Sterkari áherslur VG fyrir þau sem veikast standa í samfélaginu Steinar Harðarson skrifar 15. mars 2023 13:31 Undirritaður býður sig hér með fram til setu í stjórn Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs. Ástæða þess að ég sækist eftir setu í stjórn hreyfingarinnar er brennandi áhugi á stjórnmálum. Sá áhugi kviknaði strax á unglingsárum og ég hef starfað innan stjórnmálaflokka meira og minna alla tíð. Ég hef verið félagi í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði frá upphafi. Ég hef verið virkur í starfi VG frá byrjun og m.a. verið meðstjórnandi, gjaldkeri og formaður Vinstri Grænna í Reykjavík. Það er heillandi verkefni að starfa í stjórn hreyfingar sem hefur það markmið að vera helsti málsvari umhverfisverndar, kvenfrelsis, alþjóðlegrar friðarhyggju og félagslegs réttlætis. Á þeim sviðum höfum við í VG náð talsverðum árangri þó enn sé verk að vinna. Baráttu fyrir félagslegum réttindum lýkur aldrei og stundum þarf, eins og dæmin sanna, að taka á til að verja þá stöðu sem náðst hefur. Ég tel að við í VG þurfum sterkari áherslur og tala skýrar máli þeirra sem veikast standa í íslensku samfélagi. Að því vil ég vinna í stjórn VG. Ástæða þess að ég sækist sérstaklega eftir starfi gjaldkera er að ég hef þónokkra reynslu af gjaldkerastörfum og fjáröflunarstörfum félags, var gjaldkeri eða formaður VGR í þrennum kosningum þ.e. 2016, 2017 og 2018. Félagið í Reykjavík kom skuldlaust frá öllum þessum kosningum. Hlutverk gjaldkera krefst þolinmæði, nákvæmni og þrjósku. Ég þykist búa yfir þeim eiginleikum að einhverju marki. Jafnframt hef ég tekið þátt í fjáröflunum fyrir VG, verið formaðu fjáröflunarnefndar og náð þar alveg bærilegum árangri. Höfundur er vinnuverndarráðgjafi, athafnastjóri og félagi í VG Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Undirritaður býður sig hér með fram til setu í stjórn Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs. Ástæða þess að ég sækist eftir setu í stjórn hreyfingarinnar er brennandi áhugi á stjórnmálum. Sá áhugi kviknaði strax á unglingsárum og ég hef starfað innan stjórnmálaflokka meira og minna alla tíð. Ég hef verið félagi í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði frá upphafi. Ég hef verið virkur í starfi VG frá byrjun og m.a. verið meðstjórnandi, gjaldkeri og formaður Vinstri Grænna í Reykjavík. Það er heillandi verkefni að starfa í stjórn hreyfingar sem hefur það markmið að vera helsti málsvari umhverfisverndar, kvenfrelsis, alþjóðlegrar friðarhyggju og félagslegs réttlætis. Á þeim sviðum höfum við í VG náð talsverðum árangri þó enn sé verk að vinna. Baráttu fyrir félagslegum réttindum lýkur aldrei og stundum þarf, eins og dæmin sanna, að taka á til að verja þá stöðu sem náðst hefur. Ég tel að við í VG þurfum sterkari áherslur og tala skýrar máli þeirra sem veikast standa í íslensku samfélagi. Að því vil ég vinna í stjórn VG. Ástæða þess að ég sækist sérstaklega eftir starfi gjaldkera er að ég hef þónokkra reynslu af gjaldkerastörfum og fjáröflunarstörfum félags, var gjaldkeri eða formaður VGR í þrennum kosningum þ.e. 2016, 2017 og 2018. Félagið í Reykjavík kom skuldlaust frá öllum þessum kosningum. Hlutverk gjaldkera krefst þolinmæði, nákvæmni og þrjósku. Ég þykist búa yfir þeim eiginleikum að einhverju marki. Jafnframt hef ég tekið þátt í fjáröflunum fyrir VG, verið formaðu fjáröflunarnefndar og náð þar alveg bærilegum árangri. Höfundur er vinnuverndarráðgjafi, athafnastjóri og félagi í VG Reykjavík.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar