Dæmdur fyrir að drepa kött ráðherra Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2023 13:30 Antonio Tiberi hefur verið settur í bann af eigin liði, Trek Segafredo, eftir að í ljós kom að hann hefði skotið og drepið kött. Getty/Bas Czerwinski Ítalski hjólreiðamaðurinn Antonio Tiberi hefur skapað sér miklar óvinsældir í smáríkinu San Marínó eftir að hafa skotið kött ferðamálaráðherra til bana. Hinn 21 árs gamli Tiberi hefur nú verið dæmdur til að greiða rúmar 600.000 krónur í sekt vegna málsins, en hann skaut köttinn með loftriffli. „Ég vissi ekki að þetta væri banvænt vopn,“ sagði Tiberi. Hann vissi ekki heldur að eigandi kattarins væri Federico Pedini Amati, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ferðamálaráðherra San Marínó. Sá vill núna að Tiberi verði sviptur búsetu í ríkinu. Tiberi flutti lögheimili sitt til San Marínó í mars í fyrra, líkt og fleira íþróttafólk hefur gert vegna skattalaga. Reyndi að skjóta köttinn Hann hafði því ekki átt lögheimili þar lengi þegar hann drap köttinn síðasta sumar en Tiberi segir það alls ekki hafa verið ætlun sína, þó að hann hafi miðað á köttinn. „Ég skammast mín innilega vegna þess sem ég gerði. Það að skjóta köttinn var óhemju heimskulegt og ábyrgðarlaust. Ég gerði mér grein fyrir alvarleikanum og hættunni eftir á. Ég vil ekki reyna að búa til neina afsökun og segja „ef“ eða „en“. Ég tek alla ábyrgð og samþykki þær afleiðingar sem aðgerðir mínar hafa í för með sér,“ sagði Tiberi í yfirlýsingu, í kjölfar þess að hjólreiðaliðið hans Trek-Segafredo setti hann í 20 daga launalaust bann. „Ætlun mín var aðeins að sjá hvað hægt væri að skjóta langt með vopninu, svo að ég miðaði á skilti þar sem stóð að það væri bannað að leggja. Ég viðurkenni líka að ég (af heimsku og meðvitundarleysi) reyndi að skjóta kött. Og mér til undrunar hæfði ég hann. Ég ætlaði mér alls ekki að drepa dýrið. Ég var raunar handviss um að ekki væri hægt að drepa með vopninu,“ sagði Tiberi. Fjölskyldan hafði átt köttinn lengi Ráðherrann Pedini Amati telur að sektin sem Tiberi hlaut sé ekki nægilega mikil refsing og vill að honum verði vísað úr landi. „Kötturinn var ekki að angra neinn,“ sagði Pedini Amati samkvæmt Il Corriere. „Við höfðum átt hann í langan tíma. Þriggja ára dóttir mín, Lucia, elskaði hann. Menn eiga ekki að geta drepið gæludýr og sloppið með 4.000 evru sekt. Ég kann að meta að maðurinn skyldi játa verknaðinn. Að því sögðu þá ættum við ekki að leyfa svona fólki að búa hér,“ sagði ráðherrann. Tiberi, sem varð heimsmeistari ungmenna í tímatöku árið 2019, missir af næstu þremur keppnum vegna bannsins sem Trek-Segafredo hefur sett hann í. Hann hafði byrjað árið vel og orðið áttundi á Tour Down Under og sjöundi á UEA Tour. Hjólreiðar Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Tiberi hefur nú verið dæmdur til að greiða rúmar 600.000 krónur í sekt vegna málsins, en hann skaut köttinn með loftriffli. „Ég vissi ekki að þetta væri banvænt vopn,“ sagði Tiberi. Hann vissi ekki heldur að eigandi kattarins væri Federico Pedini Amati, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ferðamálaráðherra San Marínó. Sá vill núna að Tiberi verði sviptur búsetu í ríkinu. Tiberi flutti lögheimili sitt til San Marínó í mars í fyrra, líkt og fleira íþróttafólk hefur gert vegna skattalaga. Reyndi að skjóta köttinn Hann hafði því ekki átt lögheimili þar lengi þegar hann drap köttinn síðasta sumar en Tiberi segir það alls ekki hafa verið ætlun sína, þó að hann hafi miðað á köttinn. „Ég skammast mín innilega vegna þess sem ég gerði. Það að skjóta köttinn var óhemju heimskulegt og ábyrgðarlaust. Ég gerði mér grein fyrir alvarleikanum og hættunni eftir á. Ég vil ekki reyna að búa til neina afsökun og segja „ef“ eða „en“. Ég tek alla ábyrgð og samþykki þær afleiðingar sem aðgerðir mínar hafa í för með sér,“ sagði Tiberi í yfirlýsingu, í kjölfar þess að hjólreiðaliðið hans Trek-Segafredo setti hann í 20 daga launalaust bann. „Ætlun mín var aðeins að sjá hvað hægt væri að skjóta langt með vopninu, svo að ég miðaði á skilti þar sem stóð að það væri bannað að leggja. Ég viðurkenni líka að ég (af heimsku og meðvitundarleysi) reyndi að skjóta kött. Og mér til undrunar hæfði ég hann. Ég ætlaði mér alls ekki að drepa dýrið. Ég var raunar handviss um að ekki væri hægt að drepa með vopninu,“ sagði Tiberi. Fjölskyldan hafði átt köttinn lengi Ráðherrann Pedini Amati telur að sektin sem Tiberi hlaut sé ekki nægilega mikil refsing og vill að honum verði vísað úr landi. „Kötturinn var ekki að angra neinn,“ sagði Pedini Amati samkvæmt Il Corriere. „Við höfðum átt hann í langan tíma. Þriggja ára dóttir mín, Lucia, elskaði hann. Menn eiga ekki að geta drepið gæludýr og sloppið með 4.000 evru sekt. Ég kann að meta að maðurinn skyldi játa verknaðinn. Að því sögðu þá ættum við ekki að leyfa svona fólki að búa hér,“ sagði ráðherrann. Tiberi, sem varð heimsmeistari ungmenna í tímatöku árið 2019, missir af næstu þremur keppnum vegna bannsins sem Trek-Segafredo hefur sett hann í. Hann hafði byrjað árið vel og orðið áttundi á Tour Down Under og sjöundi á UEA Tour.
Hjólreiðar Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira