Segir mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt kjarasamninga Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 13:41 Heiðrún Lind segir SFS hafa komið til mót við vel flestar kröfur stéttarfélagana. Vísir/Vilhelm Það eru mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Erfitt sé að fullyrða um hvaða atriði það voru sem urðu til þess að kjarasamningurinn hafi verið felldur. Allir viðsemjendur SFS felldu samninginn að undanskildum skipstjórnarmönnum sem samþykktu, en samningurinn var til tíu ára. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2019. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það eru vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess að við unnum að því að heilum hug og formenn þessara stéttarfélaga. Við vorum sammála um það að þetta væru samningar sem við værum ánægð með og myndum tala fyrir. Þannig að jú þetta voru vonbrigði.“ Talsmenn stéttarfélaga sjómanna hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að tímalengd samningsins hafi setið í félagsmönnum. Heiðrún telur þó að SFS hafi teygt sig langt í átt að sjómönnum. „Það verður bara að láta rykið setjast og ég vænti þess að formenn stéttarfélaga sjómanna þurfi að leita í sitt bakland og komast að því hvað það var sem fór úrskeiðis vegna þess að við höfum komið til móts við vel flestar og stærstu kröfur stéttarfélagana. Þannig að þeir þurfa að finna út úr því hvað það er sem liggur þarna að baki og hvernig eigi að setjast að borðinu að nýju. Það getur tekið langan tíma.“ Hún segist hafa skynjað mikinn samningsvilja hjá formönnum stéttarfélaga sjómanna, nema hjá einu félagi. „Já get fullyrt að hann var af einlægum hug af hálfu allra nema eins félags. Það var Sjómannafélags íslands. Svo það sé nú sagt í fullri hreinskilni að það sætir furðu að þegar að eitt félag leggur ekkert til málanna í svona langri og mikilli vinnu en kemur síðan og skrifar undir samning og talar gegn honum. Ég átta mig ekki alveg á hvort að það séu raunverulegir hagsmunir þeirra félagsmanna sem greiða þangað fjármuni.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Allir viðsemjendur SFS felldu samninginn að undanskildum skipstjórnarmönnum sem samþykktu, en samningurinn var til tíu ára. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2019. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það eru vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess að við unnum að því að heilum hug og formenn þessara stéttarfélaga. Við vorum sammála um það að þetta væru samningar sem við værum ánægð með og myndum tala fyrir. Þannig að jú þetta voru vonbrigði.“ Talsmenn stéttarfélaga sjómanna hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að tímalengd samningsins hafi setið í félagsmönnum. Heiðrún telur þó að SFS hafi teygt sig langt í átt að sjómönnum. „Það verður bara að láta rykið setjast og ég vænti þess að formenn stéttarfélaga sjómanna þurfi að leita í sitt bakland og komast að því hvað það var sem fór úrskeiðis vegna þess að við höfum komið til móts við vel flestar og stærstu kröfur stéttarfélagana. Þannig að þeir þurfa að finna út úr því hvað það er sem liggur þarna að baki og hvernig eigi að setjast að borðinu að nýju. Það getur tekið langan tíma.“ Hún segist hafa skynjað mikinn samningsvilja hjá formönnum stéttarfélaga sjómanna, nema hjá einu félagi. „Já get fullyrt að hann var af einlægum hug af hálfu allra nema eins félags. Það var Sjómannafélags íslands. Svo það sé nú sagt í fullri hreinskilni að það sætir furðu að þegar að eitt félag leggur ekkert til málanna í svona langri og mikilli vinnu en kemur síðan og skrifar undir samning og talar gegn honum. Ég átta mig ekki alveg á hvort að það séu raunverulegir hagsmunir þeirra félagsmanna sem greiða þangað fjármuni.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira