Hundruðum barna gert að víkja úr Höllinni Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2023 13:30 Á meðal viðburða sem valda því að börn og unglingar í Laugardal geta ekki æft í Laugardalshöll, einu stóru íþróttahöllinni í þeirra hverfi, eru landsleikir Íslands í handbolta og körfubolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Mikil bikarhátíð í handbolta er að hefjast í Laugardalshöll á morgun og stendur hún yfir fram á sunnudag. Á þeim tíma falla niður æfingar hjá hundruðum barna í Laugardal. Oddur Jóhannsson, körfuboltaþjálfari hjá Ármanni, bendir á þetta á Twitter-síðu sinni. Þar segir hann að samtals 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni sé „hent út“ úr Höllinni á meðan bikarhátíðin standi yfir, eða samtals yfir 200 börnum. Þá eru ótaldar æfingar í öðrum íþróttagreinum sem fram hafa farið í Höllinni, á vegum Laugardalsfélaganna Ármanns og Þróttar. Bikarúrslit HSÍ hefjast á morgun og þá falla allar æfingar í Laugardalshöllinni niður. 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni hent út. Yfir 200 börn.Frá áramótum hafa 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll. @Dagurb @framsokn @ruvithrottir @PiratarXP @visir_is @mblfrettir— Oddur Jóhannsson (@Oddurjo) March 14, 2023 Aðstöðuleysi hefur háð félögunum í Laugardal um langa hríð en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að með nýrri þjóðarhöll, sem stefnan er að rísi í Laugardal árið 2025, muni Ármann og Þróttur geta haft Laugardalshöll út af fyrir sig. Þau muni svo hafa aðgang að þjóðarhöll einnig. Í sameiginlegri ályktun aðalstjórna Þróttar og Ármanns í síðasta mánuði segir hins vegar að aðstöðuvandi hverfisfélaganna sé bráðamál. Brotthvarf yngri iðkenda vegna skorts á æfingaaðstöðu sé raunverulegt vandamál sem sé að aukast, og að borgaryfirvöld verði að bregðast við strax. Félögin telja að ný þjóðarhöll muni ekki anna þörf fyrir æfingatíma barna, unglinga og meistaraflokka, og að ljóst sé að iðkendur þurfi að víkja fyrir annarri starfsemi í höllinni rétt eins og staðan sé nú og hafi verið síðustu áratugi varðandi Laugardalshöll. Það sé óviðunandi fyrir félögin. Oddur segir í færslu sinni að frá áramótum hafi alls 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll. Ný þjóðarhöll Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Sjá meira
Oddur Jóhannsson, körfuboltaþjálfari hjá Ármanni, bendir á þetta á Twitter-síðu sinni. Þar segir hann að samtals 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni sé „hent út“ úr Höllinni á meðan bikarhátíðin standi yfir, eða samtals yfir 200 börnum. Þá eru ótaldar æfingar í öðrum íþróttagreinum sem fram hafa farið í Höllinni, á vegum Laugardalsfélaganna Ármanns og Þróttar. Bikarúrslit HSÍ hefjast á morgun og þá falla allar æfingar í Laugardalshöllinni niður. 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni hent út. Yfir 200 börn.Frá áramótum hafa 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll. @Dagurb @framsokn @ruvithrottir @PiratarXP @visir_is @mblfrettir— Oddur Jóhannsson (@Oddurjo) March 14, 2023 Aðstöðuleysi hefur háð félögunum í Laugardal um langa hríð en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að með nýrri þjóðarhöll, sem stefnan er að rísi í Laugardal árið 2025, muni Ármann og Þróttur geta haft Laugardalshöll út af fyrir sig. Þau muni svo hafa aðgang að þjóðarhöll einnig. Í sameiginlegri ályktun aðalstjórna Þróttar og Ármanns í síðasta mánuði segir hins vegar að aðstöðuvandi hverfisfélaganna sé bráðamál. Brotthvarf yngri iðkenda vegna skorts á æfingaaðstöðu sé raunverulegt vandamál sem sé að aukast, og að borgaryfirvöld verði að bregðast við strax. Félögin telja að ný þjóðarhöll muni ekki anna þörf fyrir æfingatíma barna, unglinga og meistaraflokka, og að ljóst sé að iðkendur þurfi að víkja fyrir annarri starfsemi í höllinni rétt eins og staðan sé nú og hafi verið síðustu áratugi varðandi Laugardalshöll. Það sé óviðunandi fyrir félögin. Oddur segir í færslu sinni að frá áramótum hafi alls 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll.
Ný þjóðarhöll Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Sjá meira