Einar Örn um íslenska handboltalandsliðið: Þetta er ekki lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 10:01 Íslenska handboltalandsliðið er óþekkjanlegt þessa dagana. Vísir/Vilhelm Einar Örn Jónsson þekkir íslenska handboltalandsliðið frá öllum hliðum og hann var í sjokki eftir leik íslenska liðsins á móti Tékkum á miðvikudaginn. Íslenska liðið tapaði leiknum með fimm marka mun og þarf nú sex marka sigur um helgina ætli liðið sér að vinna riðilinn og komast í efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í riðla á EM sem fer fram í Þýskalandi í janúar. „Maður getur orðið fúll yfir því að nokkrar sóknir fari forgörðum, að það líði nokkrar mínútur milli marka, en að spila hræðilegan fyrri hálfleik og taka síðan heilt korter í þeim seinni í að skora eitt mark með tilliti til slæms fyrri hálfleiks. Það var þá sem ég varð bara fyrir sjokki. Ég bjóst aldrei við því að sjá þetta frá íslensku landsliði og þá kannski síst frá þessu tiltekna íslenska landsliði,“ sagði Einar Örn í samtali við Fréttablaðið. Einar Örn Jónsson, er eins og flestir vita fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi íþróttafréttamaður hjá RÚV. Hann segir að liðið sem hópur, virðist vera á mjög erfiðum stað. „Það þarf að búa til lið, finna réttu blönduna og græja allt það sem þarf að græja svo lið smelli saman. Maður hélt að allt það væri til staðar hjá þessu íslenska landsliði af því að við höfum séð það áður. En svo horfir maður á þennan leik gegn Tékkunum og verður, í framhaldi af honum, að segja að þetta er ekki lið. Við erum ekki með lið, því lið verja sig gegn svona áföllum. Lið geta alveg tapað leikjum en þau verja sig gegn svona. Lið stendur saman, berst áfram í gegnum hlutina, það þekkja allir sín hlutverk og enginn er brotin skel inni á vellinum,“ sagði Einar Örn. „Maður sá brot af því á HM, að við værum ekki lið, en svo sá maður það að fullu á móti Tékkunum þegar við fórum á háværan útivöll gegn algjöru miðlungsliði og steinliggjum. Það er enginn sem að ber hönd fyrir höfuð sér til að verja liðið gegn þessu áhlaupi og áfalli,“ sagði Einar Örn. Það má lesa allt viðtalið hér. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Íslenska liðið tapaði leiknum með fimm marka mun og þarf nú sex marka sigur um helgina ætli liðið sér að vinna riðilinn og komast í efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í riðla á EM sem fer fram í Þýskalandi í janúar. „Maður getur orðið fúll yfir því að nokkrar sóknir fari forgörðum, að það líði nokkrar mínútur milli marka, en að spila hræðilegan fyrri hálfleik og taka síðan heilt korter í þeim seinni í að skora eitt mark með tilliti til slæms fyrri hálfleiks. Það var þá sem ég varð bara fyrir sjokki. Ég bjóst aldrei við því að sjá þetta frá íslensku landsliði og þá kannski síst frá þessu tiltekna íslenska landsliði,“ sagði Einar Örn í samtali við Fréttablaðið. Einar Örn Jónsson, er eins og flestir vita fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi íþróttafréttamaður hjá RÚV. Hann segir að liðið sem hópur, virðist vera á mjög erfiðum stað. „Það þarf að búa til lið, finna réttu blönduna og græja allt það sem þarf að græja svo lið smelli saman. Maður hélt að allt það væri til staðar hjá þessu íslenska landsliði af því að við höfum séð það áður. En svo horfir maður á þennan leik gegn Tékkunum og verður, í framhaldi af honum, að segja að þetta er ekki lið. Við erum ekki með lið, því lið verja sig gegn svona áföllum. Lið geta alveg tapað leikjum en þau verja sig gegn svona. Lið stendur saman, berst áfram í gegnum hlutina, það þekkja allir sín hlutverk og enginn er brotin skel inni á vellinum,“ sagði Einar Örn. „Maður sá brot af því á HM, að við værum ekki lið, en svo sá maður það að fullu á móti Tékkunum þegar við fórum á háværan útivöll gegn algjöru miðlungsliði og steinliggjum. Það er enginn sem að ber hönd fyrir höfuð sér til að verja liðið gegn þessu áhlaupi og áfalli,“ sagði Einar Örn. Það má lesa allt viðtalið hér.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða