Þetta kom fram í tilkynningu á Facebook síðu Félags flugmálastarfsmanna ríkisins fyrir stundu. Þar eru litlar upplýsingar að öðru leyti og segir von á frekari tilkynning verði send út síðar.
Yfirvinnubannið hefði mögulega getað valdið töfum á flugi um helstu flugvelli landsins og þá helst á Keflavíkurflugvelli.
„Þetta er á sjötta tug starfsheita hjá okkur. Þetta er flugverndin, flugvallarþjónustan sem sér um snjóhreinsun og þess háttar ásamt slökkviþáttinn. Þetta eru fluggagnafræðingar, AFIS fólkið okkar úti á landi sem er með flugupplýsingagjöf fyrir flugvélar. Okkar fólk er vítt og breitt í gegnum allt fyrirtækið,“ sagði Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR, í gær.