„Á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2023 09:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur náð frábærum árangri með Val. vísir/diego Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segist ekki eiga orð í sínum sarpi til að lýsa því sem Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert með Val. Í fyrradag sigraði Valur Ystad, 33-35, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og enduðu í 3. sæti hans. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sebastian var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um framgöngu Vals í vetur. Sebastian Alexandersson er nýbúinn að koma HK aftur upp í Olís-deildina.vísir/vilhelm „Ég hef fylgst vel með Völsurum í þessu, er mjög heillaður og finnst þetta frábært fordæmi fyrir íslenskan handbolta. Þeir setja ákveðið viðmið sem önnur lið þurfa að miða sig við. Ég held alveg ofboðslega með þeim og vona að þeir fari alla leið í þessu,“ sagði Sebastian sem telur möguleika Vals á komast í undanúrslit virkilega góða. En kemur þessi árangur Vals í Evrópudeildinni Sebastian á óvart? „Já og nei. Það kemur mér ekki á óvart miðað við hversu æðislegt mér finnst konseptið þeirra, hvað þeir spila hraðan leik og hvað það er komið gott sjálfstraust í mannskapinn til að treysta hvor öðrum í þessum hraða. Það er svo auðvelt að gera mistök. Þeir eru óhræddir, reyna aftur og aftur og hafa trú á sínu konsepti. Mér finnst það virðingarvert,“ sagði Sebastian. „Þegar ég horfi á leikina hugsa ég alltaf nú kemur skellurinn. En sama hvað þeir lenda undir, þeir koma alltaf til baka og það er komin í trú í að þeir séu á jafnréttisgrundvelli við alla, hvort sem þeir heita Flensburg eða Benidorm. Mér finnst það æðislegt og sjaldgæft. Það eru ekki mörg lið í Íslandssögunni sem hafa náð svona árangri í Evrópukeppni. Oft fara menn í þessa leiki og vona að þeir vinni en eru ekkert ákveðnir í að gera það. En þeir fara bara og ætla sér að vinna, vona það ekki bara.“ Þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í Evrópudeildinni hafa Valsmenn ekkert gefið eftir í Olís-deildinni og eru með níu stiga forskot á toppi hennar. Sebastian segir að það sé samt hægara sagt en gert fyrir Snorra Stein að hvetja sína menn til dáða í leikjunum hér heima eftir stóra Evrópuleiki. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé rosaleg áskorun. Þetta er eins og fyrsti deildarleikur eftir að þú vinnur bikarmeistaratitil. En þeir hafa sýnt það jafnt og þétt í vetur að þeir skila úrslitum og ná í stigin þrátt fyrir úrslitakeppnina. Ég á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val.“ Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Olís-deild karla Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Í fyrradag sigraði Valur Ystad, 33-35, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og enduðu í 3. sæti hans. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sebastian var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um framgöngu Vals í vetur. Sebastian Alexandersson er nýbúinn að koma HK aftur upp í Olís-deildina.vísir/vilhelm „Ég hef fylgst vel með Völsurum í þessu, er mjög heillaður og finnst þetta frábært fordæmi fyrir íslenskan handbolta. Þeir setja ákveðið viðmið sem önnur lið þurfa að miða sig við. Ég held alveg ofboðslega með þeim og vona að þeir fari alla leið í þessu,“ sagði Sebastian sem telur möguleika Vals á komast í undanúrslit virkilega góða. En kemur þessi árangur Vals í Evrópudeildinni Sebastian á óvart? „Já og nei. Það kemur mér ekki á óvart miðað við hversu æðislegt mér finnst konseptið þeirra, hvað þeir spila hraðan leik og hvað það er komið gott sjálfstraust í mannskapinn til að treysta hvor öðrum í þessum hraða. Það er svo auðvelt að gera mistök. Þeir eru óhræddir, reyna aftur og aftur og hafa trú á sínu konsepti. Mér finnst það virðingarvert,“ sagði Sebastian. „Þegar ég horfi á leikina hugsa ég alltaf nú kemur skellurinn. En sama hvað þeir lenda undir, þeir koma alltaf til baka og það er komin í trú í að þeir séu á jafnréttisgrundvelli við alla, hvort sem þeir heita Flensburg eða Benidorm. Mér finnst það æðislegt og sjaldgæft. Það eru ekki mörg lið í Íslandssögunni sem hafa náð svona árangri í Evrópukeppni. Oft fara menn í þessa leiki og vona að þeir vinni en eru ekkert ákveðnir í að gera það. En þeir fara bara og ætla sér að vinna, vona það ekki bara.“ Þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í Evrópudeildinni hafa Valsmenn ekkert gefið eftir í Olís-deildinni og eru með níu stiga forskot á toppi hennar. Sebastian segir að það sé samt hægara sagt en gert fyrir Snorra Stein að hvetja sína menn til dáða í leikjunum hér heima eftir stóra Evrópuleiki. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé rosaleg áskorun. Þetta er eins og fyrsti deildarleikur eftir að þú vinnur bikarmeistaratitil. En þeir hafa sýnt það jafnt og þétt í vetur að þeir skila úrslitum og ná í stigin þrátt fyrir úrslitakeppnina. Ég á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val.“ Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Olís-deild karla Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti