram í Clermond Ferrand í Frakklandi en það var fyrrum Ólympíusmeistarinn Renaud Lavillenies sem var mótshaldari en Duplantis og Lavillenies er vel til vina. Duplantis hafði tryggt sér sigur á mótinu þegar hann var sá eini sem komst yfir 6,01 metra og þá hóf hann að reyna við heimsmetið. Fyrstu tvær tilraunirnar misheppnuðust en í þriðju tilraun flaug hann yfir og fagnaði innilega ásamt Lavillenies. View this post on Instagram A post shared by Mondo Duplantis (@mondo_duplantis) „Þetta er hans mót og mig langaði virkilega að setja heimsmet fyrir hann. Hann er eins og stóri bróðir fyrir mig og hefur hjálpað mér síðan ég var sautján ára gamall en þá var hann fyrirmyndin mín. Þetta var jafn mikið fyrir hann eins og það var fyrir mig,“ sagði Duplantis í viðtali við Aftonbladet eftir mótið. Þetta er í sjötta sinn sem Duplantis setur nýtt heimsmet í stangarstökki. Hann gerði það í fyrsta sinn þegar hann hoppaði yfir 6,17 metra í Póllandi árið 2020 en hefur síðan þá bætt eigið heimsmet í fimm skipti. Duplantis er núverandi heims-, Ólympíu og Evrópumeistari en Lavillenies var heimsmethafi í sex ár eftir að hafa slegið 20 ára gamalt met goðsagnarinnar Sergei Bubka árið 2014.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira