Í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að samkvæmt mati ráðuneytisins á húsnæðisþörf í framhaldsskólum næstu tíu árin muni nemendum í starfsnámi fjölga verulega og nemendum í bóknámi fækka.
Áform um uppbyggingu starfsnámsaðstöðu séu umfangsmikil og horfa til lengri tíma til að mæta þessari þörf.
Fundurinn hefst á kynningu Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra á áformunum. Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður með fundargestum og fulltrúum skólameistara, framhaldsskólanema, atvinnulífsins, Alþýðusambandsins og ráðuneytisins.
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.