Þessi 24 ára gamli sóknarmaður skoraði tvennu í öruggum 0-3 sigri á Marseille í uppgjöri toppliðanna í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Þar með er kappinn kominn með 200 mörk fyrir PSG á ferli sínum sem spannar 246 leiki en áður hafði kappinn skorað 27 mörk í 60 leikjum fyrir Monaco á táningsárum sínum.
Kylian Mbappé makes PSG history as he s now club s joint all-time top scorer levelling Edinson Cavani on 200 goals scored #PSG
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 26, 2023
It s 29 goals in 29 games with PSG for Kylian Mbappé this season
and one more fantastic assist by Leo Messi, second of the night pic.twitter.com/sqncUPibTh
Með mörkum sínum í kvöld komst Mbappe upp að hlið Edinson Cavani sem gerði 200 mörk fyrir PSG í 301 leik á árunum 2013-2020.
Mbappe hefur skorað 29 mörk í 29 leikjum á yfirstandandi leiktíð og óhætt að slá því föstu að hann muni eigna sér efsta sætið á listanum yfir markahæsta leikmann í sögu PSG fyrr en síðar.