Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 12:18 Carlson hefur gerst uppvís að því að segja eitt á skjánum en annað bak við tjöldin og óvíst hvort hann trúir því sjálfur sem hann heldur fram um óeirðirnar. Getty/Jason Koerner Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi. Það var sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sem birti myndskeiðið, sem hann sagði til marks um að árásin hefði ekki falið í sér óeirðir eða uppreisn heldur „friðsamlega kaos“. Þáttastjórnandinn hefur ítrekað haldið því fram að meira hafi verið gert úr árásinni en efni stóðu til. Carlson sagði myndskeiðið, sem hann fékk frá Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, sýna að á meðan fámennur hópur mótmælenda hefði gerst sekur um ofbeldi hefðu flestir þeirra verið í útsýnistúr um þinghúsið. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að það hefðu verið mistök hjá Fox News að mála mynd af atburðum sem gengi þvert á niðurstöðu lögregluyfirvalda í þinghúsinu. Vísaði hann meðal annars í minnisblað lögreglustjórans Tom Manger, þar sem sagði að þáttur Carlson hefði verið uppfullur af meiðandi og misvísandi niðurstöðum um atburðina 6. janúar 2021. „QAnon-seiðmaðurinn“ er án efa eitt þekktasta andlit innrásarinnar í þinghúsið.Getty/Win McNamee Aðdáendur Carlson og fylgismenn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur sætt rannsókn vegna óeirðanna, hafa bent á að myndskeiðið sýni Jacob Chansley rölta rólega um ganga þinghússins í fylgd lögreglu. Chansley er eitt þekktasta andlit innrásarinnar og gengur undir viðurnefninu „QAnon-seiðmaðurinn“. Hann var dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Carlson sagði í þætti sínum að lögregla hefði veitt Chansley leiðsögn um þinghúsið en Manger segir staðhæfinguna bæði falska og fáránlega. Lögreglumennirnir á vakt hefðu gert sitt besta til að ræða við innrásarmenn og fá þá til að yfirgefa þinghúsið. Samkvæmt yfirvöldum var ráðist á 140 lögreglumenn í árásinni á þinghúsið. 300 hafa verið ákærðir í tengslum við málið, meðal annars fyrir ofbeldisverk og og fyrir að hindra lögreglu í störfum sínum. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Það var sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sem birti myndskeiðið, sem hann sagði til marks um að árásin hefði ekki falið í sér óeirðir eða uppreisn heldur „friðsamlega kaos“. Þáttastjórnandinn hefur ítrekað haldið því fram að meira hafi verið gert úr árásinni en efni stóðu til. Carlson sagði myndskeiðið, sem hann fékk frá Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, sýna að á meðan fámennur hópur mótmælenda hefði gerst sekur um ofbeldi hefðu flestir þeirra verið í útsýnistúr um þinghúsið. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að það hefðu verið mistök hjá Fox News að mála mynd af atburðum sem gengi þvert á niðurstöðu lögregluyfirvalda í þinghúsinu. Vísaði hann meðal annars í minnisblað lögreglustjórans Tom Manger, þar sem sagði að þáttur Carlson hefði verið uppfullur af meiðandi og misvísandi niðurstöðum um atburðina 6. janúar 2021. „QAnon-seiðmaðurinn“ er án efa eitt þekktasta andlit innrásarinnar í þinghúsið.Getty/Win McNamee Aðdáendur Carlson og fylgismenn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur sætt rannsókn vegna óeirðanna, hafa bent á að myndskeiðið sýni Jacob Chansley rölta rólega um ganga þinghússins í fylgd lögreglu. Chansley er eitt þekktasta andlit innrásarinnar og gengur undir viðurnefninu „QAnon-seiðmaðurinn“. Hann var dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Carlson sagði í þætti sínum að lögregla hefði veitt Chansley leiðsögn um þinghúsið en Manger segir staðhæfinguna bæði falska og fáránlega. Lögreglumennirnir á vakt hefðu gert sitt besta til að ræða við innrásarmenn og fá þá til að yfirgefa þinghúsið. Samkvæmt yfirvöldum var ráðist á 140 lögreglumenn í árásinni á þinghúsið. 300 hafa verið ákærðir í tengslum við málið, meðal annars fyrir ofbeldisverk og og fyrir að hindra lögreglu í störfum sínum.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira