Það var Frank Tsadjout sem kom heimamönnum í Cremonese í forystu eftir aðeins 17 mínútna leik, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks
Gestirnir frá Rómarborg mættu svo til leiks í síðari hálfleik án þjálfara síns því rétt áður en liðin gengu til búningsherbergja helti Moruinho sér yfir dómara leiksins og fékk að líta beint rautt spjald.
Jose Mourinho sent off for THIRD time this season for appearing to call official offensive English word. pic.twitter.com/wIPyjrKTdD
— SPORTbible (@sportbible) February 28, 2023
Þ´ratt fyrir þjálfaraleysið tókst gestunum að jafna metin með marki frá Leonardo Spinazzola þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Daniel Ciofani skoraði af vítapunktinum á 82. mínútu leiksins og þar við sat.
Niðurstaðan því 2-1 sigur Cremonese, en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Eftir sigurinn situr Cremonese í næstneðsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir 24 leiki, átta stigum frá öruggu sæti. Roma situr hins vegar í fimmta sæti með 44 stig, einu stigi frá Meistaradeildarsæti.