Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 06:37 Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh í dómsal í gær. AP Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. Réttarhöld í málinu hafa farið fram í Suður-Karólínu síðustu sex vikurnar, en í frétt BBC segir frá því að tólf manna kviðdómur í málinu hafi verið innan við þrjá tíma að komast að niðurstöðu í málinu. Murdaugh var sakfelldur fyrir tvö morð og á nú yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi hið minnsta fyrir hvort morð. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Dómari í málinu sagði augljóst af sönnunargögnum að dæma, að Murdaugh væri sekur í málinu. Hann hafnaði einnig kröfu verjanda um að vísa málinu frá vegna formgalla. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Sveik fé Alex Murdaugh var einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu og mikilsvirtir saksóknarar. Murdaugh neitaði fyrir dómi að hafa myrt eiginkonu sína og son, en játaði þó fjársvikin. Fram kom að hann hafi um árabil svikið fé frá samstarfsmönnum og viðskiptavinum sínum til að standa straum af verkjalyfjafíkn sinni og mikilli eyðslusemi. Laug að lögreglu Rannsókn lögreglu á málinu tók langan tíma en morðvopnin fundust aldrei. Gögn hafi þó sýnt fram á að Murdaugh hafi logið að lögreglumönnum, en þau hafi sýnt fram á að Murdaugh hafi verið á morðstaðnum um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það hafi komið fram í myndbandi sem fannst í síma Pauls Murdaughs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Nánar má lesa um málið í fyrri frétt Vísis. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Réttarhöld í málinu hafa farið fram í Suður-Karólínu síðustu sex vikurnar, en í frétt BBC segir frá því að tólf manna kviðdómur í málinu hafi verið innan við þrjá tíma að komast að niðurstöðu í málinu. Murdaugh var sakfelldur fyrir tvö morð og á nú yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi hið minnsta fyrir hvort morð. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Dómari í málinu sagði augljóst af sönnunargögnum að dæma, að Murdaugh væri sekur í málinu. Hann hafnaði einnig kröfu verjanda um að vísa málinu frá vegna formgalla. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Sveik fé Alex Murdaugh var einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu og mikilsvirtir saksóknarar. Murdaugh neitaði fyrir dómi að hafa myrt eiginkonu sína og son, en játaði þó fjársvikin. Fram kom að hann hafi um árabil svikið fé frá samstarfsmönnum og viðskiptavinum sínum til að standa straum af verkjalyfjafíkn sinni og mikilli eyðslusemi. Laug að lögreglu Rannsókn lögreglu á málinu tók langan tíma en morðvopnin fundust aldrei. Gögn hafi þó sýnt fram á að Murdaugh hafi logið að lögreglumönnum, en þau hafi sýnt fram á að Murdaugh hafi verið á morðstaðnum um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það hafi komið fram í myndbandi sem fannst í síma Pauls Murdaughs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Nánar má lesa um málið í fyrri frétt Vísis.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10