Ósátt húsfélög höfðu ekki erindi sem erfiði vegna nýs KR-svæðis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2023 10:50 Teikning af hinni fyrirhuguðu uppbyggingu. Reykjavíkurborg Úrskurðarnefnd auðlindamála hefur vísað frá kæru tveggja húsfélaga í grennd við KR-svæðið, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar svæðisins. Síðastliðið sumar samþykkti borgarráð deiliskipulag fyrir KR-svæðið. Líkt og fjallað var um á Vísi árið 2017 er töluverð uppbygging í kortunum á svæðinu. Umræddu svæði verður breytt úr hreinu íþróttasvæði í svæði með allt að 100 íbúðum auk þjónustu á jaðrinum. Ekki eru þó allir á eitt sáttir við hina fyrirhuguðu uppbyggingu. Þannig kærðu húsfélögin Meistaravöllum 33 og 35 ákvörðu borgarráðs að samþykkja deiliskipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Var farið fram á að ákvörðunin yrði ógilt. Kaplaskjólsvegur í uppfærðri mynd.Reykjavíkurborg Málsrök húsfélaganna voru á þá leið að bílastæðum myndi fækka og bílaumferð aukast í tengslum við umfangsmikil íþróttamannvirki. Þá væru skuggavarpsteikningar villandi auk ýmissa annarra athugasemda. Ljóst væri að hagsmunir KR hafi einir verið hafðir að leiðarljósi. Borgin svaraði því hins vegar til að unnið hafi verið samgöngumat fyrir svæðið sem hafi tilgreint æskilegan fjölda bílastæða. Rétt væri að á vissum tíma yrði mikill fjöldi gesta á svæðinu, enda um íþróttasvæði að ræða. Umrætt samgöngumat skilgreini hins vegar áætlun fyrir Reykjavíkurborg og KR sem miðaði að því að stjórna umferð og notkun innviða svæðisins þegar stærri viðburðir færu fram. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu húsfélaganna tveggja. Taldi nefndin meðal annars að umrædds deiliskipulags á skuggavarp hafa verið könnuð í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerða. Nágrannadeilur Skipulag Reykjavík KR Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Síðastliðið sumar samþykkti borgarráð deiliskipulag fyrir KR-svæðið. Líkt og fjallað var um á Vísi árið 2017 er töluverð uppbygging í kortunum á svæðinu. Umræddu svæði verður breytt úr hreinu íþróttasvæði í svæði með allt að 100 íbúðum auk þjónustu á jaðrinum. Ekki eru þó allir á eitt sáttir við hina fyrirhuguðu uppbyggingu. Þannig kærðu húsfélögin Meistaravöllum 33 og 35 ákvörðu borgarráðs að samþykkja deiliskipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Var farið fram á að ákvörðunin yrði ógilt. Kaplaskjólsvegur í uppfærðri mynd.Reykjavíkurborg Málsrök húsfélaganna voru á þá leið að bílastæðum myndi fækka og bílaumferð aukast í tengslum við umfangsmikil íþróttamannvirki. Þá væru skuggavarpsteikningar villandi auk ýmissa annarra athugasemda. Ljóst væri að hagsmunir KR hafi einir verið hafðir að leiðarljósi. Borgin svaraði því hins vegar til að unnið hafi verið samgöngumat fyrir svæðið sem hafi tilgreint æskilegan fjölda bílastæða. Rétt væri að á vissum tíma yrði mikill fjöldi gesta á svæðinu, enda um íþróttasvæði að ræða. Umrætt samgöngumat skilgreini hins vegar áætlun fyrir Reykjavíkurborg og KR sem miðaði að því að stjórna umferð og notkun innviða svæðisins þegar stærri viðburðir færu fram. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu húsfélaganna tveggja. Taldi nefndin meðal annars að umrædds deiliskipulags á skuggavarp hafa verið könnuð í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerða.
Nágrannadeilur Skipulag Reykjavík KR Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira