Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarlið Juventus og náði forystunni með skallamarki strax á 2.mínútu. Inter jafnaði metin skömmu fyrir leikslok og því þurfti að framlengja þar sem fyrri leikur liðanna fór einnig 1-1.
Í framlengingunni gerði hin hollenska Lineth Beerensteyn eina markið fyrir Juventus og skaut liðinu áfram en Söru var skipt af velli á 108.mínútu.
Anna Björk Kristjánsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Inter.
Us when that early goal went in #JuveInter pic.twitter.com/RE6OnZRocH
— Juventus Women (@JuventusFCWomen) March 11, 2023
Á sama tíma féll AC Milan úr keppni eftir 3-1 tap gegn Roma. Guðný Árnadóttir hóf leik á varamannabekk AC Milan en kom inná eftir rúmlega klukkutíma leik.