Sjúkraliðar – eftirsóttir til vinnu, líka utan heilbrigðisþjónustunnar Sandra B. Franks skrifar 7. mars 2023 10:30 Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt. Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða er ný námsbraut við Háskólann á Akureyri sem er mikilvæg leið fyrir starfandi sjúkraliða til að byggja ofan á þekkingu sína og færni. Í náminu er lögð áhersla á að efla klíníska færni og þekkingu í samskiptum sem meðferðartæki, sem og þátttöku í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu. Kjörsvið öldrunar- og heimahjúkrunar fór af stað 2021 og er fyrst og fremst hugsað til að auka gæði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu til handa öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Einnig er boðið upp á samfélagsgeðhjúkrun en eftirspurn eftir slíkri heilbrigðisþjónustu mun eingöngu aukast þegar fram líða stundir. Jákvæðu ráðherrarnir: Áslaug og Willum Í síðustu viku átti Sjúkraliðafélag Íslands fund með háskólaráðherra til að ræða sérstaklega um þennan nýja hóp sjúkraliða sem komin á háskólastig. Við nefndum við ráðherrann hugmyndir okkar um mögulegt samstarf Háskólans á Akureyri við Háskóla Íslands. Áslaug, með lausnamiðuðu viðmóti sínu tók jákvætt í hugmyndina, og benti á að slíkt þyrfti vissulega að gerast á forsendum skólanna. Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands munu því í þessari viku funda með rektor Háskóla Íslands til að ræða m.a. þessa hugmynd. Við ræddum einnig við ráðherrann um mögulegar leiðir til að bæta hjúkrunarþjónustu og hagkvæmni þess að bjóða upp raunfærnimat sem námsleið fyrir þá sjúkraliða sem vilja halda áfram í námi innan hjúkrunarfræðinnar. Sem fyrr tók ráðherra vel undir tillöguna og virtist jákvæð gagnvart slíkri námsleið. Raunfærnimat er í reynd leið til að meta þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast á vinnumarkaði og/eða í fyrra námi sínu. Matið getur þannig mögulega stytt formlegt nám, sparað hinu opinbera fjármuni og verið hvatning fyrir sjúkraliða til að sækja sér enn frekari menntun á skyldu sviði. Við ræddum einnig þessi mál við heilbrigðisráðherrann í síðustu viku sem ætíð hefur sýnt stöðu sjúkraliða mikinn skilning. Aukin tækifæri til menntunar fyrir sjúkraliða helst einnig í hendur við einn stærsta aðkallandi vanda vestrænna þjóða, sem er skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Willum tók undir áherslur félagsins um mikilvægi þess að stjórnendur heilbrigðisstofnana finni þessum sjúkraliðum stað í kerfinu, enda verða þeir mikilvæg viðbót við hjúkrunarþjónustu í landinu sem kemur til með að létta undir með öðru heilbrigðisstarfsfólki og þá einkum hjúkrunarfræðingum. Nú er býnt að bregðast við Sjúkraliðar eru næstfjölmennsta heilbrigðisstétt landsins en allt að 40% þeirra er að detta á lífeyrisaldurinn næstu 15 árin. Þessu til viðbótar fer núna um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða að starfa við annað en fagið og meira en helmingur sjúkraliða hafa í hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Ofan í þessa þróun mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast næstu 25 árin og því er ljóst að nú er tíminn til að bregðast við með fleiri tækifærum fyrir menntaða sjúkraliða og almennri fjölgun hjá heilbrigðisstéttum. Boltinn er hjá ráðherrunum Það er mikilvægt að finna stuðning og skilning ráðafólks á stöðu sjúkraliða. Það var þessi ríkisstjórn sem setti á fót þetta nýja háskólanám fyrir sjúkraliða og því er það fullkomlega eðlilegt að þessi sama ríkisstjórn fylgi stefnu sinni vel eftir. Í því ljósi er það frekar furðulegt að Sjúkraliðafélags Íslands standi iðulega í stappi við forsvarsfólk heilbrigðisstofnana þegar kemur að því að gera ráð fyrir þessum nýju menntuðu sjúkraliðum innan stofnana. Þá sætir það einnig furðu hversu erfitt það reynist hjá heilbrigðisstofnunum að taka tillit til aukinnar menntunar sjúkraliða í stofnanasamningum. Ríkisstjórnin og stjórnvöld hafa sýnt að vilji þeirra sé að efla sjúkraliðastéttina, m.a. með auknum tækifærum til viðbótar- og símenntunar. En betur má ef duga skal, því sjúkraliðar eru mjög eftirsóttir til vinnu, einnig utan heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hverfa einfaldlega í önnur störf og leita á önnur mið ef ekki er gert ráð fyrir að menntun þeirra sé metin að verðleikum, og til launa. Það þarf að gera ráð fyrir að sjúkraliðar sem lokið hafa fagnámi til diplómaprófs sé sérstaklega ávarpað í stofnanasamningum. Nú mega stjórnvöld ekki missa boltann, heldur þurfa þau að eiga samtalið við sínar undirstofnanir til að tryggja stefna þeirra sé virt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt. Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða er ný námsbraut við Háskólann á Akureyri sem er mikilvæg leið fyrir starfandi sjúkraliða til að byggja ofan á þekkingu sína og færni. Í náminu er lögð áhersla á að efla klíníska færni og þekkingu í samskiptum sem meðferðartæki, sem og þátttöku í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu. Kjörsvið öldrunar- og heimahjúkrunar fór af stað 2021 og er fyrst og fremst hugsað til að auka gæði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu til handa öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Einnig er boðið upp á samfélagsgeðhjúkrun en eftirspurn eftir slíkri heilbrigðisþjónustu mun eingöngu aukast þegar fram líða stundir. Jákvæðu ráðherrarnir: Áslaug og Willum Í síðustu viku átti Sjúkraliðafélag Íslands fund með háskólaráðherra til að ræða sérstaklega um þennan nýja hóp sjúkraliða sem komin á háskólastig. Við nefndum við ráðherrann hugmyndir okkar um mögulegt samstarf Háskólans á Akureyri við Háskóla Íslands. Áslaug, með lausnamiðuðu viðmóti sínu tók jákvætt í hugmyndina, og benti á að slíkt þyrfti vissulega að gerast á forsendum skólanna. Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands munu því í þessari viku funda með rektor Háskóla Íslands til að ræða m.a. þessa hugmynd. Við ræddum einnig við ráðherrann um mögulegar leiðir til að bæta hjúkrunarþjónustu og hagkvæmni þess að bjóða upp raunfærnimat sem námsleið fyrir þá sjúkraliða sem vilja halda áfram í námi innan hjúkrunarfræðinnar. Sem fyrr tók ráðherra vel undir tillöguna og virtist jákvæð gagnvart slíkri námsleið. Raunfærnimat er í reynd leið til að meta þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast á vinnumarkaði og/eða í fyrra námi sínu. Matið getur þannig mögulega stytt formlegt nám, sparað hinu opinbera fjármuni og verið hvatning fyrir sjúkraliða til að sækja sér enn frekari menntun á skyldu sviði. Við ræddum einnig þessi mál við heilbrigðisráðherrann í síðustu viku sem ætíð hefur sýnt stöðu sjúkraliða mikinn skilning. Aukin tækifæri til menntunar fyrir sjúkraliða helst einnig í hendur við einn stærsta aðkallandi vanda vestrænna þjóða, sem er skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Willum tók undir áherslur félagsins um mikilvægi þess að stjórnendur heilbrigðisstofnana finni þessum sjúkraliðum stað í kerfinu, enda verða þeir mikilvæg viðbót við hjúkrunarþjónustu í landinu sem kemur til með að létta undir með öðru heilbrigðisstarfsfólki og þá einkum hjúkrunarfræðingum. Nú er býnt að bregðast við Sjúkraliðar eru næstfjölmennsta heilbrigðisstétt landsins en allt að 40% þeirra er að detta á lífeyrisaldurinn næstu 15 árin. Þessu til viðbótar fer núna um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða að starfa við annað en fagið og meira en helmingur sjúkraliða hafa í hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Ofan í þessa þróun mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast næstu 25 árin og því er ljóst að nú er tíminn til að bregðast við með fleiri tækifærum fyrir menntaða sjúkraliða og almennri fjölgun hjá heilbrigðisstéttum. Boltinn er hjá ráðherrunum Það er mikilvægt að finna stuðning og skilning ráðafólks á stöðu sjúkraliða. Það var þessi ríkisstjórn sem setti á fót þetta nýja háskólanám fyrir sjúkraliða og því er það fullkomlega eðlilegt að þessi sama ríkisstjórn fylgi stefnu sinni vel eftir. Í því ljósi er það frekar furðulegt að Sjúkraliðafélags Íslands standi iðulega í stappi við forsvarsfólk heilbrigðisstofnana þegar kemur að því að gera ráð fyrir þessum nýju menntuðu sjúkraliðum innan stofnana. Þá sætir það einnig furðu hversu erfitt það reynist hjá heilbrigðisstofnunum að taka tillit til aukinnar menntunar sjúkraliða í stofnanasamningum. Ríkisstjórnin og stjórnvöld hafa sýnt að vilji þeirra sé að efla sjúkraliðastéttina, m.a. með auknum tækifærum til viðbótar- og símenntunar. En betur má ef duga skal, því sjúkraliðar eru mjög eftirsóttir til vinnu, einnig utan heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hverfa einfaldlega í önnur störf og leita á önnur mið ef ekki er gert ráð fyrir að menntun þeirra sé metin að verðleikum, og til launa. Það þarf að gera ráð fyrir að sjúkraliðar sem lokið hafa fagnámi til diplómaprófs sé sérstaklega ávarpað í stofnanasamningum. Nú mega stjórnvöld ekki missa boltann, heldur þurfa þau að eiga samtalið við sínar undirstofnanir til að tryggja stefna þeirra sé virt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun