Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2023 15:36 Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki vilja trúa því að málið fari aftur í sama farveg og að meirihlutavaldi verði beitt til að koma í veg fyrir að hann geti lagt fyrirspurn fyrir þingforseta. Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. Önnur fyrirspurnin er nokkuð yfirgripsmikil og varðar fjölda bréfa og gagna sem gengið hafa á milli þingforseta og stjórnvalda. Þar er jafnframt spurt um samantekt sem fyrrverandi ríkisendurskoðandi sendi forsætisnefnd og hefur að geyma athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol frá 2020. Hin fyrirspurnin er í þremur liðum, svohljóðandi: 1) Hefur forseta borist bréf frá settum ríkisendurskoðanda, dags. 27. júlí 2018? 2) Telur forseti að varðveisla bréfsins hjá Alþingi falli undir verksvið hans sem forseta samkvæmt 9. gr. þingskapalaga þar sem fram kemur að forseti fari með æðsta vald í stjórnsýslu Alþingis? 3) Telji forseti varðveislu bréfsins hjá Alþingi ekki falla undir verksvið hans samkvæmt 9. gr. þingskapalaga, getur forseti upplýst hvort og þá á hvaða lagagrundvelli hann telur sér heimilt að takmarka aðgang þingmanna að efni bréfsins og fylgiskjali sem því kann að hafa fylgt? Nú mun það koma til kasta forseta Alþingis að ákveða hvort fyrirspurnin skuli leyfð. Ef ekki gæti aftur komið til atkvæðagreiðslu í þingsal, en þingmenn eiga rétt á að bera synjun forseta undir atkvæði. Trúir því varla að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leik Jóhann segir í samtali við fréttastofu að hann trúi því varla að málið fari í sama farveg og áður. „Ég vil helst ekki trúa því að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leikinn og stöðvi fleiri fyrirspurnir í krafti meirihlutavalds, en hvað veit maður.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð í gær þar sem Lindarhvoli ehf. var gert að afhenda lögfræðiálit um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda. Sjá nánar: Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Jóhann bendir á að samkvæmt úrskurðinum megi ekki synja almenningi um aðgang að lögfræðiálitinu á grunni 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. á þeim forsendum að um sé að ræða bréfaskipti í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli. „Þetta er athyglisvert í ljósi þess að yfirstjórn Alþingis synjaði einmitt fjölmiðli um aðgang að lögfræðiálitinu með vísan til sama lagaákvæðis, á þessum sömu forsendum sem eru augljóslega rangar,“ segir Jóhann og bætir við: „Það kemur mjög skýrt fram í lögskýringargögnum frá því að upplýsingalög voru sett á sínum tíma að þessi tiltekna undanþága frá upplýsingarétti, um bréfaskipti vegna réttarágreinings eða dómsmáls, „tekur […] ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Þess vegna er ekki hægt að skýla sér á bak við hana. Alþingi og almenningur eiga rétt á að vita hvað stendur þarna.“ Jóhann segir að svo virtist sem að yfirstjórn Alþingis hafi túlkað upplýsingalög með þrengri hætti en efni standa til. „Eðlilegast væri að forseti Alþingis birti strax lögfræðiálitið eins og fjöldi þingmanna hefur kallað eftir“ Starfsemi Lindarhvols Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Önnur fyrirspurnin er nokkuð yfirgripsmikil og varðar fjölda bréfa og gagna sem gengið hafa á milli þingforseta og stjórnvalda. Þar er jafnframt spurt um samantekt sem fyrrverandi ríkisendurskoðandi sendi forsætisnefnd og hefur að geyma athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol frá 2020. Hin fyrirspurnin er í þremur liðum, svohljóðandi: 1) Hefur forseta borist bréf frá settum ríkisendurskoðanda, dags. 27. júlí 2018? 2) Telur forseti að varðveisla bréfsins hjá Alþingi falli undir verksvið hans sem forseta samkvæmt 9. gr. þingskapalaga þar sem fram kemur að forseti fari með æðsta vald í stjórnsýslu Alþingis? 3) Telji forseti varðveislu bréfsins hjá Alþingi ekki falla undir verksvið hans samkvæmt 9. gr. þingskapalaga, getur forseti upplýst hvort og þá á hvaða lagagrundvelli hann telur sér heimilt að takmarka aðgang þingmanna að efni bréfsins og fylgiskjali sem því kann að hafa fylgt? Nú mun það koma til kasta forseta Alþingis að ákveða hvort fyrirspurnin skuli leyfð. Ef ekki gæti aftur komið til atkvæðagreiðslu í þingsal, en þingmenn eiga rétt á að bera synjun forseta undir atkvæði. Trúir því varla að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leik Jóhann segir í samtali við fréttastofu að hann trúi því varla að málið fari í sama farveg og áður. „Ég vil helst ekki trúa því að stjórnarflokkarnir leiki aftur sama leikinn og stöðvi fleiri fyrirspurnir í krafti meirihlutavalds, en hvað veit maður.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð í gær þar sem Lindarhvoli ehf. var gert að afhenda lögfræðiálit um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda. Sjá nánar: Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Jóhann bendir á að samkvæmt úrskurðinum megi ekki synja almenningi um aðgang að lögfræðiálitinu á grunni 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. á þeim forsendum að um sé að ræða bréfaskipti í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli. „Þetta er athyglisvert í ljósi þess að yfirstjórn Alþingis synjaði einmitt fjölmiðli um aðgang að lögfræðiálitinu með vísan til sama lagaákvæðis, á þessum sömu forsendum sem eru augljóslega rangar,“ segir Jóhann og bætir við: „Það kemur mjög skýrt fram í lögskýringargögnum frá því að upplýsingalög voru sett á sínum tíma að þessi tiltekna undanþága frá upplýsingarétti, um bréfaskipti vegna réttarágreinings eða dómsmáls, „tekur […] ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Þess vegna er ekki hægt að skýla sér á bak við hana. Alþingi og almenningur eiga rétt á að vita hvað stendur þarna.“ Jóhann segir að svo virtist sem að yfirstjórn Alþingis hafi túlkað upplýsingalög með þrengri hætti en efni standa til. „Eðlilegast væri að forseti Alþingis birti strax lögfræðiálitið eins og fjöldi þingmanna hefur kallað eftir“
Starfsemi Lindarhvols Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29
Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10