Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 14. mars 2023 11:00 Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Íslenskur leigumarkaður er þannig að fari fólk einu sinni á hann eru miklar líkur á því festast þar og allar kannanir sýna að fólk sem er á íslenskum leigumarkaði vill ekki vera þar. Það vill sleppa þaðan. Það á auðvitað ekki að vera eitt af áföllum lífsins að lenda á leigumarkaði. Í fyrsta sinn síðan í september 2009 er verðbólga komin yfir 10 prósent. Það er miklu dýrara að versla í matinn og húsnæðiskostnaður flestra hefur rokið upp, hvort sem þau búa í eigin húsnæði eða eru á leigumarkaði. Hið mikla lágvaxtaskeið sem ríkisstjórnin lofaði fyrir síðustu kosningar var auðvitað tálsýn ein. Og á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og í nágrannaríkjunum. Síðustu mánuði hafa vextir verið hækkaðir 11 sinnum og nú búast flestir við því að stýrivextir fari í 7,5 prósent seinna í mánuðinum. Þetta er veruleiki ungs fólks í landi tækifæranna sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í síðustu kosningum. Hvar eru blaðamannafundirnir? Á næstu mánuðum munu enn fleiri lenda í vandræðum með að ná endum saman, ekki vegna þess að þau fóru glannalega heldur vegna þess að allar aðstæður hafa breyst til hins verra mjög hratt. Húsnæðislánin stökkbreytast, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð, og verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar og hækkar. Þetta þarf ekki að vera svona en þetta er stefna ríkisstjórnarinnar eða réttara sagt stefnuleysi . Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna þriggja er um að gera ekkert annað en að halda völdum. Hvar eru annars allir blaðamannafundirnir um aðgerðir gegn verðbólgu sem ríkisstjórnin kallar stærsta óvin almennings? Fólkið í landinu sér skýrt að á blaðamannafundum um verðbólgu situr aðeins einn maður, seðlabankastjóri sem er einn í því hlutverki að glíma við verðbólguna. Hann hefur reyndar lýst því að ríkisstjórnin hafi gert honum erfiðara fyrir í baráttunni við verðbólguna með hallarekstri ríkissjóðs á miklum þenslutíma. Húsnæðisstefna fyrir venjulegt fólk Hvar er til dæmis húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar? Hún er einfaldlega ekki til. Átaksverkefni á borð við húsnæðissáttmála um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum leysa ekki þann bráðavanda sem blasir við ungu fólki sem vill eignast húsnæði. Staðan í dag er að það reynist flestum ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi og mamma geta ekki hjálpað til. Og hver eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við afleiðingum vaxtahækkana á byggingamarkaðinn? Byggingabransinn er á leið í frost vegna þess að eftirspurnin er horfin. Það að láta afmarkaðan hluta samfélagsins, ungt fólk, taka á sig allar vaxtahækkanir af fullum þunga hefur þær augljósu afleiðingar að næstu árgangar munu ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan eru aðrir hópar í samfélaginu lausir undan áhrifum vaxtahækkana, eins og stórfyrirtækin 300 sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Húsnæðismarkaðurinn er viðvarandi verkefni Hvaða réttlæti er í því að ungt fólk búi við þennan veruleika? Ungt fólk á Íslandi á að geta eignast íbúð án þess að kaupa hana með foreldrum sínum. Til þess þarf kerfi af hálfu hins opinbera sem tekur á þeirri þörf sem kemur inn á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði síðustu ár hefur sýnt að almenni markaðurinn leysir vandamálið ekki. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda. Verkefnið er að gera fólki kleift að eignast íbúð. Sama hver pabbi þinn er og sama hver mamma þín er. Skynsamleg hagstjórn með slíku kerfi myndi ala af sér velferð. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri - að Ísland verði land jafnra tækifæra til þess að eignast húsnæði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Húsnæðismál Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Íslenskur leigumarkaður er þannig að fari fólk einu sinni á hann eru miklar líkur á því festast þar og allar kannanir sýna að fólk sem er á íslenskum leigumarkaði vill ekki vera þar. Það vill sleppa þaðan. Það á auðvitað ekki að vera eitt af áföllum lífsins að lenda á leigumarkaði. Í fyrsta sinn síðan í september 2009 er verðbólga komin yfir 10 prósent. Það er miklu dýrara að versla í matinn og húsnæðiskostnaður flestra hefur rokið upp, hvort sem þau búa í eigin húsnæði eða eru á leigumarkaði. Hið mikla lágvaxtaskeið sem ríkisstjórnin lofaði fyrir síðustu kosningar var auðvitað tálsýn ein. Og á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og í nágrannaríkjunum. Síðustu mánuði hafa vextir verið hækkaðir 11 sinnum og nú búast flestir við því að stýrivextir fari í 7,5 prósent seinna í mánuðinum. Þetta er veruleiki ungs fólks í landi tækifæranna sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í síðustu kosningum. Hvar eru blaðamannafundirnir? Á næstu mánuðum munu enn fleiri lenda í vandræðum með að ná endum saman, ekki vegna þess að þau fóru glannalega heldur vegna þess að allar aðstæður hafa breyst til hins verra mjög hratt. Húsnæðislánin stökkbreytast, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð, og verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar og hækkar. Þetta þarf ekki að vera svona en þetta er stefna ríkisstjórnarinnar eða réttara sagt stefnuleysi . Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna þriggja er um að gera ekkert annað en að halda völdum. Hvar eru annars allir blaðamannafundirnir um aðgerðir gegn verðbólgu sem ríkisstjórnin kallar stærsta óvin almennings? Fólkið í landinu sér skýrt að á blaðamannafundum um verðbólgu situr aðeins einn maður, seðlabankastjóri sem er einn í því hlutverki að glíma við verðbólguna. Hann hefur reyndar lýst því að ríkisstjórnin hafi gert honum erfiðara fyrir í baráttunni við verðbólguna með hallarekstri ríkissjóðs á miklum þenslutíma. Húsnæðisstefna fyrir venjulegt fólk Hvar er til dæmis húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar? Hún er einfaldlega ekki til. Átaksverkefni á borð við húsnæðissáttmála um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum leysa ekki þann bráðavanda sem blasir við ungu fólki sem vill eignast húsnæði. Staðan í dag er að það reynist flestum ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi og mamma geta ekki hjálpað til. Og hver eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við afleiðingum vaxtahækkana á byggingamarkaðinn? Byggingabransinn er á leið í frost vegna þess að eftirspurnin er horfin. Það að láta afmarkaðan hluta samfélagsins, ungt fólk, taka á sig allar vaxtahækkanir af fullum þunga hefur þær augljósu afleiðingar að næstu árgangar munu ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan eru aðrir hópar í samfélaginu lausir undan áhrifum vaxtahækkana, eins og stórfyrirtækin 300 sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Húsnæðismarkaðurinn er viðvarandi verkefni Hvaða réttlæti er í því að ungt fólk búi við þennan veruleika? Ungt fólk á Íslandi á að geta eignast íbúð án þess að kaupa hana með foreldrum sínum. Til þess þarf kerfi af hálfu hins opinbera sem tekur á þeirri þörf sem kemur inn á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði síðustu ár hefur sýnt að almenni markaðurinn leysir vandamálið ekki. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda. Verkefnið er að gera fólki kleift að eignast íbúð. Sama hver pabbi þinn er og sama hver mamma þín er. Skynsamleg hagstjórn með slíku kerfi myndi ala af sér velferð. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri - að Ísland verði land jafnra tækifæra til þess að eignast húsnæði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun