Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2023 12:17 Xi Jinping, forseti Kína, hefur samkvæmt Bandaríkjamönnum skipað forsvarsmönnum kínverska hersins að vera tilbúnir til innrásar í Taívan fyrir árið 2027. AP/Jack Taylor Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. Bandaríkjamenn hafa áður sagt að Xi hafi skipað forsvarsmönnum kínverska hersins að vera tilbúnir í að ráðast á Taívan fyrir árið 2027, þó engin ákvörðun um innrás hafi verið tekin. Burns ítrekaði það í gær og sagði hann að Xi væri staðráðinn í því að ná stjórn á Taívan, hvort sem það væri með valdi eða ekki. „Ég held að okkar mat sé það, og það hefur verið opinberað, að Xi forseti hefur skipað hernum, forsvarsmönnum hersins, að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. En það þýðir ekki að hann hafi ákveðið að gera innrás, þá eða á öðru ári,“ sagði Burns í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði hann einnig að Xi og leiðtogar hersins hefðu efasemdir um hvort þeir gætu náð tökum á Taívan með hervaldi. Heita sameiningu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kínverjar hafa á undanförnum árum gengið í gegnum mikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Það höfðu Rússar einnig gert fyrir innrás þeirra í Úkraínu. Til að ráðast á Taívan þyrftu Kínverjar að flytja mikinn herafla minnst 130 kílómetra yfir sundið á milli ríkjanna. Þá hafa yfirvöld í Taívan haft áratugi til að víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda þessum herafla. Efast vegna slæms gengis Rússa Burns sagði í áðurnefndu viðtali að slæmt gengi Rússa og viðbrögð annarra ríkja við innrásinni hefði aukið á efasemdir Kínverja. „Ég held, að þar sem þeir hafa fylgst með gengi Pútíns í Úkraínu, að það hafi aukið á efasemdir þeirra,“ sagði Burns. Hann sagði að hættan á innrás í Taívan myndi aukast þegar líður á þennan áratug og vakta þurfi ástandið mjög vel. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar til tilfelli innrásar. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Innrás Rússa í Úkraínu hefur einnig breytt sjónarmiði Bandaríkjamanna. Fregnir bárust af því í haust að greiningar starfsmanna Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefðu sýnt að Taívan yrði líklega einangrað um tíma, komi til innrásar, og að koma þyrfti fyrir miklum birgðum af vopnum á eyjunni, áður en innrásin yrði gerð. Kína Taívan Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. 21. febrúar 2023 16:21 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. 11. janúar 2023 07:28 Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. 9. janúar 2023 11:56 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Bandaríkjamenn hafa áður sagt að Xi hafi skipað forsvarsmönnum kínverska hersins að vera tilbúnir í að ráðast á Taívan fyrir árið 2027, þó engin ákvörðun um innrás hafi verið tekin. Burns ítrekaði það í gær og sagði hann að Xi væri staðráðinn í því að ná stjórn á Taívan, hvort sem það væri með valdi eða ekki. „Ég held að okkar mat sé það, og það hefur verið opinberað, að Xi forseti hefur skipað hernum, forsvarsmönnum hersins, að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. En það þýðir ekki að hann hafi ákveðið að gera innrás, þá eða á öðru ári,“ sagði Burns í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði hann einnig að Xi og leiðtogar hersins hefðu efasemdir um hvort þeir gætu náð tökum á Taívan með hervaldi. Heita sameiningu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kínverjar hafa á undanförnum árum gengið í gegnum mikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Það höfðu Rússar einnig gert fyrir innrás þeirra í Úkraínu. Til að ráðast á Taívan þyrftu Kínverjar að flytja mikinn herafla minnst 130 kílómetra yfir sundið á milli ríkjanna. Þá hafa yfirvöld í Taívan haft áratugi til að víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda þessum herafla. Efast vegna slæms gengis Rússa Burns sagði í áðurnefndu viðtali að slæmt gengi Rússa og viðbrögð annarra ríkja við innrásinni hefði aukið á efasemdir Kínverja. „Ég held, að þar sem þeir hafa fylgst með gengi Pútíns í Úkraínu, að það hafi aukið á efasemdir þeirra,“ sagði Burns. Hann sagði að hættan á innrás í Taívan myndi aukast þegar líður á þennan áratug og vakta þurfi ástandið mjög vel. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar til tilfelli innrásar. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Innrás Rússa í Úkraínu hefur einnig breytt sjónarmiði Bandaríkjamanna. Fregnir bárust af því í haust að greiningar starfsmanna Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefðu sýnt að Taívan yrði líklega einangrað um tíma, komi til innrásar, og að koma þyrfti fyrir miklum birgðum af vopnum á eyjunni, áður en innrásin yrði gerð.
Kína Taívan Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. 21. febrúar 2023 16:21 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. 11. janúar 2023 07:28 Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. 9. janúar 2023 11:56 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. 21. febrúar 2023 16:21
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56
Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. 11. janúar 2023 07:28
Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. 9. janúar 2023 11:56
Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00