Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2023 11:55 Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að hækka framlög viðskiptabankanna í fjármálastöðugleika úr 2 prósentum í 2,5 prósent og tekur hækkunin samkvæmt reglum gildu eftir tólf mánuði. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagsmála í morgun þar sem segir að rekstur kerfislega mikilvægra banka hafi gengið vel og þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir eiginfjár- og lausafjárstöðu bankanna sterka. „Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir allar aðgerðir Seðlabankans miða að því að hægja á fjármálakerfinu og draga úr neyslu.Vísir/Vilhelm Vandi fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum væri áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir byggju yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu. Aðgerðir Seðlabanks með hertari lánaskilyrðum vegna húsnæðislána og hækkunum vaxta hafi náð að vinna gegn mikilli þenslu í þjóðfélaginu og dregið hefði úr spennu á íbúðamarkaði, „Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir seðlabankastjóri. Við endurskipulagningu bankakerfisins eftir hrun þess árið 2008 voru varnir fjármálakerfisins efldar og ýmsir varnaglar slegnir. Til að mynda var tekinn upp svo kallaður sveiflujöfnunarauki sem er krafa á að bankarnir leggi til fjármuni til að mæta áföllum. Hann var afnuminn haustið 2020 en settur aftur á í fyrra og var þá 2 prósent. Í morgun ákvað fjármálastöðufleikanefnd að hækka sveiflujöfnunaraukann í 2,5 prósent og hefur hann aldrei verið hærri. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Þannig að við erum með þessum aðgerðum í rauninni að reyna að hægja á fjármálakerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson. Hann vill hins vegar ekkert segja um líkur á hækkun meginvaxta Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag í næstu viku þótt flestir spáaðilar reikni með að vextirnir hækki og þá um allt að 0,75 prósentustig.Það yrði þá tólfta vxtahækkun Seðlabankans í röð. Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagsmála í morgun þar sem segir að rekstur kerfislega mikilvægra banka hafi gengið vel og þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir eiginfjár- og lausafjárstöðu bankanna sterka. „Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir allar aðgerðir Seðlabankans miða að því að hægja á fjármálakerfinu og draga úr neyslu.Vísir/Vilhelm Vandi fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum væri áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir byggju yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu. Aðgerðir Seðlabanks með hertari lánaskilyrðum vegna húsnæðislána og hækkunum vaxta hafi náð að vinna gegn mikilli þenslu í þjóðfélaginu og dregið hefði úr spennu á íbúðamarkaði, „Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir seðlabankastjóri. Við endurskipulagningu bankakerfisins eftir hrun þess árið 2008 voru varnir fjármálakerfisins efldar og ýmsir varnaglar slegnir. Til að mynda var tekinn upp svo kallaður sveiflujöfnunarauki sem er krafa á að bankarnir leggi til fjármuni til að mæta áföllum. Hann var afnuminn haustið 2020 en settur aftur á í fyrra og var þá 2 prósent. Í morgun ákvað fjármálastöðufleikanefnd að hækka sveiflujöfnunaraukann í 2,5 prósent og hefur hann aldrei verið hærri. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Þannig að við erum með þessum aðgerðum í rauninni að reyna að hægja á fjármálakerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson. Hann vill hins vegar ekkert segja um líkur á hækkun meginvaxta Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag í næstu viku þótt flestir spáaðilar reikni með að vextirnir hækki og þá um allt að 0,75 prósentustig.Það yrði þá tólfta vxtahækkun Seðlabankans í röð.
Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45
Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43