Bryndís: Við erum að byggja upp lið til framtíðar Stefán Snær Ágústsson skrifar 8. mars 2023 21:59 Amanda Ogodugha er leikmaður Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Bryndís Gunnlaugsdóttir var afar kát eftir sannfærandi sigur gegn Breiðablik í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum á miðvikudagskvöldið. Grindavíkurkonur voru sterkari allan leikinn og tóku stigin tvö með sér heim eftir samheldna liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109. „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum á okkar standard. Við reyndar gerðum mikið af varnarmistökum og ég veit að við erum betri varnarlega en að Blikar skori á okkur 75 stig,“ sagði Bryndís en hún stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar þjálfara. „Við vorum að æfa okkur í að sækja hratt og þá fengum við oft á okkur auðveldar körfur á móti en ég er mjög ánægð með effortið allar 40 mínúturnar og alla leikmennina sem komu inn á af bekknum lika.“ Grindavíkurkonur tóku strax forskotið eftir fyrsta skot leiksins og gáfu það aldrei frá sér. Spurð hvort þetta hafi verið þægilegur eða auðveldur sigur, var þjálfarinn ekki svo viss. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Við náðum forskotinu strax en mér fannst Blikar samt ná að hanga í okkur þar til snemma í öðrum leikhluta en þá náðum við góðum kafla og bjuggum til 20 stiga mun.“ „Eftir það, kannski varð það auðvelt en það var vegna þess við spiluðum á okkar standard og héldum upp okkar tempói, við slökuðum ekki á.“ Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur í leiknum úr 51 þriggja stiga skotum en Blikar náðu aðeins að setja 5 þriggja stiga körfur, var það hluti af leikplani gestanna að einblína á þriggja stiga skotin? „Við höfum verið að skjóta mikið af þriggja stiga færum í allan vetur. Við viljum vera lið sem dreifir boltanum, allir sem eiga opið skot eiga að taka það og við leggjum upp úr því að finna góða, opna skotið og spila soldið inside-outside.“ „Blikar voru að þétta teiginn, eðlilega því Amanda er stór og sterk inn í teig, og þá opnuðust þriggja stiga skotin og þá auðvita taka stelpurnar skotin. Þær skutu af miklu sjálfstrausti sem hefur kannski vantað síðustu leiki og vonandi er þetta bara eitthvað sem heldur áfram í næstu leikjum.“ Sigur liðsins einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu en stjörnuleikmaður liðsins, Dani Rodriguez, átti rólegan leik. Hversu mikilvægt er að hafa leikmenn eins og Huldu Björk, Heklu Eik og Elma Dautovic, sem allar skiluðu frá sér 20 stigum í leiknum, í liðinu? „Þetta er það sem við höfum verið að leggja upp með í allan vetur. Við viljum ekki vera með eina ofurhetju sem á að skora 40 stig og gera allt.“ „Við erum að byggja upp lið til framtíðar, við erum að byggja upp liðsheild og við viljum að íslensku stelpurnar okkar séu að taka ábyrgð alveg eins og atvinnumennirnir okkar og mér fannst það ganga vel í dag, þær voru allar að deila boltanum og voru óeigingjarnar að leita að opna, góða skotinu.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
„Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum á okkar standard. Við reyndar gerðum mikið af varnarmistökum og ég veit að við erum betri varnarlega en að Blikar skori á okkur 75 stig,“ sagði Bryndís en hún stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar þjálfara. „Við vorum að æfa okkur í að sækja hratt og þá fengum við oft á okkur auðveldar körfur á móti en ég er mjög ánægð með effortið allar 40 mínúturnar og alla leikmennina sem komu inn á af bekknum lika.“ Grindavíkurkonur tóku strax forskotið eftir fyrsta skot leiksins og gáfu það aldrei frá sér. Spurð hvort þetta hafi verið þægilegur eða auðveldur sigur, var þjálfarinn ekki svo viss. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Við náðum forskotinu strax en mér fannst Blikar samt ná að hanga í okkur þar til snemma í öðrum leikhluta en þá náðum við góðum kafla og bjuggum til 20 stiga mun.“ „Eftir það, kannski varð það auðvelt en það var vegna þess við spiluðum á okkar standard og héldum upp okkar tempói, við slökuðum ekki á.“ Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur í leiknum úr 51 þriggja stiga skotum en Blikar náðu aðeins að setja 5 þriggja stiga körfur, var það hluti af leikplani gestanna að einblína á þriggja stiga skotin? „Við höfum verið að skjóta mikið af þriggja stiga færum í allan vetur. Við viljum vera lið sem dreifir boltanum, allir sem eiga opið skot eiga að taka það og við leggjum upp úr því að finna góða, opna skotið og spila soldið inside-outside.“ „Blikar voru að þétta teiginn, eðlilega því Amanda er stór og sterk inn í teig, og þá opnuðust þriggja stiga skotin og þá auðvita taka stelpurnar skotin. Þær skutu af miklu sjálfstrausti sem hefur kannski vantað síðustu leiki og vonandi er þetta bara eitthvað sem heldur áfram í næstu leikjum.“ Sigur liðsins einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu en stjörnuleikmaður liðsins, Dani Rodriguez, átti rólegan leik. Hversu mikilvægt er að hafa leikmenn eins og Huldu Björk, Heklu Eik og Elma Dautovic, sem allar skiluðu frá sér 20 stigum í leiknum, í liðinu? „Þetta er það sem við höfum verið að leggja upp með í allan vetur. Við viljum ekki vera með eina ofurhetju sem á að skora 40 stig og gera allt.“ „Við erum að byggja upp lið til framtíðar, við erum að byggja upp liðsheild og við viljum að íslensku stelpurnar okkar séu að taka ábyrgð alveg eins og atvinnumennirnir okkar og mér fannst það ganga vel í dag, þær voru allar að deila boltanum og voru óeigingjarnar að leita að opna, góða skotinu.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira