Trúin er athvarf fyrir fólk Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. mars 2023 16:30 Kirkjan þjónar mörgum hlutverkum í samfélagi okkar, félagslegum, menningarlegum og trúarlegum en það er hin trúarlega vídd sem aðgreinir hana frá öðrum vettvangi í mannlífinu. Hið trúarlega er í senn flókið og framandi, sem byggir á því að Guð er óáþreifanlegur veruleiki, og einfalt í þeirri merkingu að iðkun trúar varðar heilsu manneskjunnar og sálarheill. Trúin er með öðrum orðum athvarf fyrir fólk. Athvarf í lífsins öldusjó og örugg höfn í þeirri vissu að við erum elskuð sköpun Guðs og að Guð þráir að eiga hlutdeild í lífi okkar. Þekkt dæmisaga eftir bandarískan prest, Theodore Wedel, líkir kristinni kirkju við björgunarstöð við grýtta strönd þar sem sjálfboðaliðar leggja sig í líma við að bjarga fólki úr sjávarháska, hröktum og köldum, og hjúkra því aftur til heilsu. Björgunarstöðin varð þekkt fyrir afrek sín og stuðningur barst úr öllum áttum, þar sem allir sáu þann árangur sem ósérhlífið starfið náði. Með auknum efnum upphófust kröfur um aukin þægindi í björgunarstöðinni og félagsstarf sjálfboðaliða jókst með bættri aðstöðu hússins. Þegar tíminn leið horfðu æ færri út á haf í leit að sjófarendum í sjávarháska og björgunarstarfinu sjálfu var loks falið launuðu starfsfólki, sem sinnti því fyrir samfélagið. Á endanum var svo farið að hrakið fólk var illa séð innan um þá góðborgara sem sóttu björgunarstöðina. Í kjölfar deilna um hlutverk björgunarhússins voru haldnar kosningar um hvort félagið ætti yfir höfuð að sinna björgunarstarfi og eftir að hafa beðið lægri hlut, neyddust þeir sem vildu beina sjónum sínum að sjófarendum í sjávarháska til að stofna nýtt björgunarhús neðar á hinni grýttu strönd. Þannig upphófst sama hringrásin á ný. Fríkirkjan í Reykjavík er dæmi um slíka björgunarstöð og áminning Wedel er brýn í okkar samhengi, að hafa í huga fyrir hvað við stöndum. Það eru mörg í okkar samfélagi í háska við að stíga öldugang lífsins og víða er fólk sem þarfnast stuðnings og athvarfs. Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið leiðandi í aðstoð við barnafjölskyldur og stefnumótun Hjálparstarfsins hefur breytt mjög verklagi og nálgun í neyðaraðstoð á Íslandi. Hjálparstarfið hefur tekið sér stöðu sem talsmaður fátækra í íslensku samfélagi, hefur kortlagt vandann og lagt fram tillögur til lausna. Þá hefur Hjálparstarfið forgangsraðað aðstoð sinni þannig að veita fyrst og fremst barnafjölskyldum aðstoð í formi inneignarkorta og hætt úthlutun á mat en hún tekur af fólki þá reisn að stjórna matarvenjum sínum sjálft. Þessi forgangsröðun hefur ekki verið sársaukalaus en með því að setja barnafjölskyldur í forgang hefur starfið gert meira gagn í aðstæðum fólks og brugðist við bráðum vanda þar sem velferð barna er ógnað af bágum kjörum. UNICEF hefur ítrekað bent á aukningu á fátækt barna á Íslandi. Þessi aukna fátækt er mælanlega mest hjá innflytjendum, sem og einstæðum foreldrum sem ekki hafa sterkt stuðningsnet í kringum sig. Þetta er í takt við þá aukningu á beiðnum um aðstoð til kirkjunnar og forgangsröðun innanlands-aðstoðarinnar. Í hverju barni sem líður skort á Íslandi birtist skömm okkar sem samfélags og sem kirkju. Samfélag kirkjunnar byggir á fátæku barni, sem fæddist inn í þennan heim á jólanótt. Barni sem birtir elsku Guðs í samfélagi okkar. Verkefni okkar sem kristnar manneskjur er að sinna því barni og annast það, í hverjum þeim sem við sjáum að er að berjast í bökkum í lífinu. Þar er líking Theodore Wedel mikilvæg áminning um að beina sjónum okkar út fyrir þann félagsskap sem við þekkjum og teljum okkur örugg í og til þeirra sem enn hafa ekki fundið örugga höfn. Gef oss í dag vort daglegt brauð og döprum heimi af þínum auð, það allt sem eflir líf og ást og gleði. https://youtu.be/MbbrX4UOACs Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kirkjan þjónar mörgum hlutverkum í samfélagi okkar, félagslegum, menningarlegum og trúarlegum en það er hin trúarlega vídd sem aðgreinir hana frá öðrum vettvangi í mannlífinu. Hið trúarlega er í senn flókið og framandi, sem byggir á því að Guð er óáþreifanlegur veruleiki, og einfalt í þeirri merkingu að iðkun trúar varðar heilsu manneskjunnar og sálarheill. Trúin er með öðrum orðum athvarf fyrir fólk. Athvarf í lífsins öldusjó og örugg höfn í þeirri vissu að við erum elskuð sköpun Guðs og að Guð þráir að eiga hlutdeild í lífi okkar. Þekkt dæmisaga eftir bandarískan prest, Theodore Wedel, líkir kristinni kirkju við björgunarstöð við grýtta strönd þar sem sjálfboðaliðar leggja sig í líma við að bjarga fólki úr sjávarháska, hröktum og köldum, og hjúkra því aftur til heilsu. Björgunarstöðin varð þekkt fyrir afrek sín og stuðningur barst úr öllum áttum, þar sem allir sáu þann árangur sem ósérhlífið starfið náði. Með auknum efnum upphófust kröfur um aukin þægindi í björgunarstöðinni og félagsstarf sjálfboðaliða jókst með bættri aðstöðu hússins. Þegar tíminn leið horfðu æ færri út á haf í leit að sjófarendum í sjávarháska og björgunarstarfinu sjálfu var loks falið launuðu starfsfólki, sem sinnti því fyrir samfélagið. Á endanum var svo farið að hrakið fólk var illa séð innan um þá góðborgara sem sóttu björgunarstöðina. Í kjölfar deilna um hlutverk björgunarhússins voru haldnar kosningar um hvort félagið ætti yfir höfuð að sinna björgunarstarfi og eftir að hafa beðið lægri hlut, neyddust þeir sem vildu beina sjónum sínum að sjófarendum í sjávarháska til að stofna nýtt björgunarhús neðar á hinni grýttu strönd. Þannig upphófst sama hringrásin á ný. Fríkirkjan í Reykjavík er dæmi um slíka björgunarstöð og áminning Wedel er brýn í okkar samhengi, að hafa í huga fyrir hvað við stöndum. Það eru mörg í okkar samfélagi í háska við að stíga öldugang lífsins og víða er fólk sem þarfnast stuðnings og athvarfs. Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið leiðandi í aðstoð við barnafjölskyldur og stefnumótun Hjálparstarfsins hefur breytt mjög verklagi og nálgun í neyðaraðstoð á Íslandi. Hjálparstarfið hefur tekið sér stöðu sem talsmaður fátækra í íslensku samfélagi, hefur kortlagt vandann og lagt fram tillögur til lausna. Þá hefur Hjálparstarfið forgangsraðað aðstoð sinni þannig að veita fyrst og fremst barnafjölskyldum aðstoð í formi inneignarkorta og hætt úthlutun á mat en hún tekur af fólki þá reisn að stjórna matarvenjum sínum sjálft. Þessi forgangsröðun hefur ekki verið sársaukalaus en með því að setja barnafjölskyldur í forgang hefur starfið gert meira gagn í aðstæðum fólks og brugðist við bráðum vanda þar sem velferð barna er ógnað af bágum kjörum. UNICEF hefur ítrekað bent á aukningu á fátækt barna á Íslandi. Þessi aukna fátækt er mælanlega mest hjá innflytjendum, sem og einstæðum foreldrum sem ekki hafa sterkt stuðningsnet í kringum sig. Þetta er í takt við þá aukningu á beiðnum um aðstoð til kirkjunnar og forgangsröðun innanlands-aðstoðarinnar. Í hverju barni sem líður skort á Íslandi birtist skömm okkar sem samfélags og sem kirkju. Samfélag kirkjunnar byggir á fátæku barni, sem fæddist inn í þennan heim á jólanótt. Barni sem birtir elsku Guðs í samfélagi okkar. Verkefni okkar sem kristnar manneskjur er að sinna því barni og annast það, í hverjum þeim sem við sjáum að er að berjast í bökkum í lífinu. Þar er líking Theodore Wedel mikilvæg áminning um að beina sjónum okkar út fyrir þann félagsskap sem við þekkjum og teljum okkur örugg í og til þeirra sem enn hafa ekki fundið örugga höfn. Gef oss í dag vort daglegt brauð og döprum heimi af þínum auð, það allt sem eflir líf og ást og gleði. https://youtu.be/MbbrX4UOACs Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar