„Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2023 09:01 Gísli Þorgeir Kristjánsson ásamt fjölskyldu sinni eftir leikinn gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í gær. vísir/hulda margrét Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. Íslendingar töpuðu illa fyrir Tékkum, 22-17, í Brno á miðvikudaginn en svöruðu fyrir sig með níu marka sigri í Laugardalshöllinni í gær. „Mér fannst samvinna varnar og markvarðar frábær, vörnin mjög þétt og síðan vorum við skynsamir. Þetta var hið fullkomna svar,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Tékkarnir beittu svipuðum brögðum og á miðvikudaginn, spiluðu langar sóknir og leituðust við að hægja á leiknum. „Það var ekki ein sókn hjá þeim undir einni mínútu sem gerir þetta gríðarlega erfitt. Við fengum færri uppstilltar sóknir og við þurftum að nýta þær miklu betur en við gerðum en í síðasta leik og mér fannst við gera það vel. Við héldum einbeitingu allan tímann og þetta var frábært,“ sagði Gísli. Sóknarleikur íslenska liðsins var ekki burðugur í Brno þar sem það skoraði aðeins sautján mörk. Í gær skoraði Ísland ellefu mörkum meira og Gísli segir að aukið áræði hafi skipt sköpum í sókninni. „Mér fannst flæðið betra. Í hverri einustu árás fórum við á þá til að fara í gegn. Þetta var allt á sjötíu prósentum þarna úti. Núna vildum við svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi. Viljinn og hjartað var til staðar í dag,“ sagði Gísli að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 „Mikill léttir eftir erfiða daga“ Gunnari Magnússon, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, var létt eftir sigurinn á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í dag. Íslendingar svöruðu þarna fyrir tapið neyðarlega fyrir Tékkum, 22-17, á miðvikudaginn. 12. mars 2023 18:21 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Íslendingar töpuðu illa fyrir Tékkum, 22-17, í Brno á miðvikudaginn en svöruðu fyrir sig með níu marka sigri í Laugardalshöllinni í gær. „Mér fannst samvinna varnar og markvarðar frábær, vörnin mjög þétt og síðan vorum við skynsamir. Þetta var hið fullkomna svar,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Tékkarnir beittu svipuðum brögðum og á miðvikudaginn, spiluðu langar sóknir og leituðust við að hægja á leiknum. „Það var ekki ein sókn hjá þeim undir einni mínútu sem gerir þetta gríðarlega erfitt. Við fengum færri uppstilltar sóknir og við þurftum að nýta þær miklu betur en við gerðum en í síðasta leik og mér fannst við gera það vel. Við héldum einbeitingu allan tímann og þetta var frábært,“ sagði Gísli. Sóknarleikur íslenska liðsins var ekki burðugur í Brno þar sem það skoraði aðeins sautján mörk. Í gær skoraði Ísland ellefu mörkum meira og Gísli segir að aukið áræði hafi skipt sköpum í sókninni. „Mér fannst flæðið betra. Í hverri einustu árás fórum við á þá til að fara í gegn. Þetta var allt á sjötíu prósentum þarna úti. Núna vildum við svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi. Viljinn og hjartað var til staðar í dag,“ sagði Gísli að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 „Mikill léttir eftir erfiða daga“ Gunnari Magnússon, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, var létt eftir sigurinn á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í dag. Íslendingar svöruðu þarna fyrir tapið neyðarlega fyrir Tékkum, 22-17, á miðvikudaginn. 12. mars 2023 18:21 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
„Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28
„Mikill léttir eftir erfiða daga“ Gunnari Magnússon, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, var létt eftir sigurinn á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í dag. Íslendingar svöruðu þarna fyrir tapið neyðarlega fyrir Tékkum, 22-17, á miðvikudaginn. 12. mars 2023 18:21
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða