Rafíþróttir

Framhaldsskólaleikarnir í beinni: Sæti í undanúrslitum í boði

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
risi-fris-2022-game-preview--66a6cf71-3444-43e7-a4e1-a82f2de3bbb2

Átta liða úrslit Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands, FRÍS, halda áfram í kvöld þegar Menntaskólinn á Ásbrú og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ eigast við.

Þetta er önnur viðureignin í átta liða úrslitum FRÍS, en Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi tryggði sér fyrsta lausa sætið í undanúrslitum með sigri gegn Menntaskólanum við Sund fyrir viku síðan. Sigurvegarinn í viðureign kvöldsins mætir FVA í undanúrslitum.

Eins og áður er keppt í þremur leikjum: CS;GO, Rocket League og Valorant, en beina útsendingu má sjá á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.






×