Nauðsyn en ekki forréttindi Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 12. mars 2023 16:30 Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi. Fyrir mörg okkar eru það ákveðin forréttindi að geta til dæmis ferðast erlendis eða farið út að borða reglulega. Fyrir önnur eru það forréttindi hér á Íslandi að geta átt hlýjan fatnað. Því miður er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði. Þessi hópur ferðast iðulega með almenningssamgöngum eða fótgangandi og leitar að hlýjum fatnaði í verslunum með notuð föt. Þessi hópur á það líka sameiginlegt að geta ekki leyft sér að fara út að borða og þurfa margir hverjir að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta borðað yfir mánuðinn. Sjálf þekki ég til einstaklinga sem fengu hlýjan fatnað, sundföt og fleira til daglegrar notkunar fyrir tilstilli náungakærleika hins almenna borgara og hjálparsamtaka. Ímyndaðu þér hversu margir það eru hér á landi sem eiga ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði! Samkvæmt nýlegum fréttum búa um tíu þúsund börn við fátækt á Íslandi og fjölgar á milli ára. Með tilliti til þess er ljóst að það skiptir sköpum að framvegis verði hugað betur að þeim sem búa við fátækt. Baráttan gegn fátækt er að sjálfsögðu flókið verkefni en hægt er að útfæra ólíkar leiðir í átt að því að stemma stigu gegn henni. Sem betur fer er mögulegt að taka skref í átt að betra samfélagi. Sveitarfélög geta til dæmis í meiri mæli boðið upp á upphituð strætóskýli yfir vetrarmánuðina og lagt áherslu á að styðja þá sem standa höllum fæti einhverra hluta vegna og eiga ekki hlýjan fatnað. Þá getur almenningur lagt sitt af mörkum. Til dæmis er hægt að gefa fatnað í gáma Hjálpræðishersins í Reykjavík að Suðurlandsbraut 72, sem nýtast mun ýmsum sem þurfa á hlýjum fatnaði að halda. Ljósmæðrafélag Íslands hefur að undanförnu auglýst eftir ungbarnafatnaði, því vegna fátæktar er nokkuð um að börn fæðist hérlendis án þess að hlý föt séu til staðar. Sömuleiðis hvet ég útivistarfyrirtæki og aðrar verslanir til að gefa hlýjan fatnað til hinna ýmsu hjálparsamtaka. Ég tel að hlýr fatnaður sé nauðsyn en ekki forréttindi hér á landi og vil ég með þessum skrifum hvetja þig til að gefa fatnað til góðs. Hann mun svo sannarlega létta öðrum lífið í þeim vetrarkulda sem dynjar á þessa dagana! Höfundur er Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi. Fyrir mörg okkar eru það ákveðin forréttindi að geta til dæmis ferðast erlendis eða farið út að borða reglulega. Fyrir önnur eru það forréttindi hér á Íslandi að geta átt hlýjan fatnað. Því miður er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði. Þessi hópur ferðast iðulega með almenningssamgöngum eða fótgangandi og leitar að hlýjum fatnaði í verslunum með notuð föt. Þessi hópur á það líka sameiginlegt að geta ekki leyft sér að fara út að borða og þurfa margir hverjir að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta borðað yfir mánuðinn. Sjálf þekki ég til einstaklinga sem fengu hlýjan fatnað, sundföt og fleira til daglegrar notkunar fyrir tilstilli náungakærleika hins almenna borgara og hjálparsamtaka. Ímyndaðu þér hversu margir það eru hér á landi sem eiga ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði! Samkvæmt nýlegum fréttum búa um tíu þúsund börn við fátækt á Íslandi og fjölgar á milli ára. Með tilliti til þess er ljóst að það skiptir sköpum að framvegis verði hugað betur að þeim sem búa við fátækt. Baráttan gegn fátækt er að sjálfsögðu flókið verkefni en hægt er að útfæra ólíkar leiðir í átt að því að stemma stigu gegn henni. Sem betur fer er mögulegt að taka skref í átt að betra samfélagi. Sveitarfélög geta til dæmis í meiri mæli boðið upp á upphituð strætóskýli yfir vetrarmánuðina og lagt áherslu á að styðja þá sem standa höllum fæti einhverra hluta vegna og eiga ekki hlýjan fatnað. Þá getur almenningur lagt sitt af mörkum. Til dæmis er hægt að gefa fatnað í gáma Hjálpræðishersins í Reykjavík að Suðurlandsbraut 72, sem nýtast mun ýmsum sem þurfa á hlýjum fatnaði að halda. Ljósmæðrafélag Íslands hefur að undanförnu auglýst eftir ungbarnafatnaði, því vegna fátæktar er nokkuð um að börn fæðist hérlendis án þess að hlý föt séu til staðar. Sömuleiðis hvet ég útivistarfyrirtæki og aðrar verslanir til að gefa hlýjan fatnað til hinna ýmsu hjálparsamtaka. Ég tel að hlýr fatnaður sé nauðsyn en ekki forréttindi hér á landi og vil ég með þessum skrifum hvetja þig til að gefa fatnað til góðs. Hann mun svo sannarlega létta öðrum lífið í þeim vetrarkulda sem dynjar á þessa dagana! Höfundur er Reykvíkingur
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun