Að eiga sér uppáhalds veiðistað Karl Lúðvíksson skrifar 14. mars 2023 13:50 Hver er þinn uppáhalds veiðistaður? Hver einasti veiðimaður og hver einasta veiðikona hefur örugglega einhvern tíman verið spurð að því hver sé uppáhalds veiðistaðurinn. Sumir eiga líklega auðvelt með að svara því. Kannski er það sá veiðistaður þar sem maríulaxinn kom á land eða lítil vík í vatni þar sem nokkrar bleikjur tóku í beit. Það þarf líka ekkert að vera að uppáhalds veiðistaðurinn tengist endilega mikilli veiði, kannski er það veiðistaður sem gaf þér eitt frábært augnablik eftir margra tíma köst á einn fisk. Ég á vin sem á sér uppáhaldsveiðistað, en hann hefur aldrei fengið lax úr þeim stað en konan hans sagði Já við bakkann svo augljóslega er þetta veiðistaður sem þau halda uppá eftir það. En þegar ég er sjálfur spurður er ekki nein leið að svara þessu, í það minnsta ekki nema fá að brjóta þetta aðeins niður. Ef það er ætlast til að ég svari þessu þá geri ég þá kröfu um að fá að velja mér uppáhalds veiðistað í þeim ám sem ég hef veitt. Öðruvísi svara ég ekki. Fallist spyrjandi á þetta verður útkoman einhvern veginn svona þó þetta sé ekki tæmandi listi yfir ár sem ég hef veitt. Langá á Mýrum - Bjargstrengur. Aldeilis magnaður staður og að fá lax í hitch þarna er æði. Laxá í Kjós - Klingenberg, missti tröllvaxinn lax þarna eftir klukkutíma baráttu. Situr ennþá í mér. Norðurá - Stokkhylsbrot. Þú veist alveg af hverju. Hítará - Grettisstiklur, skil ekki ennþá hvernig þetta er svona gjöfull veiðistaður Jökla - Hólaflúð, því þeir sem hafa veitt hana geta ekki hætt að tala um þennan stað. Víðidalsá - Dalsárós, aftur staður þar sem ég hef misst stóran lax. Eystri Rangá - Skollatangi, þungur straumur, hratt vatn, hörku tökur. Þarf meira? Fljótá - Lönguflúðir, að setja í lax þarna er eitt. Að landa honum er allt annað mál! Stóra Laxá - Hólmabreiða, ótrúlegt umhverfið truflar athyglina þegar 20 pundarinn tekur. Miðfjarðará - Sko þarna get ég bara ekki valið...... Og ég er klárlega að gleyma einhverjum ám og veiðistöðum en pressan er bara of mikil til að fara dýpra í málið, svo ekki sé minnst á að þurfa svo að velja uppáhaldsfluguna. Stangveiði Mest lesið Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Ennþá veiðast regnboga silungar í Minnivallalæk Veiði Mikil ásókn í veiðileyfi fyrir 2023 Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði
Sumir eiga líklega auðvelt með að svara því. Kannski er það sá veiðistaður þar sem maríulaxinn kom á land eða lítil vík í vatni þar sem nokkrar bleikjur tóku í beit. Það þarf líka ekkert að vera að uppáhalds veiðistaðurinn tengist endilega mikilli veiði, kannski er það veiðistaður sem gaf þér eitt frábært augnablik eftir margra tíma köst á einn fisk. Ég á vin sem á sér uppáhaldsveiðistað, en hann hefur aldrei fengið lax úr þeim stað en konan hans sagði Já við bakkann svo augljóslega er þetta veiðistaður sem þau halda uppá eftir það. En þegar ég er sjálfur spurður er ekki nein leið að svara þessu, í það minnsta ekki nema fá að brjóta þetta aðeins niður. Ef það er ætlast til að ég svari þessu þá geri ég þá kröfu um að fá að velja mér uppáhalds veiðistað í þeim ám sem ég hef veitt. Öðruvísi svara ég ekki. Fallist spyrjandi á þetta verður útkoman einhvern veginn svona þó þetta sé ekki tæmandi listi yfir ár sem ég hef veitt. Langá á Mýrum - Bjargstrengur. Aldeilis magnaður staður og að fá lax í hitch þarna er æði. Laxá í Kjós - Klingenberg, missti tröllvaxinn lax þarna eftir klukkutíma baráttu. Situr ennþá í mér. Norðurá - Stokkhylsbrot. Þú veist alveg af hverju. Hítará - Grettisstiklur, skil ekki ennþá hvernig þetta er svona gjöfull veiðistaður Jökla - Hólaflúð, því þeir sem hafa veitt hana geta ekki hætt að tala um þennan stað. Víðidalsá - Dalsárós, aftur staður þar sem ég hef misst stóran lax. Eystri Rangá - Skollatangi, þungur straumur, hratt vatn, hörku tökur. Þarf meira? Fljótá - Lönguflúðir, að setja í lax þarna er eitt. Að landa honum er allt annað mál! Stóra Laxá - Hólmabreiða, ótrúlegt umhverfið truflar athyglina þegar 20 pundarinn tekur. Miðfjarðará - Sko þarna get ég bara ekki valið...... Og ég er klárlega að gleyma einhverjum ám og veiðistöðum en pressan er bara of mikil til að fara dýpra í málið, svo ekki sé minnst á að þurfa svo að velja uppáhaldsfluguna.
Stangveiði Mest lesið Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Ennþá veiðast regnboga silungar í Minnivallalæk Veiði Mikil ásókn í veiðileyfi fyrir 2023 Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði