„Hvar varst þú í sumar?:” Ný stefna í menntasjóðsmálum Sveinn Ægir Birgisson skrifar 14. mars 2023 10:00 Stúdentar þekkja flestir til Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Stór hluti háskólanema fær lán af einhverjum toga frá honum til að geta stundað nám sitt. Ef ekki væri fyrir menntasjóðinn væri aðgengi að háskólamenntun á Íslandi mun minna en það er í dag. Menntasjóðurinn er þó ekki fullkominn, langt í frá. Framfærslan sem námsmenn fá frá sjóðnum er langt undir þeim framfærslumörkum sem þarf til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. Námslán skerðast einnig ef háskólanemi vinnur of mikið með námi eða á sumrin, sem sagt ef tekjur námsmanna fara yfir 1,4 milljón á ári, sem margir einmitt gera til þess að bæta upp þessa lágu framfærslu. Röskva hefur verið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár og hefur þar af leiðandi sæti í stjórn MSNM. Hún hefur alltaf verið með háværar kröfur um bætt kjör fyrir stúdenta hjá MSNM og þrátt fyrir að einhverjum áföngum hafi verið náð, hefur samvinna þeirra við sjóðinn og stjórnvöld hans aðallega verið stál í stál. Hver er ástæðan fyrir því að Röskva nær ekki fram þeim breytingum sem stúdentar krefjast og þurfa? Staðreyndin er sú að til þess að ná fram alvöru breytingum í þágu stúdenta þurfa markmiðin að vera skýr og framkvæmanleg. Mikilvægt er að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta, en ef kröfurnar eru ekki í tengingu við raunveruleikann eru þær í raun tilgangslausar. Sú er því miður raunin að kröfur Röskvu hafa í flestum tilvikum verið svo óraunhæfar að ekki hefur komið til greina að koma þeim í framkvæmd. Hreyfingin hefur öskrað hástöfum út í vindinn um óraunhæfar og óframkvæmanlegar kröfur og hafa í leiðinni misst sjónar á þeim tækifærum til breytinga sem liggja fyrir og eru praktísk. Stúdentahreyfingin þarf að taka mið af rekstrarstöðu og umhverfi sjóðsins, finna tækifærin sem liggja fyrir og ná raunverulegum árangri með því að berjast fyrir framkvæmanlegum breytingum. Það viljum við í Vöku gera. Við sjáum greinilegt sóknartækifæri til breytinga hjá MSNM, sem er að frítekjumarkið verði tvískipt. Það er að segja; við viljum að námslán stúdenta verði ekki skert fyrir vinnu á sumrin, líkt og gerist í dag. Sú vinna á sér stað á meðan fólk er ekki í skóla, þar af leiðandi ekki á framfærslu og hún kemur því menntasjóðnum í raun ekki við. Það að stúdentar geti unnið óskert á sumrin myndi minnka þörf stúdenta til þess að vinna með skóla sem myndi leiða af sér bættan námsárangur hjá íslenskum háskólanemum. Sumir gætu líka einfaldlega tekið lægri námslán og þar með verið minna skuldsettir þegar þeir halda út á vinnumarkaðinn. Þessi breyting er raunhæf og vel framkvæmanleg í núverandi rekstrarstöðu sjóðsins. Skerðingalaus sumarvinna myndi strax skila sér í áþreifanlegum umbótum fyrir námsmenn. Fyrsti áfangi sem hægt væri að byggja á og vinna áfram að til að bæta kjör stúdenta enn frekar. Til þess að hægt sé að setja þetta mál á oddinn þarf Vaka að fá umboð frá stúdentum í næstu stúdentaráðskosningum 22. - 23. mars. Höfundur skipar annað sætið á lista Vöku á Menntavísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Stúdentar þekkja flestir til Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Stór hluti háskólanema fær lán af einhverjum toga frá honum til að geta stundað nám sitt. Ef ekki væri fyrir menntasjóðinn væri aðgengi að háskólamenntun á Íslandi mun minna en það er í dag. Menntasjóðurinn er þó ekki fullkominn, langt í frá. Framfærslan sem námsmenn fá frá sjóðnum er langt undir þeim framfærslumörkum sem þarf til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. Námslán skerðast einnig ef háskólanemi vinnur of mikið með námi eða á sumrin, sem sagt ef tekjur námsmanna fara yfir 1,4 milljón á ári, sem margir einmitt gera til þess að bæta upp þessa lágu framfærslu. Röskva hefur verið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár og hefur þar af leiðandi sæti í stjórn MSNM. Hún hefur alltaf verið með háværar kröfur um bætt kjör fyrir stúdenta hjá MSNM og þrátt fyrir að einhverjum áföngum hafi verið náð, hefur samvinna þeirra við sjóðinn og stjórnvöld hans aðallega verið stál í stál. Hver er ástæðan fyrir því að Röskva nær ekki fram þeim breytingum sem stúdentar krefjast og þurfa? Staðreyndin er sú að til þess að ná fram alvöru breytingum í þágu stúdenta þurfa markmiðin að vera skýr og framkvæmanleg. Mikilvægt er að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta, en ef kröfurnar eru ekki í tengingu við raunveruleikann eru þær í raun tilgangslausar. Sú er því miður raunin að kröfur Röskvu hafa í flestum tilvikum verið svo óraunhæfar að ekki hefur komið til greina að koma þeim í framkvæmd. Hreyfingin hefur öskrað hástöfum út í vindinn um óraunhæfar og óframkvæmanlegar kröfur og hafa í leiðinni misst sjónar á þeim tækifærum til breytinga sem liggja fyrir og eru praktísk. Stúdentahreyfingin þarf að taka mið af rekstrarstöðu og umhverfi sjóðsins, finna tækifærin sem liggja fyrir og ná raunverulegum árangri með því að berjast fyrir framkvæmanlegum breytingum. Það viljum við í Vöku gera. Við sjáum greinilegt sóknartækifæri til breytinga hjá MSNM, sem er að frítekjumarkið verði tvískipt. Það er að segja; við viljum að námslán stúdenta verði ekki skert fyrir vinnu á sumrin, líkt og gerist í dag. Sú vinna á sér stað á meðan fólk er ekki í skóla, þar af leiðandi ekki á framfærslu og hún kemur því menntasjóðnum í raun ekki við. Það að stúdentar geti unnið óskert á sumrin myndi minnka þörf stúdenta til þess að vinna með skóla sem myndi leiða af sér bættan námsárangur hjá íslenskum háskólanemum. Sumir gætu líka einfaldlega tekið lægri námslán og þar með verið minna skuldsettir þegar þeir halda út á vinnumarkaðinn. Þessi breyting er raunhæf og vel framkvæmanleg í núverandi rekstrarstöðu sjóðsins. Skerðingalaus sumarvinna myndi strax skila sér í áþreifanlegum umbótum fyrir námsmenn. Fyrsti áfangi sem hægt væri að byggja á og vinna áfram að til að bæta kjör stúdenta enn frekar. Til þess að hægt sé að setja þetta mál á oddinn þarf Vaka að fá umboð frá stúdentum í næstu stúdentaráðskosningum 22. - 23. mars. Höfundur skipar annað sætið á lista Vöku á Menntavísindasviði.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar