Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. mars 2023 16:00 Víða í Evrópu hefur borið á eggjaskorti vegna skæðrar fuglaflensu um nánast alla álfuna. by Nathan Stirk/Getty Images Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. Nær öll matvara hefur hækkað á síðustu 12 mánuðum Innkaupakarfan á Spáni hækkaði um tæp 16 prósent í fyrra. Það þykir innfæddum meira en mikið, eiginlega alger óhæfa enda fór verðbólga í hærri hæðir í fyrra en hún hefur gert frá því að lýðræði var komið á í landinu í upphafi 9. áratugarins. Reyndar ákvað ríkisstjórnin hér í landi að lækka virðisaukaskatt af grundvallarmatvöru úr 4% niður í núll um áramótin og úr 10% í 5% af nokkrum öðrum fæðutegundum, til að lækka verðbólguna, sem á síðasta ári mældist 8,3% en er nú tekin að hjaðna að nýju. Rótina að hækkun matarkörfunnar má fyrst og fremst rekja til hækkunar þess sem við myndum kalla grunnþarfanna í matarkörfunni, mat sem flestar fjölskyldur kaupa inn í miklum mæli; mjólk, egg, olíur, gos, vatn og safa, ávexti, grænmeti, kjöt og síðast en ekki síst EGG. Eggin hækkuðu meira en flest annað eða um 30 til 40 prósent á síðasta ári. Og það er ekki sérspænskt fyrirbrigði. Nei, egg hækkuðu upp úr öllu valdi á síðasta ári, og eru enn að hækka. Skæð fuglaflensa um alla Evrópu Þessar miklu verðhækkanir eru fyrst og fremst raktar til stríðsins í Úkraínu, án þess að útskýra það flækjustig frekar. En í tilfelli eggjanna kemur annað og meira til. Það er nefnilega grasserandi fuglaflensa víðs vegar um heiminn og tilfellum fjölgaði mikið á síðari hluta ársins 2022. Samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaöryggisráðs Evrópu þá greindist fuglaflensa í 37 Evrópulöndum í fyrra og flensan greindist á rúmlega 2.500 fuglabúum í ríkjum Evrópusambandsins. Alls þurfti að slátra 50 milljónum fugla á hænsnabúum í Evrópu. Sums staðar hefur niðurskurðurinn verið það hvass að eggjaframleiðendur geta ekki lengur sinnt eftirspurn. Staðan er ekki skárri í Bandaríkjunum Eggjastaðan er enn dekkri í Bandaríkjunum, þar var 57 hænsum slátrað í fyrra og eggjaverð hækkaði um heil 70%. Á Spáni greindist flensan á 38 af 1.400 fuglabúum, og þykir bara sæmilega sloppið, en Spánverjar eru miklar eggjaætur. Ekki að furða kannski þar sem einn helsti þjóðarréttur Spánverja er spænska eggjakakan, en í hana fara á góðum degi ein 6 egg. Enda verpa spænskar hænur, sem eru jafnmargar og tvífætlingarnir sem landið yrkja, eða 47.000.000, einum 14 milljörðum eggja á ári. Spánn Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Nær öll matvara hefur hækkað á síðustu 12 mánuðum Innkaupakarfan á Spáni hækkaði um tæp 16 prósent í fyrra. Það þykir innfæddum meira en mikið, eiginlega alger óhæfa enda fór verðbólga í hærri hæðir í fyrra en hún hefur gert frá því að lýðræði var komið á í landinu í upphafi 9. áratugarins. Reyndar ákvað ríkisstjórnin hér í landi að lækka virðisaukaskatt af grundvallarmatvöru úr 4% niður í núll um áramótin og úr 10% í 5% af nokkrum öðrum fæðutegundum, til að lækka verðbólguna, sem á síðasta ári mældist 8,3% en er nú tekin að hjaðna að nýju. Rótina að hækkun matarkörfunnar má fyrst og fremst rekja til hækkunar þess sem við myndum kalla grunnþarfanna í matarkörfunni, mat sem flestar fjölskyldur kaupa inn í miklum mæli; mjólk, egg, olíur, gos, vatn og safa, ávexti, grænmeti, kjöt og síðast en ekki síst EGG. Eggin hækkuðu meira en flest annað eða um 30 til 40 prósent á síðasta ári. Og það er ekki sérspænskt fyrirbrigði. Nei, egg hækkuðu upp úr öllu valdi á síðasta ári, og eru enn að hækka. Skæð fuglaflensa um alla Evrópu Þessar miklu verðhækkanir eru fyrst og fremst raktar til stríðsins í Úkraínu, án þess að útskýra það flækjustig frekar. En í tilfelli eggjanna kemur annað og meira til. Það er nefnilega grasserandi fuglaflensa víðs vegar um heiminn og tilfellum fjölgaði mikið á síðari hluta ársins 2022. Samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaöryggisráðs Evrópu þá greindist fuglaflensa í 37 Evrópulöndum í fyrra og flensan greindist á rúmlega 2.500 fuglabúum í ríkjum Evrópusambandsins. Alls þurfti að slátra 50 milljónum fugla á hænsnabúum í Evrópu. Sums staðar hefur niðurskurðurinn verið það hvass að eggjaframleiðendur geta ekki lengur sinnt eftirspurn. Staðan er ekki skárri í Bandaríkjunum Eggjastaðan er enn dekkri í Bandaríkjunum, þar var 57 hænsum slátrað í fyrra og eggjaverð hækkaði um heil 70%. Á Spáni greindist flensan á 38 af 1.400 fuglabúum, og þykir bara sæmilega sloppið, en Spánverjar eru miklar eggjaætur. Ekki að furða kannski þar sem einn helsti þjóðarréttur Spánverja er spænska eggjakakan, en í hana fara á góðum degi ein 6 egg. Enda verpa spænskar hænur, sem eru jafnmargar og tvífætlingarnir sem landið yrkja, eða 47.000.000, einum 14 milljörðum eggja á ári.
Spánn Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira