Nú hægt að einbeita sér að því sem skiptir máli Bjarki Sigurðsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 15. mars 2023 14:59 Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR í dag. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður stéttarfélagsins VR, segist vera sáttur við niðurstöðuna í formannskosningunum. Hann telur hópinn sem kemur nýr í stjórn félagsins vera mjög öflugan. Tilkynnt var í dag að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið endurkjörinn formaður VR með 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu Hrannar Hjartardóttur sem bauð sig fram á móti honum. Í samtali við fréttastofu segist Ragnar vera sáttur með niðurstöðuna og les í hana að hann sé með mikinn stuðning innan félagsins. „Við erum með stórt og mikið félag, það er mikil breidd. Við erum með alla tekjuhópa, allt menntastig og þar fram eftir götunum. Þannig að það er mikil áskorun að setja saman kröfugerð og ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir alla. það er oft líklegra að það séu allir jafn óánægðir en jafn ánægðir. Í ljósi þess að ég er eini formaðurinn sem hefur staðið af sér mótframboð þá er ég ótrúlega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Ragnar. Klippa: Krefjandi tímar framundan Tímarnir framundan hjá VR eru mjög krefjandi að mati Ragnars og því sé það mikilvægt að vera samheldin og þétt. Framundan eru kjarasamningar í rúmlega tíu prósent verðbólga og segir hann leigumarkaðinn vera vígvöll. Honum þykir það gott að þessari baráttu sé lokið svo hægt sé að einbeita sér að því sem skiptir máli. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn VR og missa Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir sæti sín. Þær buðu sig báðar aftur fram. „Ég get unnið með öllum og ég held að þessi hópur sem er að koma inn í stjórnina sé bara mjög öflugur. Það sem við þurfum á að halda í verkefnunum fram undan. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að stjórn muni snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk og fólkið í landinu inn í næstu kjaraviðræður,“ segir Ragnar. Stéttarfélög Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið endurkjörinn formaður VR með 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu Hrannar Hjartardóttur sem bauð sig fram á móti honum. Í samtali við fréttastofu segist Ragnar vera sáttur með niðurstöðuna og les í hana að hann sé með mikinn stuðning innan félagsins. „Við erum með stórt og mikið félag, það er mikil breidd. Við erum með alla tekjuhópa, allt menntastig og þar fram eftir götunum. Þannig að það er mikil áskorun að setja saman kröfugerð og ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir alla. það er oft líklegra að það séu allir jafn óánægðir en jafn ánægðir. Í ljósi þess að ég er eini formaðurinn sem hefur staðið af sér mótframboð þá er ég ótrúlega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Ragnar. Klippa: Krefjandi tímar framundan Tímarnir framundan hjá VR eru mjög krefjandi að mati Ragnars og því sé það mikilvægt að vera samheldin og þétt. Framundan eru kjarasamningar í rúmlega tíu prósent verðbólga og segir hann leigumarkaðinn vera vígvöll. Honum þykir það gott að þessari baráttu sé lokið svo hægt sé að einbeita sér að því sem skiptir máli. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn VR og missa Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir sæti sín. Þær buðu sig báðar aftur fram. „Ég get unnið með öllum og ég held að þessi hópur sem er að koma inn í stjórnina sé bara mjög öflugur. Það sem við þurfum á að halda í verkefnunum fram undan. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að stjórn muni snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk og fólkið í landinu inn í næstu kjaraviðræður,“ segir Ragnar.
Stéttarfélög Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira