Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum. Þar segir að Elísabet komi til Haga frá BIOEFFECT þar sem hún hafi starfað sem framkvæmdastjóri markaðssviðs og meðal annars leitt markaðs- og vörumerkjauppbyggingu á húðvörulínu BIOEFFECT á innlendum og erlendum mörkuðum.
„Elísabet hefur áratuga reynslu af markaðsmálum og vörumerkjastýringu, meðal annars við markaðssetningu íslenskra vara og þjónustu á innlendum og erlendum mörkuðum. Áður starfaði Elísabet fyrir Marel á Íslandi og í Danmörku þar sem hún meðal annars vann að endurmörkun, sem og uppbyggingu og innleiðingu á sýningar- og þjálfunarhúsnæði fyrirtækisins.Þar áður starfaði Elísabet hjá Glitni og Ölgerðinni.
Elísabet, sem er alþjóðamarkaðsfræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, mun hefja störf fyrir Haga í apríl næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.