„Við vorum kannski að flýta okkur full mikið “ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 18:38 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum, 26-29 gegn B-liði Noregs er liðin mættust á Ásvöllum í dag. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur í leikslok. „Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik, vera ofboðslega góðar. Mér fannst við vera að spila góðan handbolta bæði í vörn og sókn. Fyrstu tíu í seinni hálfleik voru líka flottar svo tekur við erfiður kafli, sem var mjög erfiður. Við þurfum að skoða það aðeins betur, við erum að kasta boltanum frá okkur þar og fáum á okkur hraðaupphlaup í bakið. Eins að klúðra færum sem að hún er að verja mjög vel á loka kaflanum sem þær nýta sér í að refsa okkur með hraðaupphlaupum. Við þurfum að skoða það vel en 45 mínútur voru góðar hjá okkur.“ Ísland var með yfirhöndina bróðurpart leiksins en um miðbik seinni hálfleiks fóru þær að klikka á dauðafærum og kasta boltanum frá sér sem að Norðmenn nýttu sér og uppskáru að lokum sigur. „Við gáfum eftir aðeins, við vorum kannski að flýta okkur full mikið, við hefðum átt að slaka aðeins. Það er kannski eitthvað sem við frá bekknum áttum að koma inn á eða ég. Mér fannst við hætta að sækja eins ákveðið á markið og við vorum búnar að gera og við þurfum að skoða hvað það er, kannski hefðum við þurft að finna aðrar lausnir og ég þarf að skoða það aðeins.“ Íslenska liðið var með forystu lengst af en það virtist vera komið ákveðið mynstur að þegar að þær voru komnar með góða forystu að þá hleyptu þær Norðmönnum inn í leikinn þar sem að þær jöfnuðu. Þetta endurtók sig nokkuð oft í leiknum. „Auðvitað er það eitthvað sem að við þurfum að skoða. Við förum í fimm mörk, 16-11 í hálfleik og höldum áfram að bæta aðeins við. Mér fannst við vera flottar lengst af. Ég hef ekkert stórkostlegar áhyggjur af því á móti sterku norsku liði að það komi kaflar þar sem að þær sækja á okkur. Við erum á ákveðinni vegferð og við erum að vinna í því að bæta okkur í vörn og við erum að vinna í því að bæta okkur í hraðaupphlaupum upp völlinn og eins í sóknarleik. Ég hef ekki áhyggjur af því umfram annað. Ég vill sjá okkur taka skref fram á við og mér fannst við gera það í 45 mínútur í dag en svo kemur smá bakslag í þetta og við þurfum að skoða það allt saman.“ Ísland mætir Ungverjum í umspili um sæti á HM í kringum páska og segir Arnar að stelpurnar ætli að mæta og eiga alvöru leik á móti þeim. „Við hittumst í vikunni fyrir þá leiki, við eigum Ungverjana á laugardeginum um páskana og förum út og eigum Ungverjana á miðvikudeginum. Það er gríðarlega skemmtilegt verkefni og það er frábært lið sem að við erum að fara mæta. Þær voru flottar á EM núna í nóvember og spiluðu þar hörkuleiki við bæði Dani og Svía, Norðmenn líka. Þær eru með ungt lið sem hefur verið að sanka að sér verðlaunum í gegnum yngri landsliðin á undanförnum árum, hafa orðið Heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Fyrir fram eigum við að vera klárlega svolítið á eftir þeim en við ætlum að reyna sína fram á að við séum að nálgast þær og eiga alvöru leik á móti þeim.“ Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik, vera ofboðslega góðar. Mér fannst við vera að spila góðan handbolta bæði í vörn og sókn. Fyrstu tíu í seinni hálfleik voru líka flottar svo tekur við erfiður kafli, sem var mjög erfiður. Við þurfum að skoða það aðeins betur, við erum að kasta boltanum frá okkur þar og fáum á okkur hraðaupphlaup í bakið. Eins að klúðra færum sem að hún er að verja mjög vel á loka kaflanum sem þær nýta sér í að refsa okkur með hraðaupphlaupum. Við þurfum að skoða það vel en 45 mínútur voru góðar hjá okkur.“ Ísland var með yfirhöndina bróðurpart leiksins en um miðbik seinni hálfleiks fóru þær að klikka á dauðafærum og kasta boltanum frá sér sem að Norðmenn nýttu sér og uppskáru að lokum sigur. „Við gáfum eftir aðeins, við vorum kannski að flýta okkur full mikið, við hefðum átt að slaka aðeins. Það er kannski eitthvað sem við frá bekknum áttum að koma inn á eða ég. Mér fannst við hætta að sækja eins ákveðið á markið og við vorum búnar að gera og við þurfum að skoða hvað það er, kannski hefðum við þurft að finna aðrar lausnir og ég þarf að skoða það aðeins.“ Íslenska liðið var með forystu lengst af en það virtist vera komið ákveðið mynstur að þegar að þær voru komnar með góða forystu að þá hleyptu þær Norðmönnum inn í leikinn þar sem að þær jöfnuðu. Þetta endurtók sig nokkuð oft í leiknum. „Auðvitað er það eitthvað sem að við þurfum að skoða. Við förum í fimm mörk, 16-11 í hálfleik og höldum áfram að bæta aðeins við. Mér fannst við vera flottar lengst af. Ég hef ekkert stórkostlegar áhyggjur af því á móti sterku norsku liði að það komi kaflar þar sem að þær sækja á okkur. Við erum á ákveðinni vegferð og við erum að vinna í því að bæta okkur í vörn og við erum að vinna í því að bæta okkur í hraðaupphlaupum upp völlinn og eins í sóknarleik. Ég hef ekki áhyggjur af því umfram annað. Ég vill sjá okkur taka skref fram á við og mér fannst við gera það í 45 mínútur í dag en svo kemur smá bakslag í þetta og við þurfum að skoða það allt saman.“ Ísland mætir Ungverjum í umspili um sæti á HM í kringum páska og segir Arnar að stelpurnar ætli að mæta og eiga alvöru leik á móti þeim. „Við hittumst í vikunni fyrir þá leiki, við eigum Ungverjana á laugardeginum um páskana og förum út og eigum Ungverjana á miðvikudeginum. Það er gríðarlega skemmtilegt verkefni og það er frábært lið sem að við erum að fara mæta. Þær voru flottar á EM núna í nóvember og spiluðu þar hörkuleiki við bæði Dani og Svía, Norðmenn líka. Þær eru með ungt lið sem hefur verið að sanka að sér verðlaunum í gegnum yngri landsliðin á undanförnum árum, hafa orðið Heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Fyrir fram eigum við að vera klárlega svolítið á eftir þeim en við ætlum að reyna sína fram á að við séum að nálgast þær og eiga alvöru leik á móti þeim.“
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira