„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. mars 2023 22:07 Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur tók nokkur góð samtöl við dómarana í kvöld, þó ekki við Bjarka Þór enda dæmdi hann ekki leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur. „Hann var mjög kærkominn. Eins og við töluðum um fyrir leik þá erum við búnir að vera að strögla mikið og okkur var farið að þyrsta í sigur. Þannig að þetta var mjög kærkomið.“ Það fór ekkert á milli mála að Grindvíkinga þyrsti í þennan sigur, og ákefðin í þeirra leik og hugarfarið var til fyrirmyndar allar 40 mínútur leiksins. „Þetta er það sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Þessi litlu smáatriði sem skipta rosalega miklu máli, sérstaklega fyrir okkar lið. Það var til fyrirmyndar í dag og ég er bara mjög sáttur.“ „Það komu kaflar þarna í fyrri hálfleik og við vissum alltaf að þeir myndu setja einhver skot eftir að við komumst þarna á skrið í þriðja. En eins og þú segir, við vorum bara „kassinn út“ og settum fókusinn á næstu sókn. Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið.“ Gkay Skordilis var drjúgur fyrir Grindvíkinga í kvöld, skoraði 23 stig og virtist varla geta klikkað úr skoti í byrjun leiks. Jóhann tók undir að hann hefði átt skínandi leik í kvöld. „Ég held ég geti bara verið sammála því. Hann var að fá boltann á réttum stöðum, sérstaklega í upphafi leiks og kom okkur af stað í þessu. Það náttúrulega þrengir teiginn og opnar fyrir hina úti og þegar við fáum þetta jafnvægi á leikinn inni og fyrir utan þá er þetta að lúkka mjög vel.“ Með þessum sigri þá má segja að framhaldið sé í höndum Grindvíkinga sjálfra, en þeir eiga mjög mikilvægan leik í næstu umferð gegn Hetti, sem eru einum sigri á eftir Grindavík eftir úrslit kvöldsins. „Algjörlega. Það eru risaleikir framundan hjá okkur þessir fjórir sem eftir eru og munu skera úr um það hvernig þetta endar hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik var töluvert meira dæmt á Grindvíkinga en Stjörnumenn, en munurinn var tvöfaldur þegar mest var. Eftir leik varði Jóhann drjúgum tíma á spjalli við Davíð Tómas Tómasson dómara. Var Jóhann eitthvað að reyna að leggja honum línurnar? „Alls ekki. Hann er mikið betri í þessu en ég. Við vorum bara að spjalla um daginn og veginn, þetta var ekkert alvarlegt. Hvort ég var sáttur eða ekki sáttur, stór hluti af okkar leik er að einbeita okkur að því sem við stjórnum.“ „Það eru hlutir sem við getum ekki stjórnað og við getum ekki haft nein áhrif á dómarana. Mér fannst við gera mjög vel í því í kvöld og það hefur vantað upp á í því í síðustu leikjum. Þar ég meðsekur og við allir. Það þýðir ekkert að vera að hengja sig á dómgæsluna. Það er nóg að einbeita sér að annað. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að hafa áhrif á þessa þrjá sem blása í flautuna.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Hann var mjög kærkominn. Eins og við töluðum um fyrir leik þá erum við búnir að vera að strögla mikið og okkur var farið að þyrsta í sigur. Þannig að þetta var mjög kærkomið.“ Það fór ekkert á milli mála að Grindvíkinga þyrsti í þennan sigur, og ákefðin í þeirra leik og hugarfarið var til fyrirmyndar allar 40 mínútur leiksins. „Þetta er það sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Þessi litlu smáatriði sem skipta rosalega miklu máli, sérstaklega fyrir okkar lið. Það var til fyrirmyndar í dag og ég er bara mjög sáttur.“ „Það komu kaflar þarna í fyrri hálfleik og við vissum alltaf að þeir myndu setja einhver skot eftir að við komumst þarna á skrið í þriðja. En eins og þú segir, við vorum bara „kassinn út“ og settum fókusinn á næstu sókn. Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið.“ Gkay Skordilis var drjúgur fyrir Grindvíkinga í kvöld, skoraði 23 stig og virtist varla geta klikkað úr skoti í byrjun leiks. Jóhann tók undir að hann hefði átt skínandi leik í kvöld. „Ég held ég geti bara verið sammála því. Hann var að fá boltann á réttum stöðum, sérstaklega í upphafi leiks og kom okkur af stað í þessu. Það náttúrulega þrengir teiginn og opnar fyrir hina úti og þegar við fáum þetta jafnvægi á leikinn inni og fyrir utan þá er þetta að lúkka mjög vel.“ Með þessum sigri þá má segja að framhaldið sé í höndum Grindvíkinga sjálfra, en þeir eiga mjög mikilvægan leik í næstu umferð gegn Hetti, sem eru einum sigri á eftir Grindavík eftir úrslit kvöldsins. „Algjörlega. Það eru risaleikir framundan hjá okkur þessir fjórir sem eftir eru og munu skera úr um það hvernig þetta endar hjá okkur.“ Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik var töluvert meira dæmt á Grindvíkinga en Stjörnumenn, en munurinn var tvöfaldur þegar mest var. Eftir leik varði Jóhann drjúgum tíma á spjalli við Davíð Tómas Tómasson dómara. Var Jóhann eitthvað að reyna að leggja honum línurnar? „Alls ekki. Hann er mikið betri í þessu en ég. Við vorum bara að spjalla um daginn og veginn, þetta var ekkert alvarlegt. Hvort ég var sáttur eða ekki sáttur, stór hluti af okkar leik er að einbeita okkur að því sem við stjórnum.“ „Það eru hlutir sem við getum ekki stjórnað og við getum ekki haft nein áhrif á dómarana. Mér fannst við gera mjög vel í því í kvöld og það hefur vantað upp á í því í síðustu leikjum. Þar ég meðsekur og við allir. Það þýðir ekkert að vera að hengja sig á dómgæsluna. Það er nóg að einbeita sér að annað. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að hafa áhrif á þessa þrjá sem blása í flautuna.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira