Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 15. mars 2023 12:03 Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan 12 en hún hafði verið í gangi síðan miðvikudaginn 8. mars, fyrir viku síðan. Kosningabaráttan milli Elvu og Ragnars hefur verið hörð og hafa ásakanir gengið á víxl um óheiðarleika og fleira. Þetta er í þriðja sinn Ragnar ber sigur úr býtum í formannskjöri hjá VR en hann sigraði einnig árið 2017 og 2021. Árið 2019 var hann sjálfkjörinn. Greidd atkvæði voru 11.996 talsins en á kjörskrá voru 39.206 félagar. Kosningaþátttaka var því 30,6 prósent. Ragnar Þór hlaut 6.842 atkvæði gegn 4.732 atkvæðum Elvu. Samhliða formannskosningunni fór fram stjórnarkjör í félaginu þar sem kjörnir voru sjö stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt fléttulista og þrír varamenn til eins árs. Eftirfarandi voru kjörin í stjórn VR til tveggja ára: Halla Gunnarsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Ólafur Reimar Gunnarsson Jennifer Schröder Þórir Hilmarsson Vala Ólöf Kristinsdóttir Ævar Þór Magnússon, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Gabríel Benjamin voru svo kosin varamenn í stjórn til eins árs. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn. Alls voru sextán manns sem buðu sig fram til stjórnar í VR.
Atkvæðagreiðslu lauk klukkan 12 en hún hafði verið í gangi síðan miðvikudaginn 8. mars, fyrir viku síðan. Kosningabaráttan milli Elvu og Ragnars hefur verið hörð og hafa ásakanir gengið á víxl um óheiðarleika og fleira. Þetta er í þriðja sinn Ragnar ber sigur úr býtum í formannskjöri hjá VR en hann sigraði einnig árið 2017 og 2021. Árið 2019 var hann sjálfkjörinn. Greidd atkvæði voru 11.996 talsins en á kjörskrá voru 39.206 félagar. Kosningaþátttaka var því 30,6 prósent. Ragnar Þór hlaut 6.842 atkvæði gegn 4.732 atkvæðum Elvu. Samhliða formannskosningunni fór fram stjórnarkjör í félaginu þar sem kjörnir voru sjö stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt fléttulista og þrír varamenn til eins árs. Eftirfarandi voru kjörin í stjórn VR til tveggja ára: Halla Gunnarsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Ólafur Reimar Gunnarsson Jennifer Schröder Þórir Hilmarsson Vala Ólöf Kristinsdóttir Ævar Þór Magnússon, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Gabríel Benjamin voru svo kosin varamenn í stjórn til eins árs. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn. Alls voru sextán manns sem buðu sig fram til stjórnar í VR.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira