Krafði Katrínu og Bjarna um skýr svör Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2023 11:33 Rebekka Karlsdóttir, forseti SHÍ, og hópur mótmælenda. Vísir/Einar Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, vegna þess sem þeir telja vera vanfjármögnun hins opinbera háskólakerfis. Forseti Stúdendaráðs HÍ afhenti forsætis- og fjármálaráðherra áskorun stúdenta og lét ráðherra vinna fyrir kaupinu sínu með krefjandi spurningum. Stúdentar við Háskóla Íslands telja að skólinn sé vanfjármagnaður upp á upphæð sem nemur einum milljarði króna. Þá hafa stúdentarnir einnig áhyggjur af því að hækka eigi skráningargjald í opinbera háskóla hér á landi. Til þess að mótmæla þessu marseraði hópur stúdenta að Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur. Mótmælendurnir sögðu að stúdentar væru látnir splæsa til þessa að reka hið opinbera háskólakerfi.Vísir/Einar Að loknum fundi ríkisstjórnarinnar afhenti Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra áskorun stúdenta. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lét Rebekka sér ekki nægja að afhenda áskorunina heldur krafði hún bæði Katrínu og Bjarna um svör við áhyggjum stúdenta. Í viðtali við fréttastofu, áður en að Rebekka náði tali af ráðherrunum, sagði hún stúdenta telja að stjórnvöld væru ekki að sinna skyldum sínum um að fjármagna háskólakerfið sem skyldi. Þá væru þau mótfallin hækkun á skráningargjaldi í opinbera háskóla. Stúdentar mættu með borða.Vísir/Einar „Við höfum verið að benda á að það sé verið að nota skrásetningargjaldið í allt of marga hluti sem Stúdentaráð telur ekki standast lög um opinbera háskóla. Þetta birtist svo extra skýrt núna sem er ástæðan fyrir því að við erum að tala um þetta saman. Strax eftir að mikill niðurskurður var boðaður til háskólans í umræðum um fjárlög, þá stekkur háskólinn til, reynir að bregðast við stöðunni og óskar eftir hækkun skrásetningargjaldsins, sagði Rebekka. Rebekka Karlsdóttir er forseti Stúdentaráðs HÍ.Vísir/Einar „Það er verið að kafa beint í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldu sinni að fjármagna opinbera háskólamenntun,“ bætti hún við. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Stúdentar við Háskóla Íslands telja að skólinn sé vanfjármagnaður upp á upphæð sem nemur einum milljarði króna. Þá hafa stúdentarnir einnig áhyggjur af því að hækka eigi skráningargjald í opinbera háskóla hér á landi. Til þess að mótmæla þessu marseraði hópur stúdenta að Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur. Mótmælendurnir sögðu að stúdentar væru látnir splæsa til þessa að reka hið opinbera háskólakerfi.Vísir/Einar Að loknum fundi ríkisstjórnarinnar afhenti Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra áskorun stúdenta. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lét Rebekka sér ekki nægja að afhenda áskorunina heldur krafði hún bæði Katrínu og Bjarna um svör við áhyggjum stúdenta. Í viðtali við fréttastofu, áður en að Rebekka náði tali af ráðherrunum, sagði hún stúdenta telja að stjórnvöld væru ekki að sinna skyldum sínum um að fjármagna háskólakerfið sem skyldi. Þá væru þau mótfallin hækkun á skráningargjaldi í opinbera háskóla. Stúdentar mættu með borða.Vísir/Einar „Við höfum verið að benda á að það sé verið að nota skrásetningargjaldið í allt of marga hluti sem Stúdentaráð telur ekki standast lög um opinbera háskóla. Þetta birtist svo extra skýrt núna sem er ástæðan fyrir því að við erum að tala um þetta saman. Strax eftir að mikill niðurskurður var boðaður til háskólans í umræðum um fjárlög, þá stekkur háskólinn til, reynir að bregðast við stöðunni og óskar eftir hækkun skrásetningargjaldsins, sagði Rebekka. Rebekka Karlsdóttir er forseti Stúdentaráðs HÍ.Vísir/Einar „Það er verið að kafa beint í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldu sinni að fjármagna opinbera háskólamenntun,“ bætti hún við.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira