Ýmislegt annað í boði en viðskiptafræði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2023 11:32 Þórunn Hilda Jónasdóttir, verkefnastjóri Háskóladagsins telur að margir séu ekki meðvitaðir um þann fjölda námsleiða sem eru í boði og að tilgangur dagsins sé fyrst og fremst að kynna þær. Háskóladagurinn verður haldinn með prompi og prakt á milli 12 og 15 í dag. Allir háskólar landsins kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Verkefnastjóri segir tilganginn fyrst og fremst vera að láta fólk vita af því að mun meira sé í boði en flestir geri sér grein fyrir. Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi og telst algjör lykilviðburður fyrir þá sem hyggja á háskólanám. Námskynningar fara fram víða á háskólasvæðunum og á staðnum verða kennarar, nemendur og starfsfólk úr öllum deildum.Þórunn Hilda Jónasdóttir er verkefnastjóri Háskóladagsins. Hún segir virkilega ánægjulegt að geta loks tekið á móti fólki í eigin persónu en síðustu tvö ár hefur Háskóladagurinn verið rafrænn. „Það er hægt að kíkja uppí Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Grósku, Listaáskólann. Það verður fullt af fjöri og allskonar að skoða,“ segir Þórunn. Tilgangurinn fyrst og fremst að kynna fjölda námsleiða Þórunn telur að margir séu ekki meðvitaðir um þann fjölda námsleiða sem eru í boði og að tilgangur dagsins sé fyrst og fremst að kynna þær. Bifröst er að kenna viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind svo eru HR og HA með bæði tækni og tölvunarfræði, svo það er svona ýmislegt sem hægt er að kynna sér. Landbúnaðarháskólinn, hann verður að kynna landslagsarkitektúr, sem flúttar ágætlega við arkitektanámið sem Listaháskólinn bíður upp á. HR eru með opna tíma, hægt að fara í skoðunarferðir um skólann allan, HR, HÍ og Listaháskólinn líka. Það er hægt að skoða, prófa og fikta, tala við nemendur og kennara og starfsfólk. Kynnast háskólanámi á íslandi. Klassískar námsleiðir alltaf vinsælar en ýmsar útfærslur í boði Þórunn segir klassískar námsleiðir líkt og viðskiptafræði, lögfræði og læknisfræði alltaf jafn vinsælar en tilgangur með háskóladeginum sé einmitt að láta fólk vita að ýmislegt annað sé í boði. „Það er líka sniðugt að fólk getur farið í viðskiptafræði með ýmsum áherslum til dæmis. Þannig að það þurfa ekki allir að vera fara í það sama." Á Háskóladeginum bjóða háskólarnir upp á ótal viðburði, kynningar og uppákomur. Einnig gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika. Háskóladagurinn hefst sem fyrr segir nú klukkan tólf í dag og stendur til klukkan þrjú. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi og telst algjör lykilviðburður fyrir þá sem hyggja á háskólanám. Námskynningar fara fram víða á háskólasvæðunum og á staðnum verða kennarar, nemendur og starfsfólk úr öllum deildum.Þórunn Hilda Jónasdóttir er verkefnastjóri Háskóladagsins. Hún segir virkilega ánægjulegt að geta loks tekið á móti fólki í eigin persónu en síðustu tvö ár hefur Háskóladagurinn verið rafrænn. „Það er hægt að kíkja uppí Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Grósku, Listaáskólann. Það verður fullt af fjöri og allskonar að skoða,“ segir Þórunn. Tilgangurinn fyrst og fremst að kynna fjölda námsleiða Þórunn telur að margir séu ekki meðvitaðir um þann fjölda námsleiða sem eru í boði og að tilgangur dagsins sé fyrst og fremst að kynna þær. Bifröst er að kenna viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind svo eru HR og HA með bæði tækni og tölvunarfræði, svo það er svona ýmislegt sem hægt er að kynna sér. Landbúnaðarháskólinn, hann verður að kynna landslagsarkitektúr, sem flúttar ágætlega við arkitektanámið sem Listaháskólinn bíður upp á. HR eru með opna tíma, hægt að fara í skoðunarferðir um skólann allan, HR, HÍ og Listaháskólinn líka. Það er hægt að skoða, prófa og fikta, tala við nemendur og kennara og starfsfólk. Kynnast háskólanámi á íslandi. Klassískar námsleiðir alltaf vinsælar en ýmsar útfærslur í boði Þórunn segir klassískar námsleiðir líkt og viðskiptafræði, lögfræði og læknisfræði alltaf jafn vinsælar en tilgangur með háskóladeginum sé einmitt að láta fólk vita að ýmislegt annað sé í boði. „Það er líka sniðugt að fólk getur farið í viðskiptafræði með ýmsum áherslum til dæmis. Þannig að það þurfa ekki allir að vera fara í það sama." Á Háskóladeginum bjóða háskólarnir upp á ótal viðburði, kynningar og uppákomur. Einnig gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika. Háskóladagurinn hefst sem fyrr segir nú klukkan tólf í dag og stendur til klukkan þrjú.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira