Katy Perry brast í grát: Missti vini sína í skotárás í framhaldsskóla Bjarki Sigurðsson skrifar 27. febrúar 2023 14:42 Katy Perry gat ekki haldið tárunum aftur eftir að Trey Louis sagði sögu sína í American Idol. Katy Perry, söngkona og einn dómara Idol í Bandaríkjunum, brast í grát eftir að hinn 21 árs gamli Trey Louis mætti í áheyrnarprufu. Trey var nemandi í Santa Fe High School þegar byssumaður skaut þar tíu manns til bana árið 2018. 21. þáttaröð American Idol er hafin og er verið að sýna áheyrnarprufur þáttanna um þessar mundir. Einn þeirra sem tekur þátt í ár er Trey Louis, eða Trey from the Fe, eins og hann kallar sig enda er hann frá bænum Santa Fe í Texas. Trey tók lagið Stone með Whiskey Myers og hlaut standandi lófatak frá dómurunum þremur, Luke Bryan, Katy Perry og Lionel Richie. Eftir sönginn var Trey spurður hvers vegna hann væri að taka þátt í Idolinu. Hann sagði að það tónlistarfólk sem hann hlustar á væri oft á tíðum úr Idolinu. Eftir það sagði hann þeim frá hræðilegri lífsreynslu frá árinu 2018. Hann var nemandi í Santa Fe High School þegar Dimitrios Pagourtzis, samnemandi hans, gekk inn í skólann og skaut tíu manns til bana, átta nemendur og tvo kennara. Tvær listastofur voru í skólanum og var Trey inni í annarri þeirra. Pagourtzis skaut fólkið til bana í hinni stofunni. Eftir að hann sagði sögu sína brast Perry í grát og öskraði: „Landið okkur hefur brugðist okkur. Þetta er ekki í lagi. Þú ættir að vera að syngja því þú elskar tónlist. Ekki vegna þess að þú þurftir að fara í gegnum þetta,“ sagði Perry. Flutning Trey má sjá hér fyrir neðan sem og viðbrögð Perry. Tónlist Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
21. þáttaröð American Idol er hafin og er verið að sýna áheyrnarprufur þáttanna um þessar mundir. Einn þeirra sem tekur þátt í ár er Trey Louis, eða Trey from the Fe, eins og hann kallar sig enda er hann frá bænum Santa Fe í Texas. Trey tók lagið Stone með Whiskey Myers og hlaut standandi lófatak frá dómurunum þremur, Luke Bryan, Katy Perry og Lionel Richie. Eftir sönginn var Trey spurður hvers vegna hann væri að taka þátt í Idolinu. Hann sagði að það tónlistarfólk sem hann hlustar á væri oft á tíðum úr Idolinu. Eftir það sagði hann þeim frá hræðilegri lífsreynslu frá árinu 2018. Hann var nemandi í Santa Fe High School þegar Dimitrios Pagourtzis, samnemandi hans, gekk inn í skólann og skaut tíu manns til bana, átta nemendur og tvo kennara. Tvær listastofur voru í skólanum og var Trey inni í annarri þeirra. Pagourtzis skaut fólkið til bana í hinni stofunni. Eftir að hann sagði sögu sína brast Perry í grát og öskraði: „Landið okkur hefur brugðist okkur. Þetta er ekki í lagi. Þú ættir að vera að syngja því þú elskar tónlist. Ekki vegna þess að þú þurftir að fara í gegnum þetta,“ sagði Perry. Flutning Trey má sjá hér fyrir neðan sem og viðbrögð Perry.
Tónlist Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira